Fréttablaðið - 08.02.2012, Page 12

Fréttablaðið - 08.02.2012, Page 12
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR12 NÁMIÐ SKEMMTILEGRA Rasmus Borch upplýsingatækniráðgjafi segir nemendur í Odder nú afla sér þekkingar á nýjan hátt og nota hana í nýju samhengi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MENNTAMÁL Allir grunnskólanem- endur í Odder í Danmörku, alls 2.200 talsins, hafa fengið spjald- tölvur frá sveitarfélaginu til þess að nota í skólanum. Það hafa kenn- ararnir 400 einnig fengið. „Nemendur eru himinlifandi. Þeir eru ánægðir með að hafa fengið spjaldtölvu sem þeir mega nota að vild heima samtímis því sem þeim þykir námið í skólanum skemmtilegra. Kennararnir eru einnig ánægðir. Þeir segja nem- endur einbeittari og áhugasamari og kennslustundina nýtast betur,“ segir Rasmus Borch upplýsinga- tækniráðgjafi, einn fyrirlesara á menntaráðstefnu sem epli.is hélt um spjaldtölvuvæðingu skólakerf- isins. Borch segir í viðtali við Frétta- blaðið að markmiðið í Odder hafi verið að samhæfa skólastarfið reynslu nemenda utan skólans. „Nemendur nota tölvur heima í margs konar tilgangi. Í skólanum hefur aðallega verið unnið með texta og kennarinn hefur staðið við töfluna. Námsáhugi nemenda, eink- um drengja, fór minnkandi eftir sjötta bekk. Það þurfti að bregðast við þessu. Námið hefur verið mjög kennarastýrt en með spjaldtölvu- væðingunni verða nemendurnir virkari. Þeir afla sér þekkingar á nýjan hátt og nota hana í nýju sam- hengi. Kennarinn verður leiðbein- andi.“ Stjórnmálamenn voru ekki allir sannfærðir í fyrstu um nauðsyn spjaldtölvuvæðingarinnar, að því er Borch greinir frá. „Sú skoðun varð hins vegar ofan á að þetta væri nauðsynlegt til þess að búa börnin undir framtíðina.“ Gerður hefur verið samningur við tvö stærstu bókaforlögin í Dan- mörku um að kennslubækurnar verði settar beint inn á spjaldtölv- urnar. En þótt nemendur lesi skóla- bækurnar í spjaldtölvum verða gamlar skólabækur enn í notkun. „Það er engin ástæða til þess að fleygja gömlum bókum. Þetta snýst um að velja rétta verkfærið fyrir ákveðið verk,“ segir Borch. Stóri spjaldtölvudagurinn í Odder var 5. janúar síðastliðinn en þá fengu nemendurnir spjaldtölvurnar sínar. Kennarar höfðu fengið spjald- tölvur í október síðastliðnum auk nemenda í tveimur bekkjum sem fengu að prufukeyra nýju tæknina. Það kostar sveitarfélagið Odder um átta milljónir danskra króna, eða nálægt 175 milljónum íslenskra króna, að spjaldtölvuvæða alla nem- endur og kennara grunnskólans. Odder er fyrsta sveitarfélagið í Evrópu sem kaupir spjaldtölvur handa öllum grunnskólanemum og kennurum. ibs@frettabladid.is Nemendur fengu allir spjaldtölvur Danska sveitarfélagið Odder spjaldtölvuvæddi alla grunnskólanema og kennara. Kennslubækurnar settar beint inn á tölvurnar frá forlögum. Nemend- urnir himinlifandi. Kennararnir segja þá einbeittari. SKIPULAGSMÁL Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur höggið á hnútinn í deilu tveggja húseig- enda á Kópnesbraut á Hólma- vík sem höfðu „ósamrýmanleg“ sjónarmið um mörk lóða sinna. Eigandi geymsluhúsnæðis vildi að land sem sveitarfélagið á milli húsanna yrði allt innlim- að í lóð hans. Eigandi einbýlis- húss við hliðina vildi hins vegar að þeir skiptu með sér landi sveitarfélagsins eftir miðlínu á milli skúrs við hús hans annars vegar og geymsluhússins hins vegar. Sveitarstjórnin hefur nú stað- fest niðurstöðu skipulagsnefnd- ar sem setur línuna einn metra frá skúrveggnum. Eigandi geymslunnar hafi meiri hagsmuni af því að fá stærri viðbót við sína lóð. - gar Lóðadeila á Hólmavík: Ósamrýmanleg sjónarmið sætt PERSÓNUVERND Stjórnarformað- ur Karls K. Karlssonar ehf. mátti skoða tölvupóst fyrrverandi for- stjóra samkvæmt áliti sem Persónu- vernd hefur sent frá sér. Í álitinu segir að stjórnarfor- manninn hafi grunað að eftir að for- stjórinn var hættur hefði hann notað pósthólf KKK til að senda út póst um að fyrirtækið væri á leið í gjald- þrot. Birgjar hefðu í kjölfarið hótað að segja upp samningum og sumir jafnvel látið verða af því og valdið félaginu tugmilljóna tjóni. Ekki hafi verið hægt að láta forstjórann fyrr- verandi vita að til stæði að skoða pósthólfið því þá myndi hann geta eytt póstinum. Forstjórinn fyrrver- andi sagðist eingöngu hafa rætt það lauslega að fjárhagsstaða KKK væri með öðru orsök þess að hún hætti hjá fyrirtækinu. „Sú staða var birgj- um félagsins vel kunn, enda hafði KKK þá átt í langvarandi vanskil- um og vanefndum gagnvart birgj- um sínum og fleirum. Voru margir þeirra þá þegar löngu hættir við- skiptum við KKK og farnir annað,“ segir lögmaður forstjórans í grein- argerð sem vitnað er til í álitinu. Persónuvernd segir að forstjórinn hafi haft ráðrúm til að eyða tölvu- pósti áður en vinnutölvunni var skil- að til KKK. Fyrirtækið hafi mátt skoða póstinn til að kanna hvort ólöglegir viðskiptahættir hefðu átt sér stað. Hins vegar megi fyrir- tækið ekki halda slíku áfram fyrr en starfsmenn hafi verið fræddir um tilhögunina. - gar Karli K. Karlssyni ehf. heimilt að leita af sér grun: Mátti skoða tölvupóst fyrrverandi forstjóra KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ Eftirlíking af Nikolas Sarkozy Frakklandsforseta á hestbaki var áberandi á kjötkveðjuhá- tíð í Viareggio á Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP MALDÍVEYJAR, AP Mohammed Nasheed, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Maldíveyja, sagði af sér í gær eftir öflug mótmæli gegn honum. Mohammed Waheed Hassan varaforseti, sem áður hefur verið yfirmaður hjá UNI- CEF, tók við embættinu og hét því að vernda Nasheed fyrir hefndaraðgerðum mótmæl- enda. Fyrr um daginn hafði lögreglan gengið til liðs við mótmælendur, tekið ríkisútvarp landsins á sitt vald og lent í átökum við her- inn. Hassan var kosinn forseti árið 2008. Hann naut mikilla vinsælda í byrjun og lofaði miklum umbótum í átt til lýðræðis og mann- réttinda. Hann var þekktur baráttumaður fyrir mannréttindum og umhverfismálum víða um heim. Meðal annars hafði hann setið í fangelsi fyrir gagnrýni sína á forvera sinn í embætti, Maumon Abdul Gayoom, sem hafði ríkt í 30 ár. Undanfarið ár hafa mótmæli gegn honum hins vegar farið vaxandi. Landsmenn voru ósáttir við efnahagsumbætur og töldu hækk- andi verðlag mega rekja beint til þeirra. Upp úr sauð svo nýverið þegar hann lét handtaka Abdulla Mohamed, yfirdómara sakadómstóls landsins. Dómarinn hafði unnið sér það til sakar að láta lausan stjórn- arandstæðing, sem hafði gagnrýnt forsetann harðlega. - gb Lögreglumenn í hörðum átökum við herinn í uppreisninni á Maldíveyju: Mótmælendur hröktu forsetann úr embætti [Kennarar] segja nemendur einbeittari og áhugasamari og kennslu- stundina nýtast betur RASMUS BORCH UPPLÝSINGATÆKNIRÁÐGJAFI MÓTMÆLENDUR FAGNA Fréttir af því að lögreglan hefði gengið til liðs við mótmælendur vöktu ómældan fögnuð. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.