Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 28
KYNNING − AUGLÝSING FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 ** * * * * * * * * * * * ** Smæðin heillaði „Ég kem frá Keflavík og stunda nám í sál- fræði við Háskólann á Akureyri. Námið varð fyrir valinu vegna þess að umhverfið, aðstað- an og smæðin heill- uðu mig upp úr skón- um. Öll námskeið í sálfræðinni eru tekin upp fyrir fjarnema og við í staðnámi fáum að njóta góðs af því. Það er frábært að geta leit- að í upptökurnar þegar maður hefur misst úr tíma eða til að rifja upp námsefnið fyrir próf. Félagslífið gæti ekki vera betra, það er allt- af eitthvað um að vera sem gerir það að verkum að maður kynnist fullt af frábæru fólki. Ég mæli hiklaust með námi við Háskólann á Akureyri.“ Raddir nemenda Justyna Wróblewska, nemandi í sálfræði. Dagatali með myndum úr háskólanum hefur verið dreift inn á öll heim- ili á Akureyrarsvæðinu og einn- ig hefur verið hleypt af stokkun- um ljósmyndasamkeppni undir yfirskriftinni: Líf og störf fólks í Háskólanum á Akureyri. Opnað- ur hefur verið sérstakur vefur á heimasíðu skólans, unak.is, þar sem hægt er að fylgjast með öllu því sem tengist afmælisárinu,” lýsir Dagmar Ýr og getur þess einnig að gefið verði út afmælis- rit þar sem 25 ára sögu háskólans verði gerð skil. Innritun í Háskólann á Ak- ureyri hefst með vorinu en umsóknar fresturinn er til 5. júní. „Sérstaða skólans er fyrst og fremst sú að boðið er upp á fjöl- breytt nám í þægilegu námsum- hverfi því tengslin sem mynd- ast, bæði milli nemenda og kenn- ara og einnig innan bekkja, eru persónulegri en gengur og gerist í stærri skólum,“ segir Dagmar. „Eitt af mikilvægustu hlutverk- um Háskólans á Akureyri er að bjóða upp á ákveðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Það er mjög mikilvægt að fólk geti stundað há- skólanám á fleiri en einum stað á landinu og ekki þurfi allir að flytja til Reykjavíkur, og eins að fólk á höfuð borgarsvæðinu hafi mögu- leika á að læra annars staðar. Yfir tuttugu prósent nemenda okkar koma frá höfuðborgarsvæðinu enda þykir mörgum spennandi að prófa eitthvað nýtt án þess að flytja úr landi. Stærsti hluti nem- enda kemur þó af landsbyggð- inni og heldur áfram að búa þar og starfa að námi loknu.“ Dagmar segir v insælustu námsleiðirnar í Háskólanum á Akureyri vera viðskiptafræði, lögfræði, sálfræði, hjúkrunar- fræði og kennaranám. Þá hefur háskólinn einnig talsverða sér- stöðu bæði á sviði rannsókna og hvað námsframboð varðar. Þar má nefna nám í iðjuþjálfun og í félagsvísindadeild er boðið upp á nám í nútímafræði, félagsvísind- um og fjölmiðlafræði til BA-gráðu, sem ekki er í öðrum skólum. Þá er boðið upp á nám í sjávarútvegs- fræði, náttúru- og auðlindafræði og líftækni í auðlindadeild. „Nemendur hafa þann valkost að stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri óháð búsetu,“ upplýsir Dagmar Ýr. „Við höfum verið leið- andi í að koma slíku námi á fót hér á landi og í dag nær sú kennsla til yfir tuttugu staða á landinu. Námið fer mestmegnis fram í gegnum fjarfundabúnað og netið í samstarfi við fræðslu setur og símenntunarmiðstöðvar en fjar- nemar mæta líka í staðbundnar lotur hér á Akureyri einu sinni til tvisvar á hverri önn.“ Skóli á tímamótum Í ár verður 25 ára starfsafmæli Háskólans á Akureyri fagnað með margvíslegum hætti. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs, greinir frá. Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu bæði á sviði rannsókna og námsframboðs, fyrir utan einstakt umhverfi í höfuðstað Norðurlands. Dagmar Ýr er forstöðumaður markaðs-og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri Leifur Guðni Grétarsson, nemandi í líftækni. Framúrskarandi aðstaða „Námsframboð við Háskólann á Akur- eyri varð til þess að ég flutti norður. Ég hafði alla tíð búið á Akra- nesi og fannst því spennandi að kanna nýjar slóðir. Líftækni er krefjandi og áhuga- vert nám sem kemur inn á hin ýmsu svið og veitir yfirgripsmikla þekkingu sem kemur til með að nýtast í frek- ara námi. Framúrskarandi aðstaða og afar hæfir kennarar, sem leggja metnað sinn í að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa, gera Háskól- ann á Akureyri að þeirri menntastofnun sem hann er í dag.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.