Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 27.01.2012, Qupperneq 58
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR26 26 menning@frettabladid.is Myrkir músíkdagar hófu göngu sína í gær. Hátíðin er umfangs- meiri í ár en nokkru sinni fyrr að sögn Péturs Jónassonar, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar. Helg- ast það einkum af því að nú eru allir tónleikarnir í Hörpu sem auð- veldar það að hafa dagskrána þétt- skipaða. „Í fyrra þurftum við alltaf að pakka öllu niður og fara svo á næsta stað, sú er ekki raunin núna.“ Myrkir músíkdagar hafa fyrir löngu unnið sér sess sem einn helsti vettvangur samtímatónlist- ar á Íslandi og nú sem endranær verða mörg verk frumflutt. Fern- ir tónleikar voru haldnir í gær og í dag verður dagskráin þéttskipuð. Sex tónleikar verða haldnir en dagskrá dagsins hefst á tónsmið- stofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hið þekkta danska tónskáld Hans Abrahamsen leiðbeinir þrem- ur ungum íslenskum tónskáldum Guðmundi Steini Gunnarssyni, Gunnari Karel Mássyni og Krist- jáni Guðjónssyni í verkum þeirra sem valin voru sérstaklega í tilefni vinnustofunnar. Ilan Volkov hljóm- sveitarstjóri verður með hljóm- sveitina alla til taks og búast má því við afar áhugaverðum morgni fyrir hin ungu tónskáld sem og aðra viðstadda, en öllum er frjáls aðgangur að viðburðinum. Yfirlit yfir tónleika dagsins er að finna í viðburðadálki Fréttablaðsins á næstu síðu. Myrkum músíkdögum vex fiskur um hrygg DUO HARPWERK Eru á meðal listamanna sem halda tónleika á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum í dag. Sýningin Kjólar og kors- elett, sem verður opnuð í Þjóðminjasafninu á morg- un, sýnir svo ekki verður um villst að íslenskar konur voru í takti við það sem gerðist í París, London og New York á árunum 1940 til 1970. „Ég fyllist stolti af íslenskum konum þegar ég geng hérna um á milli gínanna. Stolti yfir því að sjá hvað þær gerðu á erfiðum tímum og hvað þeim tókst vel upp. Við nútímakonur getum lært margt af þeim,“ segir Steinunn Sigurðar- dóttir fatahönnuður. Hún er konan að baki sýningarinnar Kjólar og korselett sem verður opnuð í Boga- sal Þjóðminjasafnsins á morgun. Á sýningunni má sjá módelkjóla, sem saumaðir voru eftir pöntun fyrir íslenskar konur á árunum 1940 til 1970. Kjólarnir eru ýmist látlausir og einfaldir, eða tilkomumiklir og glæsilegir, en allir listaverk út af fyrir sig. Á sýningunni má jafn- framt sjá ýmsa fylgihluti, undir- föt, skó, hanska og hatta. Steinunn hefur notið verkefnis- ins til hins ýtrasta. Hún er þess fullviss að allar íslenskar konur geti fundið sína tískufyrirmynd á meðal þeirra kvenna sem sagt er frá á sýningunni. „Í gegnum þetta ferli hef ég fundið mitt „fashion icon“. Þegar ég sá kjólana frá þess- ari konu hugsaði ég: „Vá, hvað hún er elegant! Og við þekkjum hana ekki einu sinni,“ segir Steinunn, með hrifningu í rómi, og segir að umrædd kona sé nú þegar orðin henni innblástur fyrir eigin hönn- un. Hún gefur ekki upp hver þessi smekklega kona er, fyrr en sýn- ingin hefur verið opnuð á morgun. Steinunn lítur svo á að íslensk- um konum hafi láðst að horfa til baka á þessar glæsilegu konur for- tíðarinnar, til að finna sínar tísku- fyrirmyndir. „Þessar konur voru mjög elegant. Ég er viss um að margir eigi eftir að verða hissa að sjá það. Á þessum árum áttu konur kannski bara eina kápu, en það var fín kápa sem þær hugsuðu mjög vel um. Hér er til dæmis til sýnis einstaklega falleg dragt, sem er elegant, eldrauð með miklum smá- atriðum. Hún er saumuð af garð- yrkjubónda í Hveragerði. Þess- ar konur fylgdust með tískunni erlendis. Svo vönduðu þær sig við verkin og gáfu sér tíma.“ Samhliða sýningunni verður gefinn út 70 síðna bæklingur, með tískuljósmyndum sem aldrei hafa verið birtar áður. Myndirnar sem prýða hann, og veggi safnsins, voru á meðal þeirra gersema sem Steinunn dró fram í dagsljósið, þegar hún fór í gegnum geymslur Þjóðminjasafnsins fyrir sýn- inguna. Nokkrir kjólanna koma úr einkaeign. Steinunn valdi flík- urnar af mikilli kostgæfni, ásamt Ágústu Kristófersdóttur, fagstjóra sýninga í Þjóðminjasafninu. „Sumir þessara kjóla eru í algjörum hágæðaflokki og þá sér- staklega þeir eldri. Ég reyndi líka að velja kjóla sem skipta máli. Suma þeirra valdi ég vegna tækni- legra atriða, svo það sést kannski ekki um leið hvað gerir þá svona sérstaka. Allar saumakonur munu hins vegar skilja um leið af hverju ég valdi þá.“ Sýningin mun standa frá morg- undeginum, 28. janúar, fram til 28. ágúst 2012. holmfridur@frettabladid.is TÍSKUFYRIRMYNDIR ÚR FORTÍÐINNI FALLEGIR OG FJÖLBREYTTIR Steinunn Sigurðardóttir, fata- og sýningahönnuður, og Ágústa Kristófersdóttir, fagstjóri sýninga í Þjóðminjasafninu, standa hér við litla svarta kjólinn, sem allar konur vita að nauðsynlegt er að eiga í skápnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MIÐSTÖÐ MUNNLEGRAR sögu býður til málþings í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 28. janúar kl 13.30 til 17 undir yfirskriftinni Miðlun minninganna. Meðal fyrirlesara eru Guðni Th. Jóhannesson, Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir og Kristinn Schram. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Í gegnum þetta ferli hef ég fundið mitt „fashion icon“. Þegar ég sá kjólana frá þessari konu hugsaði ég: „Vá, hvað hún er elegant! STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.