Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 28

Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 28
KYNNING − AUGLÝSING FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 ** * * * * * * * * * * * ** Smæðin heillaði „Ég kem frá Keflavík og stunda nám í sál- fræði við Háskólann á Akureyri. Námið varð fyrir valinu vegna þess að umhverfið, aðstað- an og smæðin heill- uðu mig upp úr skón- um. Öll námskeið í sálfræðinni eru tekin upp fyrir fjarnema og við í staðnámi fáum að njóta góðs af því. Það er frábært að geta leit- að í upptökurnar þegar maður hefur misst úr tíma eða til að rifja upp námsefnið fyrir próf. Félagslífið gæti ekki vera betra, það er allt- af eitthvað um að vera sem gerir það að verkum að maður kynnist fullt af frábæru fólki. Ég mæli hiklaust með námi við Háskólann á Akureyri.“ Raddir nemenda Justyna Wróblewska, nemandi í sálfræði. Dagatali með myndum úr háskólanum hefur verið dreift inn á öll heim- ili á Akureyrarsvæðinu og einn- ig hefur verið hleypt af stokkun- um ljósmyndasamkeppni undir yfirskriftinni: Líf og störf fólks í Háskólanum á Akureyri. Opnað- ur hefur verið sérstakur vefur á heimasíðu skólans, unak.is, þar sem hægt er að fylgjast með öllu því sem tengist afmælisárinu,” lýsir Dagmar Ýr og getur þess einnig að gefið verði út afmælis- rit þar sem 25 ára sögu háskólans verði gerð skil. Innritun í Háskólann á Ak- ureyri hefst með vorinu en umsóknar fresturinn er til 5. júní. „Sérstaða skólans er fyrst og fremst sú að boðið er upp á fjöl- breytt nám í þægilegu námsum- hverfi því tengslin sem mynd- ast, bæði milli nemenda og kenn- ara og einnig innan bekkja, eru persónulegri en gengur og gerist í stærri skólum,“ segir Dagmar. „Eitt af mikilvægustu hlutverk- um Háskólans á Akureyri er að bjóða upp á ákveðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Það er mjög mikilvægt að fólk geti stundað há- skólanám á fleiri en einum stað á landinu og ekki þurfi allir að flytja til Reykjavíkur, og eins að fólk á höfuð borgarsvæðinu hafi mögu- leika á að læra annars staðar. Yfir tuttugu prósent nemenda okkar koma frá höfuðborgarsvæðinu enda þykir mörgum spennandi að prófa eitthvað nýtt án þess að flytja úr landi. Stærsti hluti nem- enda kemur þó af landsbyggð- inni og heldur áfram að búa þar og starfa að námi loknu.“ Dagmar segir v insælustu námsleiðirnar í Háskólanum á Akureyri vera viðskiptafræði, lögfræði, sálfræði, hjúkrunar- fræði og kennaranám. Þá hefur háskólinn einnig talsverða sér- stöðu bæði á sviði rannsókna og hvað námsframboð varðar. Þar má nefna nám í iðjuþjálfun og í félagsvísindadeild er boðið upp á nám í nútímafræði, félagsvísind- um og fjölmiðlafræði til BA-gráðu, sem ekki er í öðrum skólum. Þá er boðið upp á nám í sjávarútvegs- fræði, náttúru- og auðlindafræði og líftækni í auðlindadeild. „Nemendur hafa þann valkost að stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri óháð búsetu,“ upplýsir Dagmar Ýr. „Við höfum verið leið- andi í að koma slíku námi á fót hér á landi og í dag nær sú kennsla til yfir tuttugu staða á landinu. Námið fer mestmegnis fram í gegnum fjarfundabúnað og netið í samstarfi við fræðslu setur og símenntunarmiðstöðvar en fjar- nemar mæta líka í staðbundnar lotur hér á Akureyri einu sinni til tvisvar á hverri önn.“ Skóli á tímamótum Í ár verður 25 ára starfsafmæli Háskólans á Akureyri fagnað með margvíslegum hætti. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs, greinir frá. Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu bæði á sviði rannsókna og námsframboðs, fyrir utan einstakt umhverfi í höfuðstað Norðurlands. Dagmar Ýr er forstöðumaður markaðs-og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri Leifur Guðni Grétarsson, nemandi í líftækni. Framúrskarandi aðstaða „Námsframboð við Háskólann á Akur- eyri varð til þess að ég flutti norður. Ég hafði alla tíð búið á Akra- nesi og fannst því spennandi að kanna nýjar slóðir. Líftækni er krefjandi og áhuga- vert nám sem kemur inn á hin ýmsu svið og veitir yfirgripsmikla þekkingu sem kemur til með að nýtast í frek- ara námi. Framúrskarandi aðstaða og afar hæfir kennarar, sem leggja metnað sinn í að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa, gera Háskól- ann á Akureyri að þeirri menntastofnun sem hann er í dag.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.