Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 54

Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 54
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR22 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Merkisatburðir 98 Trajanus verður keisari Rómar við lát Nerva. 1606 Réttarhöld yfir samsærismönnum í Púðursamsærinu á Englandi hefjast. 1880 Thomas Alva Edison sækir um einkaleyfi fyrir raflampa. 1888 National Geographic Society stofnað í Washington-borg. 1891 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur stofnað. 1907 Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnar Kvenréttindafélag Íslands. 1940 Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum vígður við útför Einars Benediktssonar skálds. „Við reynum að hafa úrvalið sem fjöl- breyttast og velja myndir á breið- um skala sem höfða til sem flestra áhorfenda,“ segir Karl Codard, fram- kvæmdastjóri Alliance Française í Reykjavík sem í samvinnu við Sendi- ráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið stendur fyrir franskri kvik- myndahátíð sem hefst í dag. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn og stendur til 9. febrúar í Háskólabíói. Síðan verð- ur haldið norður í land og myndirnar sýndar í Borgarbíói á Akureyri dagana 17. til 20. febrúar. Í ár verða tíu myndir sýndar á hátíð- inni, átta frá Frakklandi, ein frá Kan- ada og ein frá Tsjad í Afríku. „Það sem er sérstakt við hátíðina í ár er að við leggjum áherslu á myndir sem konur leikstýra,“ segir Karl. „Fjórar af þessum tíu myndum eru í leikstjórn kvenna. Ástæðan er sú að við gerðum okkur grein fyrir því að konur hafa blásið nýju lífi í franska kvikmynda- gerð á undanförnum árum. Hlutfall- ið milli karl- og kvenleikstjóra er ekki enn þá orðið jafnt, en hlutur kvenna á þessari hátíð er þó mun stærri en áður hefur verið.“ Frönsk kvikmyndahátíð hefur fest sig í sessi sem einn stærsti kvik- myndaviðburður ársins á Íslandi og árlega sækja um 10.000 manns hátíð- ina. Í ár má búast við að kvikmyndin Listamaðurinn eftir Michel Hazana- vicius veki mesta athygli, en hún hefur óvænt slegið hressilega í gegn og er tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta mynd ársins 2011. Önnur mynd sem vakið hefur mikla athygli er Stríðsyfirlýsing í leikstjórn Valérie Donzelli sem öllum að óvör- um sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor og var valin besta mynd ársins 2011 í Frakklandi. Allar nánari upplýsingar um aðrar myndir á hátíðinni og sýningartíma þeirra má sjá á heimasíðu Alliance Française, www.af.is og á midi.is. Þetta er þriðja árið sem hátíðin verður einnig haldin á Akureyri og segir Karl það lengi hafa verið á óska- listanum að sinna landsbyggðinni betur. „Það er mikilvægt að einangra ekki starfsemina við Reykjavík,“ segir hann. „Við reynum að ná til sem flestra landsmanna og samstarfið við Borgar- bíó á Akureyri er einn liðurinn í því.“ fridrikab@frettabladid.is FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ HEFST Í DAG: TÓLFTA ÁRIÐ Í RÖÐ ÁHERSLA Á MYNDIR SEM LEIKSTÝRT ER AF KONUM TIL Í SLAGINN Karl Codard framkvæmdastjóri og Rannveig Sigurgeirsdóttir, starfsmaður Alliance française, bera hitann og þungann af vali mynda á frönsku kvikmyndahátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þennan dag árið 1984 hlaut tónlistarmaðurinn Michael Jackson, sem margir hafa kallað konung poppsins, 2. gráðu brunasár á höfði við upptökur á sjónvarpsauglýsingu fyrir gosdrykkinn Pepsi Cola. Jackson og nokkur af systkinum hans héldu plat-tónleika frammi fyrir fullu húsi af fólki í tónleikahöllinni Shrine Auditorium í Los Angeles fyrir auglýsinguna. Starfsmenn sem sáu um flug- eldasýningu gerðu mistök með þeim afleiðingum að það kviknaði í hári popparans, sem þurfti að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á höfði. Stuttu síðar gekkst Jackson undir þriðju lýtaaðgerð sína á nefi. Málið var útkljáð utan dómstóla og borgaði Pepsi tónlistarmanninum andvirði um 185 milljóna króna, sem runnu til Brotman-læknamiðstöðvar- innar í Kaliforníuríki. Í miðstöðinni er nú starfrækt sérstök brunadeild sem kennd er við Jackson. ÞETTA GERÐIST: 27. JANÚAR 1984 Michael Jackson slasast á höfði WOLFGANG AMADEUS MOZART, tónskáld, fæddist þennan dag árið 1756. „Ég kæri mig kollóttan um hrós fólks og svívirðingar. Ég fylgi einfaldlega tilfinningum mínum.“ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Erlingur Aðalsteinsson Þórunnarstræti 93, varð bráðkvaddur 23. janúar sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. janúar kl. 13.30. Lára María Ellingsen Óttar Gautur Erlingsson Margrét Helgadóttir Rakel María og Elisabeth Eiríka Óttarsdætur Ólöf Hörn Erlingsdóttir Sigurður Hólm Sæmundsson Tumi Snær, Katla Snædís og Auður Gná Sigurðarbörn Margrét Aðalsteinsdóttir Gylfi Aðalsteinsson Nanna K. Christiansen Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, Georges Rolland andaðist í Fellering, Frakklandi, þann 17. janúar sl. Hans verður minnst í messunni í kvöld kl. 18.00 í dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Solange Rolland – Théry Séra Jakob Rolland Gabriel Rolland Gladys Ramos Jacome Christophe Rolland Valérie Diémé Dominique Diémé Veronica Correa Jacques Diémé Erik Diémé Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurgísla Sigurðssonar húsgagna- og innanhússarkitekt, Gullsmára 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heimahjúkrunar Kópavogs fyrir góða umhyggju. Guðmundur Vikar Einarsson Guðrún Garðars Hjördís Sigurgísladóttir Dennis Davíð Jóhannesson Hilmar Sigurgíslason Ásgerður Atladóttir Sjöfn Sigurgísladóttir Stefán Jökull Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar A Band on Stage árið 2012 verða á Café Rosenberg í kvöld klukkan 22. Bandið lætur þó ekki þar við sitja heldur endur- tekur leikinn á sama stað annað kvöld á sama tíma. A Band on Stage er skipuð þeim Söru Blandon söngkonu, Lofti S. Loftssyni sem leikur á kontrabassa, Ármanni Guðmunds- syni gítar- og banjóleikara og Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur sem gerir sér lítið fyrir og leikur á fiðlu, harmóniku og gítar auk þess að syngja. Á tónleikunum verða flutt lög úr ýmsum áttum og einnig mun hljómsveitin flytja frumsamið efni. Rétt er að taka fram að aðgangseyrir er 1.000 krónur og enginn posi verður í miða- sölunni. A Band on Stage á Café Rosenberg tvö kvöld í röð Á SVIÐ Hljómsveitin A Band on Stage heldur tvenna tónleika um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.