Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.02.2012, Blaðsíða 28
Tískusýning og tónlistaratriði á Enska barnum í kvöld. Enski barinn í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands stend- ur fyrir konukvöldi í húsakynnum barsins í Austurstræti 12 í kvöld klukkan 20. Ágóði af kvöldinu rennur til styrktar Bleiku slauf- unni. Á meðal atriða verður lifandi tónlist og tískusýning úr smiðju Gunnhildar Stefánsdóttur hjá Gammi og Ágústu Arnardótt- ur hjá Arfleifð. Þá verða bleikur fatnaður frá Gunnhildi og töskur úr íslensku hráefni og slaufur úr karfa- og laxaroði og hrosshárum eftir Ágústu boðnar sérstaklega upp. Kynnir kvöldsins er Sigríður Klingenberg. Styðja Bleiku slaufuna Sigríður Klingenberg er kynnir kvöldins. IT er ein stærsta og virtasta verslanakeðjan í Hong Kong og því ekki sjálfgefið að komast þar á mála. Fata- hönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi vondi, er því í skýjunum þessa dagana með að hafa landað samningi við fyrirtækið sem hefur tekið hluta af 2012 vor- og sumarlínu hans til sölu. „Samningurinn er sá stærsti sem ég hef gert hingað til, lang- stærsta pöntunin sem ég hef fengið frá byrjun,“ segir Mundi og vonar að fleiri dyr eigi eftir að opnast honum á Asíumark- aði sem sé í mikilli uppsveiflu um þessar mundir. Hann verst hins vegar allra nánari fregna þegar talið berst að upplagi og fjárupphæðum. Mikil upphefð þykir að komast að hjá IT sem sér- hæfir sig í sölu á hátískuvörum. Íslendingur- inn verður enda ekki í amalegum félagsskap þar sem þekkt merki á borð við Alexander McQueen, Balenciaga, Christopher Kane, Gareth Pugh, Givency, Helmut Lang, Jil Sander og Sonia Rykiel eru meðal annars á boðstólum í þeim sjö verslunum sem IT rekur í Hong Kong. Spurður hvernig fundum hans og IT hafi borið saman, segir Mundi fulltrúa fyrirtækisins hafa komið að máli við sig á tískuvikunni í París fyrir ári. „Þeir pöntuðu fund með mér án þess að hafa í raun séð tangur né tetur af sumarlín- unni. Höfðu bara heyrt svona góða hluti um hana,“ rifjar hann upp og getur þess að þegar línan hafi verið afhjúpuð hafi IT eingöngu pantað það allra vandaðasta og dýrasta. Vörurnar fari nú fljótlega í sölu hjá fyrirtækinu með vorinu. Mikil spenna virðist vera fyrir Munda innanbúðar hjá IT því fulltrúar fyrir- tækisins hafa þegar staðfest komu sína á sýningu hans í París í lok febrúar. „Þar verð ég með nýja vetrarlínu fyrir dömur og herra, AW12, á tískuvikunni. Ég og mitt fólk höfum verið að vinna baki brotnu að henni síðustu mánuði. Hún á örugglega eftir að koma á óvart,“ segir hann leyndar- dómsfullur. roald@frettabladid.is Mundi fatahönnuður. Mundi í samstarf við IT Fyrirtækið IT hefur tekið hluta af vor- og sumarlínu Guðmundar Hallgrímssonar, Munda vonda, til sölu. IT er ein stærsta og virtasta verslanakeðjan í Hong Kong og sérhæfir sig í sölu á hátískuvörum. Úr sumar- línunni Chained and Dump- ed in the Ocean sem vakti hrifningu IT. Mikil leynd hvílir yfir vetrarlínunni sem verður sýnd í París. Ragna Fróðadóttir , hönnuður og listrænn stjórnandi hjá Edel- koort inc., flytur fyrirlestur í Norræna húsinu 11. febrúar klukkan 14. Þar mun Ragna fjalla um strauma og stefnur í hönnun og áhrif þjóðararfs á hana. Allar nánari upplýsingar á nordice.is Fleiri myndir á Facebook af öllum hönskum VETRARHÁTÍÐ Í MIÐBÆNUM Dagana 9. – 11. febrúar Nám í Hönnun, Stjórnun Sjónlistum og Tízku[ ] Istituto Europeo Di Design, einn virtasti hönnunarskóli Evrópu, hefur í rúm 40 ár verið í fararbroddi á sínu sviði. IED býður fræðilegt og hagnýtt nám sem byggir á ítalskri hönn- unarhefð og sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu IED, þar sem verklegt og fræðilegt nám helst í hendur. Í boði er þriggja / fjögurra ára BA nám, þriggja ára Diploma nám, eins árs nám og mastersnám. Kennt er á ENSKU, ítölsku, eða á spænsku og námið er lánshæft hjá LÍN. BARCELONA | MADRID | MILAN | ROME | TURIN | FIRENZE KYNN ING Á SÓLO N FIMM TUDA G 9/2 KL. 17 :00 - 19:00 www.belladonna.is FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.