Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 10
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR10
Hagar, Kaupás og Samkaup
eru samtals með 90% mark-
aðshlutdeild á dagvöru-
markaði. Aðgangs hindranir
eru inn á markaðinn og
hlutdeild lágvöruverslana á
markaðnum þrefaldaðist á
áratug.
Samkeppniseftirlitið (SE) hvetur
birgja til að taka verðstefnu sína
til athugunar og láta kjör sín styðj-
ast við málefnaleg sjónarmið. Það
telur mjög mikilvægt að búvöru-
lög verði tekin til endurskoðun-
ar til að auka virka samkeppni
og vill að aðilar á dagvörumark-
aði skoði vel starfshætti sína og
stefnumörkun með það í huga að
efla samkeppni. Þá vill eftirlitið
að stjórnvöld grípi til aðgerða
til að efla samkeppni á dagvöru-
markaði. Þetta kemur fram í til-
lögum sem SE leggur fram í nýrri
skýrslu um verðþróun og sam-
keppni á dagvörumarkaði sem
kynnt var í gær.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að verslunum á markaðnum
bjóðast afar mismunandi kjör
frá birgjum sem mynda aðgangs-
hindranir fyrir nýja aðila inn á
markaðinn. Minni verslanir á dag-
vörumarkaði greiða að meðaltali
um 15% hærra verð fyrir vörur
frá birgjum en Hagar, stærsta
dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum
vöruflokkum er lægsta smásölu-
verð Haga lægra en það innkaups-
verð sem minni verslunum býðst
hjá birgjum. Minni verslanirnar
verða því að keppa á grundvelli
annars en verðs þegar þær eru að
reyna að laða til sín viðskiptavini.
Þrjár samstæður með 90%
Skýrslan byggir á ítarlegri rann-
sókn SE á þróun dagvörumarkaðar
á undanförnum árum. Niðurstöð-
urnar sýna að á árinu 2010 voru
174 verslanir starfandi á þeim
markaði sem seldu dagvöru (inn-
flutt og innlend matvara og hrein-
lætis- og snyrtivörur)fyrir samtals
100 milljarða króna. Rannsóknin
leiddi í ljós að Hagar, sem reka
verslanir Bónus og Hagkaupa,
voru með 53% markaðshlutdeild
á dagvörumarkaði á árinu 2010.
Samstæðan er langstærsti aðilinn
á þeim markaði og hefur staðfesta
markaðsráðandi stöðu í skilningi
samkeppnislaga. Það þýðir að sam-
stæðan hefur „þann efnahagslega
styrkleika að geta hindrað virka
samkeppni á markaðnum og geti
að verulegu leyti starfað án þess
að taka tillit til keppinauta, við-
skiptavina og neytenda“.
Þrjár stærstu samstæðurn-
ar (Hagar, Kaupás og Sam-
kaup) á markaðnum eru saman-
lagt með 90% markaðshlutdeild.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Samkeppniseftirlitsins (SE) um
verðþróun og samkeppni á dag-
vörumarkaði sem kynnt var í gær.
Í miklum vexti
Hlutdeild Haga hefur vaxið
gríðar lega á síðastliðnum áratug.
Hún var 29% um aldamótin en
náði því að verða 55% árið 2009.
Hún hefur síðan lækkað lítillega,
meðal annars eftir að 10-11 versl-
anirnar voru seldar út úr sam-
stæðunni á árinu 2011 en hlut-
deild þeirra mælist á bilinu 3-4%.
Kaupás, sem rekur meðal annars
Krónuna og Nóatún, er með 21%
markaðshlutdeild og Samkaup,
sem rekur meðal annars Nettó og
Samkaupsverslanir, eru með 16%.
Aðrar og minni verslanir voru
því með tæplega 10% markaðs-
hlutdeild. Hlutdeild þeirra á mark-
aðnum hefur lækkað töluvert frá
árinu 1999, þegar hún var 22%.
Þegar horft er til einstakra
verslanakeðja, ekki samstæða,
kemur í ljós að Bónus, sem rekur
28 verslanir, er með um 40%
markaðshlutdeild. Krónan kemur
þar á eftir með um 16% og Hag-
kaup er með um 10% af markaðn-
um. Aðrar einstakar keðjur eru
með minni hlutdeild.
Allsráðandi í höfuðborginni
Þegar horft er einvörðungu til
höfuðborgarsvæðisins var mark-
aðshlutdeild Haga um 60% og
Kaupáss um 26% á árinu 2010.
Þessir tveir aðilar voru því með
um 86% af allri dagvöruverslun
á því svæði. Á landsbyggðinni eru
Hagar líka sterkastir allra með
42% markaðshlutdeild. Í skýrsl-
unni kemur fram að samstæð-
an hafi aukið umfang sitt á þeim
markaði fyrst og síðast með því að
opna nýjar verslanir. Samkaup eru
mun sterkari á landsbyggðinni en
í þéttbýlinu á suðvesturhorninu.
Markaðshlutdeild samstæðunnar
þar er 35% og hefur aðallega aukist
við að Samkaup hafa yfirtekið kaup-
félög og aðrar dagvöruverslanir.
Í skýrslunni er sagt að skrán-
ing Haga á markað, sala 10-11 út
úr Högum og innkoma aðila á borð
við Kost og Víði inn á dagvöru-
markaðinn á allra síðustu misser-
um beri vott um jákvæða þróun á
honum.
Lágvöruverslanir taka fram úr
Rannsókn SE sýnir fram á að algjör
eðlisbreyting hefur átt sér stað
á þeim tegundum verslana sem
draga að sér mest viðskipti. Árið
1999 voru lágvöruverslanir með
um fimmtungsmarkaðshlutdeild en
í lok árs 2010 var hún orðin 63%.
Viðbótin kemur nánast öll frá stór-
mörkuðum á borð við Hagkaup og
Nóatún. Þá hefur hlutdeild svokall-
aðra klukkubúða skroppið saman
um helming og litlar matvöruversl-
anir eru nú einungis með um 1% af
markaðnum.
FRÉTTASKÝRING: Skýrsla Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@fréttabladid.is
80
70
60
50
40
30
20
10
0
120
100
80
60
40
20
10
0
1999 2010
DAGVÖRUVERSLANIR EFTIR TEGUNDUM
■ Lágvöruverslanir
■ Stórmarkaðir og almennar dagvöruverslanir
■ Klukkubúðir
■ Litlar matvörubúðir
10%
16%
21%
53%
MARKAÐSHLUTDEILD Á DAGVÖRUMARKAÐI VERÐ BIRGJA TIL VERSLANASAMSTÆÐNA
Hagar
(Bónus og
Hagkaup)
Kaupás
(Krónan, Nóatún,
11-11 og Kjarval)
Samkaup
(Kaskó, Nettó
og Samkaup)
Minni verslanir
Minni
verslanir
100 104 106 115
Markaðshlutdeild dagvöruverslana og verð birgja til þeirra
Þrjár samstæður með 90% hlutdeild
MATVARA Verð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum á sama tíma og kaupmáttur almennings hefur rýrnað. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra
samkeppnismála, segir skýrsluna
vera geysilega viðamikla og
vandaða. Hann er afar ánægður
með hana. „Mér finnst þetta gott
verk hjá Samkeppniseftirlitinu.
Ég fæ ekki betur séð en að þetta
gefi nokkuð
góða mynd
af því sem
þarna er undir.
Verslunin, og
ekki síst dag-
vöruverslunin,
er þjóðar-
búskap okkar
afar mikilvæg.
Niðurstaða
skýrslunnar
staðfestir hluti sem maður hefur
oft heyrt um, meðal annars um
mismunandi kjör sem dagvöru-
verslunum bjóðast hjá birgjum.
Sá munur er dreginn mjög skýrt
fram. Hann er skýranlegur upp að
vissu marki, en í öðrum tilvikum
finnst manni ansi langt gengið.
Sá munur sem þarna er sýndur
er ekki hollur í samkeppnislegu
tilliti.“
Steingrímur segir jákvæðu
tíðindin vera þau að samkeppnin
virðist vera að styrkjast á þessum
markaði. „Það er þó full þörf á að
vakta þetta ástand vel. Skýrslunni
verður örugglega fylgt eftir á
ýmsan hátt. Verðþróunin sem hún
dregur fram virðist skýrast fyrst
og fremst af gengi krónunnar og
öðrum ytri aðstæðum.“
Skýrslunni verður
fylgt eftir
Hagur neytenda hefur versnað á síðustu
sex árum. Á þeim tíma hefur kaupmáttur
almennings rýrnað og hlutfall matar- og
drykkjarvara í neysluútgjöldum hækkað.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppnis-
eftirlitsins (SE).
Þar segir að verð á dagvöru hafi hækkað
um tæp 60% í smásölu frá ársbyrjun 2006 og
fram að síðustu áramótum. Sú verðhækkun
sem orðið hefur skýrist fyrst og fremst af ytri
ástæðum, gengishruni íslensku krónunnar
og hækkun á heimsmarkaðsverði á hrávöru.
Matvöruverðið hefur lækkað umtalsvert ef
það er mælt í evrum en hækkað gífurlega
þegar það er mælt í krónum.
Íslenska krónan féll um 112% gagnvart
evru á tímabilinu ef miðað er við gengi
Seðlabanka Íslands. Á sama tíma hefur
heimsmarkaðsverð á mikilvægri hrávöru á
borð við hveiti hækkað um 70% þegar hún
er mæld í íslenskum krónum. Verð á hrís-
grjónum og kaffi hefur þrefaldast og sykur
hefur fjórfaldast í verði. Allt þetta hefur orðið
til þess að verð á bæði innfluttri og innlendri
dagvöru hefur hækkað á sama tímabili.
Verulegur munur er þó á verðþróun inn-
lendra og erlendra dagvara. Verðhækkun
innlendra vara, sem eru um tveir þriðju allra
slíkra, nam um það bil 50% en innfluttra vara
um 80%.
Í skýrslunni segir: „eftir gengislækkun krón-
unnar hefur matvöruverð á Íslandi farið frá
því að vera hlutfallslega mun hærra til þess
að vera því sem næst jafnt meðalmatvöru-
verði í ESB löndum mælt í evrum á skráðu
gengi. Í krónum talið hækkaði matvöruverð
hins vegar gífurlega eftir hrunið. Ráðstöf-
unartekjur á Íslandi hafa hins vegar lækkað
enn meira í hlutfallslegum samanburði við
meðaltal í ESB löndunum. Kaupmáttur launa
hefur dregist saman frá hruni og hlutfall mat-
og drykkjarvara af neysluútgjöldum hefur
hækkað. Hagur neytenda hefur því versnað.“
Dagvara hækkað um 60% og hagur neytenda versnað
Samkeppniseftirlitið (SE) álítur að bankar hefðu átt að nýta
það tækifæri sem hrunið veitti þeim til þess að „skipta upp
stórum, mikilvægum fyrirtækjum og fjölga með þeim hætti
keppinautum á mörkuðum“. Þetta kemur fram í skýrslu þess
um dagvörumarkaðinn. Hagar, stærsta samstæðan á dagvöru-
markaði, lenti í fangi Arion banka á árinu 2009. Bankinn seldi
10-11 verslanakeðjuna, sem er með 3-4% markaðshlutdeild, út
úr Högum en að öðru leyti er samstæðan sú sama og var fyrir
hrun. Heildarmarkaðshlutdeild Haga er um 53% samkvæmt
skýrslunni.
SE telur að slík uppskipting hefði stuðlað að aukinni sam-
keppni og þannig leitt til meiri hagsældar til lengri tíma litið.
Það er einnig mat eftirlitsins að það hefði falið í sér meiri
ávinning fyrir bankana „heldur en skammtímaviðhorf um hærra
söluandvirði stærri einingar“.
Í skýrslunni segir að færa megi rök fyrir því að ofangreint eigi
við um Haga og ýmis önnur fyrirtæki á öðrum mörkuðum en að
taka beri fram að sala verslana 10-11 út úr Högum á árinu 2011
hafi verið til bóta. Þó séu ekki vísbendingar uppi um að salan
hafi í grundvallaratriðum breytt stöðu Haga á markaðinum.
Bankarnir taka skammtímagróða
fram yfir langtímahagsæld
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON