Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 8
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR8 ÞJÓÐARÖRYGGI Ísland verður að taka aukinn þátt í alþjóðlegri samvinnu um framtíð norðurslóða ætli íslensk stjórnvöld sér að hafa áhrif á örygg- ismál í þessum heimshluta í fram- tíðinni. Um þetta voru fyrirlesarar á fundi um borgaralegt öryggi og norðurslóðir sem haldinn var í gær sammála. Þó að friðsamlegt sé um að litast á norðurslóðum og stöðug- leiki hafi ríkt þar lengi hafa þau ríki sem þar hafa ítök hug á að tryggja eigin hagsmuni vegna nýtingar á auðlindum og siglingarleiðum sem kunna að opnast, sagði Margrét Cela, doktors nemi við Háskólann í Lapplandi í gær. Margrét var annar fyrirlesar- anna á fundi sem Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóða- mál, héldu í Þjóðminjasafninu í gær. Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóð- um, taka þátt eftir því sem við á og reyna að hafa áhrif, sagði Margrét. Til þess að hafa sem mest áhrif verða stjórnvöld að móta vel skil- greind markmið og forgangsraða því sem þau vilja ná fram, segir Margrét. Öryggi ríkja er gjarnan skipt í borgaralegt öryggi og hernaðarlegt öryggi, þó að mörkin þar á milli séu oft óljós, sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar. Með borg- aralegu öryggi er til dæmis átt við ógn af völdum hryðjuverka, skipu- lagðri glæpastarfsemi, netárás- um, umhverfisslysum og hlýnun af mannavöldum. Ellisif Tinna sagði það traust sem ríkir um þessar mundir milli þeirra átta þjóða sem helst eigi hagsmuna að gæta á norðurslóðum þýða að hægt sé að leggja minni áherslu á hernaðarlegt öryggi. Þar með megi leggja meiri áherslu á borgaralegt öryggi. Lykillinn að því að takast á við borgaralegar ógnir er aukið alþjóð- legt samstarf, sagði Ellisif Tinna. Þar verði ríkin öll að taka þátt, enda sé almennt ekki litið hýru auga þegar ríki taki þátt í alþjóð- legu samstarfi án þess að taka rétt- látan skerf af verkefnum. „Stríð morgundagsins verða ekki eins og stríð gærdagsins,“ sagði Ell- isif Tinna. Ríki verði að tileinka sér nýja hugsun þar sem nýjar ógnir kalli á óhefðbundin meðul til að verjast. „Alþjóðlegt samstarf eykur friðinn, ekki einangrunarhyggja.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Ísland að vinna áfram með Atlantshafs- bandalaginu, þrátt fyrir að það hafi ekki mótað sérstaka stefnu banda- lagsins fyrir norðurslóðir. Margrét Cela tók undir þetta, en benti einnig á mikilvægi þess að starfa áfram náið með Norður- skautsráðinu til að hafa áhrif á þróun svæðisins, þar með talið nýt- ingu náttúruauðlinda. Talið er að um þrettán prósent ónýttra auð- linda á borð við olíu og gas í heim- inum í dag sé að finna á norður- slóðum. Margrét lagði áherslu á að tal um hernaðaruppbyggingu ríkja á borð við Bandaríkin, Kanada og Rúss- lands á norðurslóðum sé orðum aukin. Réttara væri að tala um endur nýjun á herafla. brjann@frettabladid.is NEYTENDAMÁL Upplýsing- ar um það hvaða fyrir- tæki notuðu iðnaðarsalt og í hvaða vörum verða aðgengilegar á vef tals- manns neytenda á næstu dögum. Þegar hafa ein- hver fyrirtæki sett sig í samband við embættið. Til að auðvelda fyrir- tækjunum sem keyptu iðnaðarsalt að upplýsa um það hvort þau notuðu það í matvæli og þá hvaða, hefur verið útbúið sér- stakt vefviðmót á heimasíðu tals- manns neytenda. Talsmaður neytenda tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist krefj- ast upplýsinga um málið. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki upplýst um notkun sína á saltinu, ýmist opin- berlega eða með erindi til talsmanns neytenda. Eðalfiskur hefur þegar tilkynnt að ekkert iðnað- arsalt hafi verið notað í matvæli, og MS innkallaði allar vörur sem innihéldu það. Á næstu dögum mun svo birtast listi yfir fleiri fyrir tæki, sem verður upp- færður eftir því sem upp- lýsingar berast. Þau fyrirtæki sem keyptu iðnaðarsalt en bregðast ekki við tilmælum embættisins um upp- lýsingagjöf munu fá send formleg erindi. Matvælastofnun hefur upplýst að engar vísbendingar séu um hættu af völdum iðnaðarsalts í matvælum. - þeb GÍSLI TRYGGVASON Talsmaður neytenda auðveldar upplýsingagjöf: Fyrirtæki upplýsi hvert þeirra notaði iðnaðarsalt MAS EFTIRLÝSTUR AF INTERPOL Myndin var tekin í júní árið 2010 og birt á vef Interpol á aðfangadag í fyrra. Jean- Claude Mas hafði þá verið eftirlýstur af yfirvöldum í Costa Rica. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND Jean-Claude Mas, eigandi og framkvæmdastjóri franska fyrirtækisins Poly Impl- ant Prothese (PIP), var handtek- inn á heimili vinar síns í Suður- Frakklandi í gærmorgun. Mas hefur verið eftirlýstur af Interpol eftir að í ljós kom að iðnaðarsílíkon hafði verið notað í brjóstafyllingar sem fyrirtækið seldi til hundruð lýtalækna um allan heim. Talið er að á bilinu 400 til 500 þúsund konur séu með fyll- ingarnar í brjóstum sínum, þar af um 440 hér á landi. Franskir læknar hafa skráð 20 tilfelli krabbameins hjá konum með púð- ana, þar af voru 16 þeirra með brjóstakrabbamein. Þó hefur ekki tekist að sýna fram á beint orsakasamband á milli PIP-púðanna og sjúkdóms- ins. Íslenska ríkið hefur nú sent öllum þeim konum sem hafa PIP púðana í brjóstum sínum bréf þar sem þeim er boðið að fara í ómskoðun. Séu púðarnir lekir mun ríkið taka þátt í greiðslu á kostnaði við að fjarlægja þá. - sv Eigandi Poly Implant Prothese var eftirlýstur á vef Interpol vegna glæpa sinna: Handtekinn í húsi vinar síns 1. Hvað heitir ný plata Leonards Cohen sem kemur út í næstu viku? 2. Hver hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki fagurbók- mennta? 3. Hvaða leikmaður íslenska lands- liðsins var valinn bestur í tveimur síðustu leikjunum? SVÖR: ÖRYGGISMÁL Áætlað er að TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, verði að nýju orðin útkallshæf í byrjun apríl, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Þyrlan hefur frá 13. janúar verið í Noregi þar sem fram fer á henni skoðun. Framkvæmdin hefur gengið vel fram til þessa segir á vef Gæsl- unnar. „Þyrlan er öll tekin í sund- ur, skrokkur hennar og fylgihlutir skoðaðir af nákvæmni og viðgerð- ir með tilliti til sprungumyndana og tæringar. Í lok skoðunar er vélin svo máluð.“ - óká Skoðun sögð ganga vel: TF-LÍF væntan- leg með vorinu AUÐLINDIR Talið er að um þrettán prósent ónýttra náttúruauðlinda á borð við olíu og gas í heiminum í dag sé að finna á norðurslóðum. Lífríkið er afar viðkvæmt og hætta á umhverfisslysum vekur ugg. NORDICPHOTOS/AFP MARGRÉT CELA ELLISIF TINNA VÍÐISDÓTTIR Alþjóðleg sam- vinna lykill að árangri Íslands Ísland verður að fylgjast með því sem er að gerast á norðurslóðum og tryggja sína hagsmuni að mati sérfræðinga í öryggismálum. Hernaðarlegt öryggi tryggt en leggja þarf áherslu á borgaralegt öryggi. 1. Old ideas 2. Guðrún Eva Mínervudóttir 3. Rúnar Kárason STJÓRNSÝSLA Fagtímaritið Euro- week hefur verðlaunað ríkis- sjóð Íslands fyrir vel heppnaða skuldabréfaútgáfu í júní síðast- liðnum. Fjallaði Euroweek í síðasta tölublaði sínu um skuldabréfa- útgáfur síðasta árs og var útgáfa ríkissjóðs valin sú næstbesta í flokki alþjóðlegra útgáfna í Bandaríkjadölum. Í fyrsta sæti varð útgáfa Eng- landsbanka og í því þriðja var útgáfa ríkissjóðs Finnlands. Euroweek er fagtímarit sem fjallar um viðskipti á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum. Sagði tímaritið um íslensku útgáfuna að það væri mikið afrek að Ísland væri komið aftur á skuldabréfamarkað svo stuttu eftir bankahrunið. - mþl Euroweek verðlaunar Ísland: Skuldabréfaút- gáfa í öðru sæti VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.