Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 24
KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 20122 Háskólanám verður sífellt fjölbreyttara og banda-rískir háskólar virðast teygja sig sérstaklega langt til að vekja athygli og áhuga nemenda. Á námsskrám þeirra má finna hin furðulegustu námskeið. Sæ- berfemínismi, Hlynsýróp, Böllur- inn, Á að gefa Marx annað tæki- færi?, Hinsegin tónlistarfræði og Evrópskir nornagaldrar eru allt nöfn á kúrsum sem finna má á námsskrám háskóla víðs vegar um Bandaríkin. Enn forvitnilegri eru þó námskeið eins og Listin að ganga og Star Trek og heimspekin sem einnig er þar að finna. Listin að ganga nefnist nám- skeið sem Ken Keffer, prófess- or við Center College í Danville, hleypti af stokkunum og nýtur töluverðra vinsælda meðal há- skólastúdenta. Á námskeið- inu einbeitir Keffer sér að því að kanna hvernig ganga hætti nán- ast alveg að vera viðurkennd leið til að komast ferða sinna með til- komu bílsins og annarra hrað- virkari farartækja. Til að bæta úr þeirri vöntun kennir hann göngu sem miðast við að sýna fram á tengsl göngu við listaverk og fegurð náttúrunnar. Heimspeki og Star Trek er nám- skeið sem kennt er við háskólann í Georgetown og þar keppast menn við að bera saman þekktar heim- spekikenningar fortíðarinnar og hvernig þær speglast í þemum Star Trek-þáttanna með sérstakri áherslu á tímaflakk og ýmis önnur fyrirbæri sem enginn veit hvort eiga sér stoð í raunveruleikanum eða ekki. Á einu námskeiðanna í Kvennafræðideild háskólans í Wisconsin eru sápuóperur við- fangsefnið með sérstakri áherslu á að skoða hvernig þær móta þá sem á þær horfa og breyta bæði fjölskyldu- og félagslífi þeirra. Svona mætti lengi telja og ætti því að vera óhætt að fullyrða að nánast hvert einasta mannsbarn ætti að geta fundið eitthvað sem vekur áhuga þess í námsskrám háskólanna. Heimspeki Star Trek og Listin að ganga Á námsskrám bandarískra háskóla kennir ýmissa undarlegra grasa og virðast lítil takmörk fyrir hugkvæmni skólanna í baráttunni um athygli og umsóknir nemenda. Dr. Spock í Star Trek var víst mikill heimspekingur samkvæmt námskeiði sem kennt er við háskólann í Georgetown. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Á námskeiðinu Lífsviðhorf – Lífsstíll – Lífsgæði (Wellbeing) í Opna háskólanum í HR fá þátttakendur færi á að víkka sjóndeildarhringinn og setja sér markmið. Þeir læra líka að njóta augnabliksins og efla persónu- legan árangur með því að taka eftir hvaða þættir gefa lífinu gildi. Námskeiðið fer af stað í fjórða sinn 7. mars. Salóme Guðmundsdóttir forstöðumaður rekur vinsældir námsins til þess að þátttakendur fái að taka frá þrjár klukkustundir vikulega til að líta inn á við, fá innblástur og styrkja sig. „Við gefum okkur yfirleitt ekki tíma til þess í dagsins amstri. Þetta snýst um að finna gullna meðalveginn og samræma þá þætti sem togast á í lífi okkar daglega: fjölskyldan, vinnan, vinirnir, tómstundir o.fl. Svo eiga leiðbeinendurnir stóran þátt í vinsældunum en við höfum fengið til liðs við okkur sérfræðinga með víðtæka reynslu og þekkingu á hverju sviði. Rjómann af námskeiðinu tel ég vera að í lokin erum við hvött til að hugleiða hvernig við getum haft áhrif og látið gott af okkur leiða.“ Sjá www.opnihaskolinn.is. LÍFSVIÐHORF  LÍFSSTÍLL  LÍFSGÆÐI Aukin þekking - fjárfesting til framtíðar Háskóli Íslands býður upp á úrval námskeiða í viðskiptafræði með vinnu. Nánari upplýsingar á www.bsv.hi.is Námskeið kennd í febrúar - mars - Inngangur að fjárhagsbókhaldi - Rekstrarhagfræði II - Fjármál II - Ársreikningagerð A - Markaðsáætlanagerð - Verkefnastjórnun Námskeið kennd í mars - maí - Markaðsfærsla þjónustu - Fjármál I - Tölfræði B - Fjármálamarkaðir - Stefnumótun fyrirtækja MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI Alþjóðaviðskipti OBTM Organisational Behaviour and Talent Management Fjármál fyrirtækja Fjárfestingarstjórnun Reikningshald og endurskoðun Stjórnunarreikningsskil og viðskiptafærni MBA Kynntu þér námið á www.ru.is/vd/framhaldsnam
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.