Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 46

Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 46
KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 20128 Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykja-vík býður upp á tveggja ára (120 ECTS-eininga) framhaldsnám til MSc-gráðu í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði. Her- wig Lejsek var í hópi þeirra sem skráðu sig í meistaranámið við skólann þegar það bauðst í fyrsta sinn 2003 og útskrifaðist tveimur árum síðar. Hann segist hafa góða reynslu af því. „Ég kom hingað sem skiptinemi frá háskól- anum í Vín í Austurríki eftir að hafa velt vand- lega fyrir mér framhaldsnámi í öðru landi. Háskólinn í Reykjavík á Íslandi var einn fárra samstarfsháskóla hans ásamt því að kenna á ensku en góð kynni mín af íslenskum skipti- nemum í Vín urðu þó til þess að hann varð loks fyrir valinu,“ rifjar Herwig upp og segir það hafa verið mikil viðbrigði fyrir sig að hefja nám við íslenskan háskóla. „HR var mjög lítill í samanburði við háskólann í Vínarborg. Áður hafði ég setið námskeið með allt að 2.000 nem- endum en í HR voru þeir í mesta lagi 30 talsins og þar af leiðandi fékk ég miklu meiri athygli sem var auðvitað alveg frábært.“ Fleira var ólíkt að mati Herwigs en mestu munaði þó um námið sem kom honum skemmtilega á óvart. „Í Austurríki var meiri áhersla lögð á stærðfræði og eftir á að hyggja má segja að þar hafi ég lagt stund á tölvun- arverkfræði. Við HR fékk ég að forrita miklu meira og stunda rannsóknarvinnu sem ekki er öllum aðgengileg innan þess valdapíramída sem þrífst úti. Námið hér var því hagnýtara.“ Herwig bætir við að meistaranám í tölvun- arfræði og hugbúnaðarverkfræði við HR hafi auk þess verið góður grundvöllur fyrir frum- kvöðlastarf. Námið feli í sér tækifæri til að fá nýjar hugmyndir og þróa yfir í hátæknilausnir sem veiti forskot á alþjóðlegum vettvangi. Það þekkir hann af eigin raun. „Þegar ég var í meistaranáminu þróuðum við Friðrik Heiðar Ásmundsson, samnem- andi minn, sjálfvirka leitarvél sem getur borið kennsl á mynd- og vídeóefni á tölvum og að- stoðað við að uppræta ólöglegt efni. Þannig varð til hugmynd sem var loks lögð til grund- vallar fyrirtæki sem við stofnuðum ásamt fleirum undir merkjum Videntifier Technolo- gies í lok 2007. Síðan þá höfum við átt í sam- starfi við fjölda aðila, íslenska og erlenda og þar á meðal lögregluna sem hefur nýtt útgáfu af hugbúnaðinum til að finna ólögmætt efni í tölvum sem hald hefur verið lagt á,“ segir Her- wig um námið sem lagði þannig grunn að hag- nýtri vöru og skapaði þeim félögum einstakt atvinnutækifæri með alþjóðleg tengsl. Þannig að námið hefur nýst þér og ykkur vel? „Klárlega, það opnar ýmsar dyr,“ segir Herwig, sem hefur nú hafið doktorsnám við HR. Námið veitir forskot á alþjóðlegum vettvangi Meistaranám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við HR opnar nemendum ýmsar dyr, að mati Herwigs Lejsek. Hann er á meðal þeirra fyrstu sem útskrifuðust úr náminu og segir það hafa komið að góðum notum í atvinnulífinu. Ársæll Þór Jóhannsson, Herwig Lejsek og Friðrik Heiðar Ásmundsson, hjá Videntifier Technologies, en þeir hafa allir þrír lokið meistaranámi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. MYND/STEFÁN EYKUR SAMKEPPNIS HÆFNI Yngvi Björnsson er dósent í tölvunarfræði og forstöðumaður Gervigreindarsetursins við Há- skólann í Reykjavík. Hann segir meistaragráðu í tölvunarfræði vera nemendum til framdráttar. „Tölvunarfræði er alþjóðlegt nám sem nýtist fólki í atvinnuleit um allan heim. Er- lendis er hefð fyrir að fólk bæti við meistaranáminu og þess vegna ætti fólk að íhuga þennan kost til að vera samkeppnishæfara. Hérlendis hefur hins vegar verið algengara að fólk fresti meistara- námi vegna mikillar eftirspurnar eftir tölvunarfræðingum með grunnmenntun. Með hliðsjón af umbrotum sem eru að eiga sér stað í frumkvöðla- og sprota- málum um þessar mundir skiptir hins vegar máli að vera tæknilega frambærilegur og það geta menn orðið með meistaragráðu að vopni.“ Þá segir Yngvi hugbúnað- arverkfræði auka færni nemenda í gerð stórra og áreiðanlegra hugbúnaðarkerfa. „Það á bæði við um verkefnastjórnun og hvernig maður villuleitar búnað, með það fyrir augum að búa til öruggari tölvukerfi. Það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að læra aðeins betur. Öll fyrirtæki, stór og smá, hefðu gagn af því að starfs- menn þeirra væru betur lærðir í þessum fræðum.“ Yngvi Björnsson. „EF ÞÚ VILT SJÁ HEIMINN BREYTAST, VERÐUR ÞÚ AÐ VERA FYRIRMYND BREYTINGANNA.“ Mahatma Gandhi OPNUM FYRIR UMSÓKNIR 15. FEBRÚAR ORGANISATIONAL BEHAVIOUR AND TALENT MANAGEMENT Námið er 90 ECTS einingar Hægt er að bæta við 30 ECTS eininga rannsóknarverkefni og ljúka þar með MSc gráðu Hentar þeim sem vilja stunda nám með vinnu Kennsla fer fram á ensku Kynntu þér námið á www.en.ru.is/obtm MSC Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM Námið er 120 ECTS einingar og lýkur með MSc gráðu Kennararnir eru þekktir á sínum fræðasviðum og virtir á alþjóðlegum vettvangi Nemendum gefst kostur á skiptinámi við háskóla víða um heim Kennsla fer fram á ensku Kynntu þér námið á www.en.ru.is/ib

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.