Fréttablaðið - 09.02.2012, Síða 1

Fréttablaðið - 09.02.2012, Síða 1
veðrið í dag Þetta mun ekki endilega koma í stað fyrsta bíls á heimili en hugsan- lega í stað annars eða þriðja bíls. FINNUR SVEINSSON SÉRFRÆÐINGUR HJÁ LANDSBANKANUM MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Fimmtudagur skoðun 22 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fjármál heimilanna 9. febrúar 2012 34. tölublað 12. árgangur Kynningarblað Sparnaður, lífeyrismál, endurfjármögnun, leyndarmálin að baki velgengni og góð ráð. FJÁRMÁL MMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 HEIMILANNA V ið hjá Sparnaði höfum lagt aðaláherslu á að koma með lausnir fyrir heimilin í landinu síðan við tókum til starfa í október 2007,“ segir framkvæmdastjórinn Gestur Breiðfjörð Gestsson en starfsfólk Sparnaðar vinnur að miklu leyti eftir hug-myndafræði stjórnarformannsins Ingólfs H. Ingólfssonar. UppgreiðsluþjónustaSparnaður reið á vaðið með að bjóða við- skiptavinum upp á að reikna út fyrir þá hvort ekki myndi borga sig að reyna að greiða upp lán með aukagreiðslum inn á höfuðstól og eins að finna út hvaða lán myndi borga sig að greiða inn á fyrst. „Í kjölfarið buðum við upp á að annast þessa þjónustu við mikla ánægju viðskiptavina. Þessi valkostur er enn í há- vegum hafður hjá Sparnaði og eru fjölmarg- ir sem nýta sér hann,“ segir Gestur. Mikilvægt framlag til upplýstrar umræðuSparnaður kom fram með gengislánareikni þegar óvissan var sem mest varðandi lög- mæti gengistryggðu lánanna og gaf hann í gegnum heimasíðu sína. „Fjörutíu þúsund aðilar höluðu reikniverkinu niður og hafa margir verið mjög þakklátir fyrir þá vinnu okkar og framlag til upplýstrar umræðu á meðal almennings, þar á meðal Hagsmuna- samtök heimilanna. Auk þess virkaði þetta sem ákveðið aðhald á fjármálastofnanir varðandi undangengnar leiðréttingar.“Lífeyrismálin vega þungtSparnaður sérhæfir sig í lífeyrismálum og státar af mikilvægum samningi við þýska tryggingafélagið Bayern-Versicherung sem hefur tryggt hagsmuni margra kynslóða þar í landi. „Við bjóðum í samstarfi við þá tryggð eftirlaun með tryggðum lífeyri til æviloka og teljum samninginn afar mikilvægan fyrir ís- lenska neytendur. Við mælum eindregið með því að áhættunni sé dreift þegar kemur að líf- eyrissparnaði og leggjum áherslu á mikilvægi þess að réttindi séu tryggð.“Sparnaður hefur hannað þarfagreining- arkerfi sem reiknar út raunverulega vátrygg- ingaþörf vegna andláts og meina með tilliti til ráðstöfunartekna heimilisins en að sögn Gests er mikið um það að aðilar séu annað hvort með of lága tryggingu eða of háa. „Við sýnum jafnframt við hverju má búast í tekjum til heimilisins við starfslok og er það mjög mikilvægt sérstaklega þar sem mikil óvissa ríkir um stöðu lífeyrissjóðanna. Það versta er að í flestum tilvikum hefur fólk ekki val um hvort það greiðir í vel eða illa rekinn lífeyrissjóð vegna ósanngjarnrar aðildar- skyldu sjóðanna,“ segir Gestur. Besti sparnaðurinn felst í að greiða niður lánin Eins og fyrr segir vinnur Sparnaður meðal annars eftir hugmyndafræði Ingólfs H. Ing- ólfssonar. Hann heldur námskeið fyrir vinnu- staði auk þess sem boðið er upp á einkaráð- gjöf og aðstoð við að semja við lánardrottna. „Við höfum fundið fyrir því síðastliðin ár að aukasparnaður (varasjóður) fólks er svo til horfinn og fólk er farið að hugsa meira um í hvað það setur krónurnar. Besti sparnað- urinn er að greiða niður lánin og við veitum aðstoð við það. Jafnframt er nauðsynlegt að leggja í viðbótarlífeyrissparnað í formi trygg- ingar með lífeyri til æviloka, bæði vegna mót- framlags launagreiðanda og þeirrar skatt- frestunar sem það býður upp á,“ segir Gestur. Fá vonlítil dæmi til að ganga uppHann segir Sparnað ekki síst hafa innan sinna raða starfsfólk sem hefur hjartað á rétt- um stað og leggur sig fram um að aðstoða fólk eftir bestu getu við að leysa úr sínum málum. „Það hefur aldrei verið mikilvægara en ein- mitt nú að standa saman í að hjálpa hvert öðru í gegnum þann vanda sem steðjar að heimilum. Við höfum fjölmörg dæmi þess að fólk hefur talið sig í vonlausri stöðu en farið að sjá fram úr sínum málum eftir ítarlega ráðgjöf hjá okkur. Það veitir starfsfólki okkar mikla hvatningu og gefur starfinu gildi, segir Gestur og bendir á að fyrsta skrefið til sparn- aðar geti verið heimsókn til Sparnaðar.“ Lausnir fyrir heimilin í landinu Fyrsta skrefið í átt til sparnaðar getur verið heimsókn til Sparnaðar að Holtasmára 1 í Kópavogi eða að Kaupvangsstræti 1 á Akuureyri en þar er aðaláhersla á að bjóða lausnir fyrir heimilin í landinu. Þar er meðal annars boðið upp á uppgreiðsluþjónustu auk þess sem lífeyrismálin vega þungt Gestur segir starfsfólk sparnaðar hafa hjartað á rétt getu til að leysa úr sín Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Listaverk úr safni leikkonunnar og tískugyðjunnar Elizabeth Taylor seldust á uppboði hjá Sotheby’s í London í gær fyrir litla 2,7 milljarða króna. Meðal verka var málverk eftir Vincent van Gogh sem fór á tvo milljarða. Taylor lést í mars í fyrra eftir langvinn veikindi 79 ára að aldri. Magna Rún Rúnarsdóttir tískubloggari gramsar eftir gömlum fötum og dreymir um textílnám í Köben. Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Verð: 275.000 kr. Hjartastuðtækið Einfalt í notkun – Íslenskt tal Verðhrunið er hafið Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga teg 42608 - létt fylltur í B,C skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Mjúkur og dásamlegur Bleik ást vi fy tu sýn í kvöld Opið til 21 12 DAGA HIGH RISK CPO LÍFVARÐA- NÁMSKEIÐ 17. - 30. OKTÓBER 2011 LÆRÐU BEITINGU SKOT- VOPNA, ÁHÆTTUAKSTUR, SJÁLFSVÖRN OFL. OVSKOLI.IS/LIFVARSLA 13 apríl til 24 apríl VIRKJANIR Landsvirkjun reiknar með að sala á grænum skírtein- um til Evrópulanda muni skila milljarða hagnaði á næstu árum. Fyrirtækið selur þegar slík skír- teini fyrir hundruð milljóna króna. Kaupendur skírteinanna eru fyrirtæki sem af eigin hvötum vilja kolefnisjafna starfsemi sína eða bæta hag umhverfisins. Til- skipun Evrópusambandsins, sem einnig gildir hér á landi, um að 20 prósent af allri orku skuli koma frá endurnýjanlegum orkugjöf- um árið 2020 hefur hins vegar skapað nýjan markað. Ástæðan er sú að markmið Íslands, samkvæmt tilskipun- inni, eru að 64 prósent af orkunni innanlands verði endurnýjanleg. Magnús Bjarnason hjá Lands- virkjun segir að í dag sé hlutfall- ið hér hins vegar 67 prósent. Það er því borð fyrir báru nú þegar, auk þess sem hægt er að gefa út skírteini samkvæmt tilskipun- inni fyrir allar nýjar virkjanir. Magnús segir að vonir standi til að mun hærra verð fáist fyrir þau skírteini sem hægt er að nýta í tengslum við Evróputilskip- unina. Salan á þeim gæti hlaupið á milljörðum króna. Frumvarp iðnaðarráðherra um breytingar á lögum um upp- runaábyrgð raforku var kynnt í ríkisstjórn í janúar. Það er nú til umfjöllunar í þingflokki Vinstri grænna. Verði það samþykkt getur Ísland selt skírteini sam- kvæmt tilskipuninni, en ekki fyrr. Magnús segir tímann skipta máli í þessum efnum. Verði lögin ekki samþykkt fyrr en í vor gildi þau ekki um orku framleidda á fyrri hluta þessa árs. Lands- virkjun hefur þegar gert samn- inga um sölu skírteina fyrir 1,5 milljónir evra, en þeir eru háðir samþykki Alþingis. Magnús segir skírteinasöluna auka hagkvæmni nýrra virkj- ana og verði að taka hana með í reikninginn þegar arðsemi þeirra er metin. - kóp Sala vottorða um græna orku gæti skilað milljörðum króna Sala á skírteinum um græna orkuframleiðslu gæti skilað Landsvirkjun háum aukatekjum. Markaður hefur skapast fyrir sölu vottorða vegna tilskipunar ESB. Alþingi þarf að samþykkja lagabreytingar til að af verði. FÓLK Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur hvatt Pál Magnússon útvarpsstjóra til að afþakka boð um þátt- töku Íslands í Eurovision í Bakú í maí, vegna mann- réttindabrota stjórnvalda í Aserbaíd- sjan. Úrslitin í íslensku undankeppninni ráðast í Hörpu á laugardaginn. Fréttablaðið hafði samband við höfunda laganna, en eng- inn sagðist ætla að draga lag sitt úr keppni. Ekki náðist í Svein Rúnar Sigurðsson, sem á tvö lög í keppninni á laugardaginn. Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að engin ákvörðun hafi verið tekin um að hætta við þátttöku í Euro- vision. - afb / sjá síðu 50 Eurovision-höfundar sammála: Enginn ætlar að hætta við PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Frá Katar til Selfoss DJ Slim kom til Akureyrar í gær frá Katar og ætlar líka að koma við á Selfossi. fólk 50 Hárbeitt ádeila Sýning spænska listamannsins Santiago Sierra hittir í mark að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. menning 32 Spilum í Árbænum Formaður Fylkis segir ekki koma til greina að missa heimaleikina úr hverfinu. sport 44 Litrík hausttíska í Köben Kaupmannahöfn fylltist af tísku- unnendum um helgina þegar tískuvikan fór fram hjá frændum okkar í Danmörku. lífsstíll 40 SAMGÖNGUR Hópur íslenskra stór- fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Landsbankinn, Reykjavík- urborg, Landspítalinn og Lands- virkjun, hefur viðrað hugmynd- ir um að koma upp svokölluðu skyndibílakerfi hér á landi. Ef af verður, mun almenningi bjóðast að leigja sér bíla til lengri eða skemmri tíma, allt niður í nokkra klukkutíma. Hægt yrði að panta bílinn á netinu, sækja hann á sérstök geymslupláss og skila án þess að nokkur annar komi að mál- inu. Samkvæmt útreikningum fyrir- tækjanna gæti fólk sparað sér talsverðar upphæðir með þessu fyrirkomulagi. Finnur Sveinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir að með þessu gæti jafnvel minnkað þörfin á að hvert heim- ili hefði á mörgum bílum að skipa. - þj / sjá síðu 12 Hugmyndavinna nokkurra stórfyrirtækja með bílaleigum og olíufélögum: Hægt að fækka um einn bíl Græn skírteini Skírteinin sem um ræðir eru vottorð um að orka sé framleidd á grænan hátt. Samkvæmt tilskipun ESB skulu 20 prósent af allri orku vera framleidd á endurnýjanlegan hátt árið 2020. Þau fyrirtæki sem það gera ekki geta keypt græn skírteini og stuðlað þannig að grænni orkuframleiðslu, þó það eigi ekki við um eigin orku. HVESSIR MEÐ ÚRKOMU Suðvestan 5-13 í fyrstu og dregur úr skúrum og éljum. Gengur í stífa sunnanátt síðdegis með mikilli úrkomu syðra. Hiti 0-6 stig. VEÐUR 4 00 0 3 3 LANDSMENN ÁFJÁÐIR Í NOTUÐ FÖT Rauðakrossbúðirnar anna vart eftirpurn eftir notuðum fatnaði, hvort heldur er á karla eða konur. „Áhugi herra á notuðum fatnaði er að aukast,“ segir Helga Pálsdóttir hjá Rauða krossinum, sem stefnir að því að auka og bæta úrvalið. Sjá síðu 16 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.