Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 8
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR8 ÞJÓÐARÖRYGGI Ísland verður að taka aukinn þátt í alþjóðlegri samvinnu um framtíð norðurslóða ætli íslensk stjórnvöld sér að hafa áhrif á örygg- ismál í þessum heimshluta í fram- tíðinni. Um þetta voru fyrirlesarar á fundi um borgaralegt öryggi og norðurslóðir sem haldinn var í gær sammála. Þó að friðsamlegt sé um að litast á norðurslóðum og stöðug- leiki hafi ríkt þar lengi hafa þau ríki sem þar hafa ítök hug á að tryggja eigin hagsmuni vegna nýtingar á auðlindum og siglingarleiðum sem kunna að opnast, sagði Margrét Cela, doktors nemi við Háskólann í Lapplandi í gær. Margrét var annar fyrirlesar- anna á fundi sem Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóða- mál, héldu í Þjóðminjasafninu í gær. Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóð- um, taka þátt eftir því sem við á og reyna að hafa áhrif, sagði Margrét. Til þess að hafa sem mest áhrif verða stjórnvöld að móta vel skil- greind markmið og forgangsraða því sem þau vilja ná fram, segir Margrét. Öryggi ríkja er gjarnan skipt í borgaralegt öryggi og hernaðarlegt öryggi, þó að mörkin þar á milli séu oft óljós, sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar. Með borg- aralegu öryggi er til dæmis átt við ógn af völdum hryðjuverka, skipu- lagðri glæpastarfsemi, netárás- um, umhverfisslysum og hlýnun af mannavöldum. Ellisif Tinna sagði það traust sem ríkir um þessar mundir milli þeirra átta þjóða sem helst eigi hagsmuna að gæta á norðurslóðum þýða að hægt sé að leggja minni áherslu á hernaðarlegt öryggi. Þar með megi leggja meiri áherslu á borgaralegt öryggi. Lykillinn að því að takast á við borgaralegar ógnir er aukið alþjóð- legt samstarf, sagði Ellisif Tinna. Þar verði ríkin öll að taka þátt, enda sé almennt ekki litið hýru auga þegar ríki taki þátt í alþjóð- legu samstarfi án þess að taka rétt- látan skerf af verkefnum. „Stríð morgundagsins verða ekki eins og stríð gærdagsins,“ sagði Ell- isif Tinna. Ríki verði að tileinka sér nýja hugsun þar sem nýjar ógnir kalli á óhefðbundin meðul til að verjast. „Alþjóðlegt samstarf eykur friðinn, ekki einangrunarhyggja.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Ísland að vinna áfram með Atlantshafs- bandalaginu, þrátt fyrir að það hafi ekki mótað sérstaka stefnu banda- lagsins fyrir norðurslóðir. Margrét Cela tók undir þetta, en benti einnig á mikilvægi þess að starfa áfram náið með Norður- skautsráðinu til að hafa áhrif á þróun svæðisins, þar með talið nýt- ingu náttúruauðlinda. Talið er að um þrettán prósent ónýttra auð- linda á borð við olíu og gas í heim- inum í dag sé að finna á norður- slóðum. Margrét lagði áherslu á að tal um hernaðaruppbyggingu ríkja á borð við Bandaríkin, Kanada og Rúss- lands á norðurslóðum sé orðum aukin. Réttara væri að tala um endur nýjun á herafla. brjann@frettabladid.is NEYTENDAMÁL Upplýsing- ar um það hvaða fyrir- tæki notuðu iðnaðarsalt og í hvaða vörum verða aðgengilegar á vef tals- manns neytenda á næstu dögum. Þegar hafa ein- hver fyrirtæki sett sig í samband við embættið. Til að auðvelda fyrir- tækjunum sem keyptu iðnaðarsalt að upplýsa um það hvort þau notuðu það í matvæli og þá hvaða, hefur verið útbúið sér- stakt vefviðmót á heimasíðu tals- manns neytenda. Talsmaður neytenda tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist krefj- ast upplýsinga um málið. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki upplýst um notkun sína á saltinu, ýmist opin- berlega eða með erindi til talsmanns neytenda. Eðalfiskur hefur þegar tilkynnt að ekkert iðnað- arsalt hafi verið notað í matvæli, og MS innkallaði allar vörur sem innihéldu það. Á næstu dögum mun svo birtast listi yfir fleiri fyrir tæki, sem verður upp- færður eftir því sem upp- lýsingar berast. Þau fyrirtæki sem keyptu iðnaðarsalt en bregðast ekki við tilmælum embættisins um upp- lýsingagjöf munu fá send formleg erindi. Matvælastofnun hefur upplýst að engar vísbendingar séu um hættu af völdum iðnaðarsalts í matvælum. - þeb GÍSLI TRYGGVASON Talsmaður neytenda auðveldar upplýsingagjöf: Fyrirtæki upplýsi hvert þeirra notaði iðnaðarsalt MAS EFTIRLÝSTUR AF INTERPOL Myndin var tekin í júní árið 2010 og birt á vef Interpol á aðfangadag í fyrra. Jean- Claude Mas hafði þá verið eftirlýstur af yfirvöldum í Costa Rica. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND Jean-Claude Mas, eigandi og framkvæmdastjóri franska fyrirtækisins Poly Impl- ant Prothese (PIP), var handtek- inn á heimili vinar síns í Suður- Frakklandi í gærmorgun. Mas hefur verið eftirlýstur af Interpol eftir að í ljós kom að iðnaðarsílíkon hafði verið notað í brjóstafyllingar sem fyrirtækið seldi til hundruð lýtalækna um allan heim. Talið er að á bilinu 400 til 500 þúsund konur séu með fyll- ingarnar í brjóstum sínum, þar af um 440 hér á landi. Franskir læknar hafa skráð 20 tilfelli krabbameins hjá konum með púð- ana, þar af voru 16 þeirra með brjóstakrabbamein. Þó hefur ekki tekist að sýna fram á beint orsakasamband á milli PIP-púðanna og sjúkdóms- ins. Íslenska ríkið hefur nú sent öllum þeim konum sem hafa PIP púðana í brjóstum sínum bréf þar sem þeim er boðið að fara í ómskoðun. Séu púðarnir lekir mun ríkið taka þátt í greiðslu á kostnaði við að fjarlægja þá. - sv Eigandi Poly Implant Prothese var eftirlýstur á vef Interpol vegna glæpa sinna: Handtekinn í húsi vinar síns 1. Hvað heitir ný plata Leonards Cohen sem kemur út í næstu viku? 2. Hver hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki fagurbók- mennta? 3. Hvaða leikmaður íslenska lands- liðsins var valinn bestur í tveimur síðustu leikjunum? SVÖR: ÖRYGGISMÁL Áætlað er að TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, verði að nýju orðin útkallshæf í byrjun apríl, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Þyrlan hefur frá 13. janúar verið í Noregi þar sem fram fer á henni skoðun. Framkvæmdin hefur gengið vel fram til þessa segir á vef Gæsl- unnar. „Þyrlan er öll tekin í sund- ur, skrokkur hennar og fylgihlutir skoðaðir af nákvæmni og viðgerð- ir með tilliti til sprungumyndana og tæringar. Í lok skoðunar er vélin svo máluð.“ - óká Skoðun sögð ganga vel: TF-LÍF væntan- leg með vorinu AUÐLINDIR Talið er að um þrettán prósent ónýttra náttúruauðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Lífríkið er afar viðkvæmt og hætta á umhverfisslysum vekur ugg. NORDICPHOTOS/AFP MARGRÉT CELA ELLISIF TINNA VÍÐISDÓTTIR Alþjóðleg sam- vinna lykill að árangri Íslands Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóðum og tryggja sína hagsmuni að mati sérfræðinga í öryggismálum. Hernaðarlegt öryggi tryggt en leggja þarf áherslu á borgaralegt öryggi. 1. Old ideas 2. Guðrún Eva Mínervudóttir 3. Rúnar Kárason STJÓRNSÝSLA Fagtímaritið Euro- week hefur verðlaunað ríkis- sjóð Íslands fyrir vel heppnaða skuldabréfaútgáfu í júní síðast- liðnum. Fjallaði Euroweek í síðasta tölublaði sínu um skuldabréfa- útgáfur síðasta árs og var útgáfa ríkissjóðs valin sú næstbesta í flokki alþjóðlegra útgáfna í Bandaríkjadölum. Í fyrsta sæti varð útgáfa Eng- landsbanka og í því þriðja var útgáfa ríkissjóðs Finnlands. Euroweek er fagtímarit sem fjallar um viðskipti á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum. Sagði tímaritið um íslensku útgáfuna að það væri mikið afrek að Ísland væri komið aftur á skuldabréfamarkað svo stuttu eftir bankahrunið. - mþl Euroweek verðlaunar Ísland: Skuldabréfaút- gáfa í öðru sæti VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.