Fréttablaðið - 08.02.2012, Side 2

Fréttablaðið - 08.02.2012, Side 2
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR2 SAMGÖNGUR Hættulegasti vegur landsins er leiðin milli Neskaup- staðar og Stöðvarfjarðar sem meðal annars liggur í gegnum Odd- skarð. Þetta kemur fram í rann- sókn sem birtist í Læknablaðinu nýverið. Það voru þeir Þóroddur Bjarna- son félagsfræðingur og Sveinn Arnarson félagsfræðinemi sem framkvæmdu rannsóknina. Niður- stöðurnar eru athyglisverðar, ekki síst vegna þess að Reykjanesbraut- in á milli Hafnarfjarðar og Reykja- nesbæjar er ein öruggasta leiðin á Íslandi. Fræðimennirnir reiknuðu út að miðað við milljón ekna kíló- metra væru fæst slys á Reykjanes- brautinni, en aftur á móti kemur fram að flest slys verða þar. Mun- urinn er hins vegar sá að miðað við umferðina er vegurinn nokkuð öruggur. Tímabilið sem var skoðað var frá 2007 til 2010. Fram kemur að hættulegasti vegarkaflinn utan þéttbýlis er leiðin milli Neskaup- staðar og Stöðvarfjarðar um Odds- skarð og Fáskrúðsfjarðargöng. Í öðru sæti var vegurinn frá Hellis- sandi að Stykkishólmi en vegur- inn frá Þingeyri til Súðavíkur um Gemlufallsheiði og Vestfjarða- göng í þriðja sæti. Í fjórða sæti var kaflinn frá Seyðisfirði til Reyðar- fjarðar um Fjarðarheiði og Fagra- dal. Vegurinn milli Jökulsárlóns og Skaftafells er sá öruggasti á land- inu, miðað við sömu forsendur. Þannig segir í greininni að sé litið á umferðaröryggi út frá for- sendum lýðheilsu er brýnast að draga úr fjölda slysa á Reykjanes- braut, Suðurlandsvegi allt að Hvols- velli og Vesturlandsvegi norður yfir heiðar til Akureyrar, og helstu vegum á Mið-Austurlandi. - vg, shá Tvisvar höfum við flúið á gistiheimili til að fá svefnfrið SERGIY OKHREMCHUK Í SUÐURGÖTU 15. Eygló, var kerfið kannski alveg sjóðbullandi ruglað bara? „Það voru margir sjóðbullandi rugl- aðir á árunum fyrir hrun.“ Eygló Harðardóttir, alþingismaður Fram- sóknarflokksins, vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að skoða starfsemi lífeyrissjóða hérlendis árin 1997 til 2011. VIÐ FÁSKRÚÐSFJARÐARGÖNG Stóraukið umferðaröryggi fékkst með opnun Fáskrúðsfjarðarganga. Þrátt fyrir það er leiðin milli Stöðvarfjarðar og Neskaup- staðar hættulegri en flestar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leiðin milli Stöðvarfjarðar og Neskaupstaðar er hættulegasti vegkaflinn á Íslandi: Reykjanesbrautin nú ein öruggasta leiðin SVEITARFÉLÖG Starfshópur allra sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu segir að með því að efla samstarf þeirra megi bæta þjón- ustu við innflytjendur. Verkefni hópsins var að kanna kosti þess að endurvekja samstarf um inn- flytjendur. Lagt er til samstarfs um fræðslu og þjálfun, samvinnu vegna túlkaþjónustu og að komið verði á fót sérfræðiteymi með aðkomu ríkisins í tilraunaskyni til tveggja ára. „Það er sýn hóps- ins að með þessum aðgerðum megi bæta þjónustu við innflytj- endur,“ segir starfshópurinn. - gar Starfshópur sveitarfélaga: Samvinna um innflytjendur Á LEIÐ Í SKÓLA Lögreglan brýnir fyrir ökumönnum að sýna aðgát í grennd við skóla. LÖGREGLUMÁL Ekið var á tvö gang- andi börn í gær, en þau voru bæði á leið í skóla. Slysin urðu í Garðabæ og Hafn- arfirði en börnin, tíu ára stúlka og tólf ára drengur, slösuðust ekki alvarlega. Lögreglan brýnir fyrir öku- mönnum að fara varlega, ekki síst í nágrenni skóla. Gangandi vegfarendur þurfa líka að sýna aðgát og vera með endurskins- merki til að gera sig sýnilegri. Þá mega ökumenn eiga von á því að lögreglan verði sýnilegri í eftir- liti á næstu dögum en vant er. - þeb Slösuðust ekki alvarlega: Keyrt á tvö gangandi börn LÖGREGLUMÁL Stúlka leitaði sér aðhlynningar á slysadeild í hádeginu í gær eftir að hópur stúlkna réðst á hana í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Í tilkynningu frá lögreglu segir að árásin hafi verið nokkuð harkaleg og samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins brotnuðu meðal annars gleraugu stúlk- unnar. Lögregla veit hverjir ger- endurnir eru og hyggst stúlkan leggja fram formlega kæru á hendur þeim. Barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart um málið. - sh Hópur stelpna réðst á eina: Brotin gleraugu eftir hópárás FÓLK „Það er búið að vera alveg ógeðslega kalt eða gusåkalt eins og Svíarnir segja alltaf,“ segir Hall- bera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta sem nýverið gerðist atvinnumaður með sænska liðinu Piteå í Svíþjóð. Gríðarlegur kuldi hefur verið í Evr- ópu undanfarna daga og þar á meðal í Piteå sem er í norðurhluta Svíþjóðar. „Við æfum sem betur fer inni en við fórum um helgina í bæinn Storforsa og ætluðum að fara á gönguskíði. En þar sem mælirinn sýndi 39 gráðu frost á laugardeginum þurftum við að halda okkur innandyra. Daginn eftir var aðeins hlýrra eða 30 stiga frost. Þá fórum við í göngutúr og ég var í föður- landi, þrennum buxum, tveimur flíspeysum, dún- úlpu, lopasokkum og í öllum græjum en samt var ég að frjósa,“ segir Hallbera hlæjandi. „Mér var samt aðallega kalt í andlitinu og eftir korters göngu úti byrjuðu augun eiginlega að lím- ast saman því að augnhárin voru komin með svona ískrap.“ Hallbera er nýkomin til Piteå en hefur ekki náð að skoða bæinn sem skyldi vegna kuldans. „Ég fer ekkert mikið út í þessum kulda, rétt hleyp út í súpermarkaðinn til þess að kaupa í matinn en það sem er samt gott við þetta veður er að oftast er alveg logn og sól, bara dáldið mikið kaldara en maður á að venjast,“ segir Hallbera sem bíður eftir sendingu sem á eftir að koma að góðum notum. „Á morgun fer ég á pósthúsið að sækja lopapeysu sem mamma var að senda mér í póstinum,“ segir Hallbera Guðný en um 20 stiga frost var í Piteå í gær. - kh Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta, kynntist Vetri konungi í Piteå: Augnlokin frusu saman í kuldanum HALLBERA Í PITTEÅ Frostið í Svíþjóð fór niður í 39 stig á Celsíus um helgina og þá frusu augnlokin á Hallberu næstum því saman. MYND/ÚR EINKASAFNI 40 konur á smábátum Landssamband smábátaeigenda hefur fengið þær upplýsingar frá Siglingastofnun að alls voru 1.423 sjómenn skráðir á smábáta í fyrra og var meðalaldur þeirra 43 ár, en af þeim voru 40 konur. Flestir eru á aldursbilinu 40-49 ára 321 eða 23%, en 79% voru eldri en 20 ára og yngri en 60 ára. SJÁVARÚTVEGUR FJÖLBRAUTASKÓLINN Í ÁRMÚLA Lög- reglan veit hvaða stúlkur voru að verki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL „Þetta er alveg hrikalegt þegar maður er með lítið barn og getur ekki verið með það heima,“ segir Sergiy Okhremchuk, íbúðareigandi í Suðurgötu 15, sem fast er við Tjarnarbíó þaðan sem berst svo mikill hávaði að heil- brigðisreglugerðir bresta. Sergiy segir að eftir að breyt- ingar voru gerðar á Tjarnarbíói og það tekið aftur í notkun haust- ið 2010 hafi hávaðinn þaðan keyrt um þverbak. Virðist sem sú ein- angrun sem fyrir var hafi horfið í framkvæmdunum. Fjórar íbúðir eru í Suðurgötu 15, tvær eru í einkaeigu og tvær á Hjálp- ræðisherinn. „ Þ et t a er farið að taka á taugarnar,“ segir Sergiy sem á þriggja ára son með konu si n n i . „Tvisvar höfum við flúið með barnið á gistiheimili til að fá svefnfrið. Það var ekki hægt að vera þarna, sérstaklega þegar voru Airwaves-tónleikar. Það var eins og jarðskjálfti. Ljósin í loft- inu og ísskápurinn titraði.“ Fyrir hönd eigendanna í Suð- urgötu 15 hefur Sergiy leitað til ýmissa í borgarkerfinu til að fá lausn á málinu. Í minnisblaði frá fyrirtækinu Verkís um hugsan- legar endurbætur á hljóðeinangr- un Tjarnarbíós kemur fram að ýmsar aðgerðir sem hafi verið reyndar hafi ekki skilað tilætluð- um árangri. Aðalvandinn er lág- tíðnihljóð frá bassahátalara. Meðal annars hafi hátalarinn verið látinn hvíla á púða og hengd- ur í „fjaðrandi upphengi“ en án árangurs. Verkís leggur því til að vegg- irnir milli Suðurgötu 15 og Tjarn- arbíós verði skornir í sundur, nýir veggir steyptir og hljóðeinangr- un sett á milli. Þetta kosti um 20 milljónir króna. Aðrir valkostir séu að banna rafmagnaða tónlist í Tjarnarbíói eða leggja af íbúðirn- ar í Suðurgötu og nota húsið undir skrifstofur. Rekstrargrundvöllur- inn sé horfinn með skorðum sem settar hafi verið við starfsem- inni í bíóinu. Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi. Sergiy hefur ekki trú á þeim aðgerðum sem lagðar eru til. Miðað við núverandi stöðu sé varla mögulegt að selja íbúðirn- ar nema með talsverðum afföll- um enda séu þær nánast óíbúðar- hæfar. Það megi þó skoða sölu ef borgin vilji leysa íbúðirnar til sín á sanngjörnu verði. Það er hópur sjálfstæðra leik- hópa sem rekur Tjarnarbíó með samningi við Reykjavíkurborg. Friðrík Friðriksson, sem situr í stjórn Tjarnarbíós, segir endur- bæturnar á húsinu og aðstöðuna hafa verið eins og draum sem hafi ræst. Nú sé draumurinn að snúast upp í andhverfu sína því húsið nýt- ist ekki eins og til stóð. „Okkur langar ekki til að skila inn lykl- inum heldur langar okkur til að leysa vandann. Þetta er hins vegar mjög, mjög erfitt,“ segir Friðrik. gar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Í TJARNARBÍÓI Hljóðeinangrunin er svo léleg að íbúar í Suðurgötu 15 haldast varla við þegar rokktónleikar eru í Tjarnarbíói. Þungarokkshljómsveitin Skálmöld kom fram í húsinu í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Hávaði úr Tjarnarbíói hrakti fólk að heiman Hljóðleki er svo mikill frá Tjarnarbíói að það stenst ekki heilbrigðiskröfur. Íbúi í næsta húsi segir ástandið hrikalegt. Hátalarar voru settir á púða en allt kom fyrir ekki. Grundvöllur rekstrarins er horfinn með skorðum við starfseminni. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. 20% afslátturGildir einungis í verslunum Lyfja & heilsu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.