Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 27.01.2012, Síða 42
14 • LÍFIÐ 27. JANÚAR 2012 Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Draumurinn var að verða arkitekt og hanna stór- ar byggingar. Ég er alltaf jafn heill- uð af arkitektúr og elska að skoða byggingar og kynna mér fjölbreytt- an stíl víðs vegar um heiminn. Hvernig lá leið þín í skartgripina? Allt frá barnæsku hef ég verið mjög listræn; teiknað, málað og leirað. Ég hafði reyndar sístan áhuga á skartgripagerð en þar af leiðandi skoraði ég á sjálfa mig að kynna mér gullsmíði betur eftir að hafa farið á kvöldnámskeið í skartgripa- gerð á mínum yngri árum. Leiðin lá því í gullsmíðanám til Svíþjóðar og þá varð ekki aftur snúið – þetta var mín framtíð. Nú hefur svo draum- urinn sem vaknaði á námsárunum, um að vera með mitt eigið fyrirtæki undir mínu nafni orðið að veruleika, fyrirtækið er mér sem barnið mitt sem ég nýt að fylgjast með vaxa og dafna á hverjum degi. Hvað veitir þér innblástur þegar þú ert að hanna? Ég fæ minn helsta innblástur úr umhverfinu og náttúrunni en hvort tveggja spilar mjög stórt hlutverk í minni hönn- un. Einnig hafa fallegar byggingar og hin ýmsu form sem verða á vegi mínum áhrif á mig. Svo skiptir það mig miklu máli að fylgja tískunni í hönnun skartgripa. Hvaða hráefni notarðu? Aðalhrá- efnið sem ég nota er sterling silfur 925, með hvítagullshúð og zirkon- steinum. Einnig er ég alveg heill- uð af resin sem ég nota i Isola Coll- ection með Swarowski-steinum. Nú er það leðrið sem er mín áskor- un og er það ferlega skemmtilegt hráefni. Lendirðu aldrei í hugmyndaskorti? Nei, ekki enn sem komið er og ég vona að ég lendi ekki í því. Ég er full af hugmyndum sem ég næ ekki að koma i verk vegna anna. Hvar fást skartgripirnir þínir? Skartgripirnir eru seldir í um fjög- ur hundruð verslunum víðs vegar í Skandinavíu, á netinu og hjá hinum ýmsu flugfélögum sem og skemmtiferðaskipum og nú á næstu dögum bætast við nokkrar verslanir í Póllandi. Næsti markað- ur sem við erum að einbeita okkur að er svo Þýskaland, sem er bæði stór og spennandi markaður. Hannar þú sérstaklega fyrir Ísland? Já, ég geri það. Ísland e r m jög sérstakt í mínum huga, þar af leiðandi höfum við gert sér- stakar skartgripalínur eingöngu fyrir Ísland, svo hef ég tekið mest seldu skartgripina þar og sett þá í sölu á hinum mörkuðunum. Ís- land er í mínum huga oft prufa – ef íslenskar konur falla fyrir skart- inu, gengur þetta yfirleitt mjög vel i hinum löndunum. SJJ gerir línur fyrir Blue lagoon, Flóra Island og skartgripaverslanir Leonard. Er gott að búa í Danmörku? Dan- mörk er eins og önnur lönd, og hefur sína kosti og galla. Mér líður voða vel hér í Kaupmanna- höfn. Þetta er stór en samt mjög lítil borg. Mér leið strax eins og ég hefði alltaf átt heima hér. Ég er orðin frekar dönsk á mörgum sviðum, enda búin að hafa aðset- ur hér í næstum tólf ár og svo er ég í sambúð með Dana. En það er allt- af stutt í Íslendinginn í mér. Hvernig gengur að vinna með Dönum? Mér finnst mjög gott að vinna með Dönum. Þeir eru mjög nákvæm- ir í starfi og ég he f mjög gaman af þeim. Ég hef þó frá byrjun haft íslenska stúlku mér við hægri hönd, sem er alveg ómetan- legt. Saknarðu Íslands? Ísland er sérstakt land og það er ekki annað hægt en að sakna þess. Náttúran er svo stórbrotin, fjöllin svo fal- leg og orkan sem maður fær við að koma til Íslands er með eindæm- um. Svo er það auðvitað fjölskyld- an og vinirnir sem ég sé allt of lítið af vegna anna. Hvað er fram undan? Það er mjög margt spennnandi fram undan hjá SJJ, kynningar á nýjum skartgripa- línum fyrir vor/sumar 2012 og mörg ferðalög. Á næstu vikum er til dæmis á dagskrá að heim- sækja Noreg, Pólland, Þýskaland og Ítalíu. Það er a ldre i logn- mo l l a hé r hjá okkur og enginn dagur eins. SIF JAKOBSDÓTTIR ALDUR: 35 HJÚSKAPARSTAÐA: Sambúð með Søren Dahl. BÖRN: Engin MENNTUN: Gullsmiður/hönnuður. HANNAR SÉRSTAKLEGA FYRIR ÍSLENSKAR KONUR Sif Jakobsdóttir, gullsmiður og hönnuður hefur átt mikilli velgengi að fagna hér- lendis sem erlendis en skartgripir hennar fást á um fjögur hundruð sölustöðum í Skandínavíu. Hún herjar nú á Evrópumarkað og viðurkennir að íslenskar konur leggi línurnar með smekkvísi sinni. Ísland er í mínum huga oft prufa – ef íslensk- ar konur falla fyrir skartinu, gengur þetta yfirleitt mjög vel í hinum löndunum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.