Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 27
KYNNING − AUGLÝSING Háskólar27. JANÚAR 2012 FÖSTUDAGUR 5 Háskóli Íslands er elsti háskóli lands-ins, og fagnaði aldarafmæli sínu í fyrra. Héðan hafa brautskráðst um 40 þúsund nemendur, sérfræðingar og stjórnendur, sem hafa tekið virkan þátt á öllum sviðum íslensks samfélags,“ segir Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri mark- aðs- og samskipta- sviðs Háskóla Ís- lands. „Þegar þú hefur nám við Háskóla Í s l a nd s v er ð u r þú ekki einungis nemandi í nýjum skóla, þú verð- ur hluti af f jöl- breyttu, alþjóðlegu og lifandi samfé- lagi. Í háskólanum er öf lugt félagslíf þar sem allir geta f undið eit t hvað við sitt hæfi. Leik- hús, kórastarf og dans er meðal þess sem boðið er upp á ásamt störfum fyrir nemendafélög og Stúd- entaráð,“ segir Jón Örn. Jón Örn segir að við Háskóla Íslands starfi stór hópur vel menntaðra og þjálfaðra kenn- ara sem margir hafi stundað bæði nám og rannsóknir við virta erlenda háskóla. „Al- þjóðleg tengsl kennara eru því mikil og sterk og margir þeirra eru í fremstu röð í sínum fræðum í alþjóðlegu vísindasamfélagi.“ Fjölbreyttir námsmöguleikar í HÍ Háskóli Íslands býður upp á gríðarlega fjölbreytt nám. Við skólann eru fimm fræðasvið, 25 deildir og námsleiðirnar skipta hundruðum. Háskóli Íslands er eini háskólinn í landinu sem býður upp á nám á öllum fræðasviðum og á öllum námsstigum. Hann hefur útskrifað um 40 þúsund nema. HÓPURINN ER FRÁBÆR OG SAMHELDINN Helga Kristín Ólafsdóttir, BS-nemi í stærðfræði Hvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið? „Ég hafði áhuga á stærðfræði og hún er ekki kennd í öðrum háskólum hér á landi.“ Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum? „Hópurinn sem ég er að læra með. Hann er frábær og samheldinn.“ Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi? „Hann er mjög mikilvægur upp á hvatningu fyrir fólk til þess að sækjast eftir meiri menntun og það skiptir máli að fólk geti valið úr ólíkum leiðum til að mennta sig.“ HÁSKÓLINN VARÐVEITIR MENNINGU LANDSINS Kristján Gauti Karlsson, BA-nemi í íslensku og fjölmiðlafræði Hvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið? „Ég hef áhuga á íslensku og langaði að prófa að taka fjölmiðlafræði með henni. Háskóli Íslands bauð upp á hvort tveggja.“ Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum? „Það er mikill munur að koma úr framhaldsskóla yfir í háskóla í fag þar sem allir sem eru í tíma með þér eru þar af því að þeir hafa áhuga á viðkomandi fagi. Þeir eru hér til þess að læra og kennarar hafa yfirleitt mjög gaman af því sem þeir eru að miðla. Það er líka gaman að djamma með háskólanemum.“ Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi? „Það er meðal annars að varðveita menningu landsins og svo þarf að mennta fólk sem vill mennta sig. Skólinn á að kenna þeim sem vilja læra. “ SKIPULAG NÁMSINS ER MJÖG FÍNT Bergþóra Smáradóttir, BS-nemi í umhverfis- og byggingar- verkfræði Hvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið? „Frænka mín mælti með verkfræðinámi og mér fannst þetta áhuga- verðasta grein verkfræðinnar. Ég valdi Háskóla Íslands vegna þess að mér fannst það hagstæðara.“ Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum? „Það sem tengist mannvirkjum finnst mér mjög spennandi . Skipulag námsins er mjög fínt og hentar mér mjög vel.“ Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi? „Mér finnst mikilvægt að háskólinn tengir það sem við erum að læra við það sem gerist í samfé- laginu, t.d. góða og slæma hönnun. Fræðin eru því tengd við framkvæmdina á hagnýtan hátt.“ HÍ GEGNIR MIKILVÆGU HLUTVERKI VIÐ MENNTUN ÞJÓÐARINNAR Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, BA-nemi í félagsráðgjöf Hvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið? „Ég hafði skoðað og prófað mig áfram með hvað mér líkaði og mér líkaði best við félagsráðgjöf.“ Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum? „Fyrirkomulag námsins hentar mér vel. Ég hafði kynnst sams konar fyrirkomulagi í menntaskóla og er mjög sátt við það.“ Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi? „Hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna við menntun þjóðarinnar. Svo er ákveðin háskólamenning sem er gaman og gott að kynnast.“ Á MENNTAVÍSINDASVIÐI ÞEKKJAST ALLIR MEÐ NAFNI Hjalti Enok Pálsson, BA-nemi í tómstunda- og félagsmálafræði Hvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið? „Ég var í félagsfræði og fannst það svolítið þurrt og ákvað að finna eitthvað líflegra með henni og valdi tómstunda- og félagsmálafræði. Reynslan af henni hefur verið mjög góð. Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum? „Hér á menntavísindasviði þekkjast allir með nafni og kennarar þekkja nemendur sína og það er mjög heimilisleg stemning.“ Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi? „Hann skiptir máli til þess að byggja upp almennilegt fólk. Hann stuðlar líka að þekkingarleit og því að fólk fái að mennta sig.“ HÁSKÓLINN FÆRIR SAMFÉLAGINU ÞEKKINGU Hróðmar Jónsson, MS-nemi í lyfjafræði Hvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið? „Ég valdi Háskóla Íslands vegna þess að lyfjafræðin var ekki í boði annars staðar. Ég valdi lyfjafræði því mér fannst hún spennandi því hún sameinar líffræði og efnafræði.“ Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum? „Reynsla mín af háskólanum hefur verið góð. Það er skemmtilegt hvað lyfjafræðideildin er lítil þannig að maður kynnist bæði kennurum og nemendum vel. Reynslan er það góð að ég ákvað að vera áfram í Há- skóla Íslands í meistaranámi.“ Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi? „Hann færir samfélaginu rannsóknir og þekkingu. Eins má benda á að ef álitamál koma upp í samfélaginu þá ætti að vera hægt að leita til háskólans sem óháðs aðila.“ SPURT OG SVARAÐ „Þegar þú hefur nám við Háskóla Íslands verður þú ekki einungis nemandi í nýjum skóla, þú verður hluti af fjölbreyttu, alþjóðlegu og lifandi samfélagi,” segir Jón Örn. Jón Örn Guðbjartsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.