Fréttablaðið - 08.02.2012, Page 20
8. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR2
Fróðleiksmolinn
Dagatal viðskiptalífsins
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR
➜ Fasteignamarkaðurinn eftir landshlutum
➜ Össur hf. ársuppgjör
➜ Erlend staða SÍ
➜ Vaxtaákvörðun SÍ
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR
➜ Talningar úr þjóðskrá
➜ Markaðsuppl. Lánamála ríkisins
➜ UTmessan: Ráðstefna fyrir fagfólk UT
➜ Upplýsingatækniverðlaun Ský
FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR
➜ Evrópufundarröð Alþjóðamálastofnunar
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR
➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir-hagtölur SÍ
➜ Greiðslumiðlun-hagtölur SÍ
➜ Útboð ríkisvíxla
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR
➜ Atvinnuleysi í janúar 2010
➜ Smásöluvísitala RSV
➜ Birting ársreiknings HS Orku hf.
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
dagatal viðskiptalífsins
Samsetning bensínverðs
Algengt verð á einum lítra af bensíni er í dag í kringum 246 krónur á lítra.
Af þessum 246 krónum fær Ríkið í sinn hlut u.þ.b. 119 krónur eða rúmlega
48% sem skiptist í virðisaukaskatt (50 kr.), sérstakt bensíngjald (39,5 kr.),
almennt bensíngjald (24,5 kr.) og kolefnisgjald (5 kr.).
Eftir standa þá 127 kr. hjá olíufélaginu. Eðli málsins samkvæmt liggja ekki
fyrir nákvæmar upplýsingar um það hvernig þeirra kostnaður skiptist, en
með því að skoða heimsmarkaðsverð á bensíni og gengi dollars má reikna
út líklegt innkaupaverð þeirra. Verð á 95 oktana bensíni til afhendingar í
New York höfn var um það bil 0,77 dollarar á lítra í byrjun febrúar eða u.þ.b.
94,5 krónur miðað við gengi dollars á sama tíma. Það eru um það bil 38,4%
af verðinu sem við greiðum. Rétt er að taka fram að þarna getur munað
nokkrum krónum vegna lagerstöðu olíufyrirtækjanna, skammtímasveiflna á
markaði og annarra þátta.
Sé miðað við þetta innkaupaverð standa nú eftir 32,5 krónur – eða um
13,2% sem ætla má að fari í flutninga, tryggingar og álagningu olíufélagsins.
Þessa skiptingu og þróun hennar má sjá á myndinni hér að neðan, en
gögnunum er viðhaldið mánaðarlega á vef DataMarket á slóðinni http://
data.is/ynTka7
250
200
150
100
5
kr.
2008 2009 2010 2011 2012
● Almennt bensíngjald
● Sérstakt bensíngjald
● Kolefnisgjald
● VSK
● Líklegt innkaupaverð
● Flutningar, tryggingar, álagning
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
39
19
0
3
/2
01
1
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta
þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og
ánægðara starfsfólki.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju
fyrirtæki.
Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla
daga ársins.
Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða
Icelandair.
Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
ECONOMY COMFORT
Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða,
rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.
NAUÐASAMNINGAR
Þórður Snær Júlíusson
thordur@frettabladid.is
Kröfuhafar SJ Eignarhaldsfélag,
sem áður hét Sjóvá, hafa sam-
þykkt nauðasamning félagsins.
Í honum felst í raun að þeir fá
um 7% af um 12 milljarða króna
kröfum sínum, eða rúmlega 800
milljónir króna. Kröfuhafarn-
ir, sem eru skilanefnd Glitnis,
Landsbankinn, Eignasafn Seðla-
banka Íslands (ESÍ) og Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins (LSR)
höfðu hins vegar af því áhyggjur
að sú háa tekjufærsla sem myndi
myndast við gerð nauðasamnings-
ins gæti haft í för með sér skatt-
skuldbindingu sem félagið myndi
ekki ráða við að greiða. Því gæti
nauðasamningurinn í raun kall-
að gjaldþrot yfir gamla Sjóvá með
tilheyrandi skiptakostnaði. Á því
höfðu kröfuhafarnir fjórir ekki
áhuga.
Því var ákveðið að fara þá leið
í nauðasamningsferlinu að af-
skrifa öll hlutabréf og víkjandi
lán en gefa síðan út ný hlutabréf
sem nema 0,1% af samningskröf-
um til kröfuhafanna. Kröfuhafarn-
ir veittu síðan ný lán fyrir þeim
99,9% krafna sem eftir standa.
Lánin bera enga vexti og gjald-
dagi þeirra er 31. mars 2015. Þó
má framlengja hann um allt að
fjögur ár. Með þessari leið verð-
ur tekjufærslan sem skapast, af-
skrift víkjandi lána og andvirði
0,1% af kröfum, nægilega lág til að
hægt sé að nota uppsafnað nýtan-
legt skattatap á móti henni. Síðan
munu kröfuhafarnir tæma félagið
hægt og rólega eftir því sem eignir
þess breytast í verðmæti.
Samhliða gerð nauðasamnings-
ins var allt hlutafé, sem skilanefnd
Glitnis hélt á, afskrifað. Sama gilti
um víkjandi lán upp á tæplega þrjá
milljarða króna. Eitt hinna víkj-
andi lána var frá Ingunni Wer-
nersdóttur. Lánið, sem stóð í
tæpum milljarði króna, var hluti
af greiðslu bræðra hennar, Karls
og Steingríms Wernerssona, þegar
þeir keyptu hana út úr Milestone.
Hin víkjandi lánin voru veitt af
fagfjárfestum, að mestu lífeyris-
sjóðum. Það nam um tveimur
milljörðum króna. Stærsti einstaki
lánveitandinn í þeim hópi var Al-
menni lífeyrissjóðurinn.
Gamla Sjóvá skilar
litlu til kröfuhafa
Gert er ráð fyrir að 7% fáist upp í kröfur félags sem áður hét Sjóvá. Kröfuhafar fóru
afar óhefðbundna nauðasamningsleið. Vildu ekki skapa skiptakostnað.
SJÓVÁ Tryggingarekstur Sjóvár var færður út SJ eignarhaldsfélagi yfir í nýtt félag, Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., í lok september 2009. Íslenska ríkið lagði nýja félaginu til 11,6
milljarða króna og Glitnir og Íslandsbanki lögðu því til fimm milljarða. Í fyrra keypti síðan
SF1 slhf. meirihluta í nýja Sjóvá. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Stærsti hluti tugmilljarða afskrifta gamla Sjóvá var vegna krafna á Mile-
stone, fyrrum eiganda félagsins, og Földung, áður Vafningur, upp á samtals
19,3 milljarða króna sem skiptist nokkuð jafnt milli félaganna. Krafan var
tilkomin vegna lána sem gamla Sjóvá, þá tryggingafélag, var látið lána
félögunum tveimur í gerningi sem kallaður hefur verið „Vafningsfléttan“ í
fjölmiðlum. Hún snerist um að endurfjármagna lán til eignarhaldsfélaga í
eigu Milestone og Einars og Benedikts Sveinssona sem þeir höfðu tekið hjá
bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley árið 2007 til að endur-
fjármagna hlutabréf í Glitni. Lánin voru veitt í febrúar 2008 eftir að Morgan
Stanley hafði ákveðið að framkvæma veðkall vegna lánanna. Í fléttunni var
Vafningi lánað um 30 milljarða króna. Um þriðjungur þess láns kom frá
gamla Sjóvá en afgangurinn frá Glitni. Til viðbótar fór sambærileg upphæð
til Milestone til sömu nota, að endurfjármagna hlutabréf í Glitni.
Vátryggingaskuld gamla Sjóvar við viðskiptavini sína, sem oft er kölluð
bótasjóður, nam 22,7 milljörðum króna í lok árs 2008. Þar sem Milestone
er gjaldþrota og Földungur er eignarlaust félag er ljóst að þau iðgjöld sem
greidd voru inn í félagið á móti vátryggingaskuldinni töpuðust að nánast
öllu leyti.
SJÓVÁ LÁNAÐI MILLJARÐA Í VAFNINGSFLÉTTU
Til viðbótar voru skuldir við
dótturfélög gamla Sjóvá ekki
hluti af nauðasamningnum. Þær
voru tæpir 26 milljarðar króna í
lok árs 2010. Einu eignir félags-
ins eru fasteignaverkefni á vegum
sömu dótturfélaga. Þau eru meðal
annars í Þýskalandi, Frakklandi
og Belgíu.
Gamla Sjóvá tapaði 3,9 millj-
örðum króna árið 2010, rúmlega
33 milljörðum króna á árinu 2009
vegna niðurfærsla og taps á fjár-
festingum og 30,2 milljörðum
króna á árinu 2008. Trygginga-
rekstur félagsins var færður til
nýs félags, Sjóvá-Almennra trygg-
inga ehf., í lok september 2009.