Fréttablaðið - 09.02.2012, Page 56
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR44
sport@frettabladid.is
ICELAND EXPRESS-DEILD KARLA fer aftur af stað í kvöld með fjórum leikjum.
Topplið Grindavíkur sækir Tindastól heim, Þór Þorlákshöfn fær Njarðvík í heimsókn, ÍR
ferðast í Stykkishólm og Valur tekur á móti Fjölni. Leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Við ætlum okkur að
spila á Fylkisvellinum
í sumar og ekkert annað
kemur til greina.
BJÖRN GÍSLASON
FORMAÐUR FYLKIS
FÓTBOLTI Aðeins þrír mánuðir eru
í að keppni í Pepsi-deild karla
hefjist á ný og enn sem komið er
eru stúkumál Fylkis enn óleyst.
Félagið þarf að hefja framkvæmd-
ir við byggingar á nýrri stúku til
þess að fá keppnisleyfi á heima-
velli sínum í Árbænum.
Björn Gíslason, formaður Fylk-
is, segir að teikningar séu tilbúnar
og að nú standi yfir fjáröflunar-
vinna. Félagið sé í viðræðum við
Reykjavíkurborg en setji það ekki
fyrir sig að safna þeim peningi
sem þarf fyrir stúkunni.
„Það er verið að leggja inn
teikningar fyrir nýrri stúku og
það er stefnt að því að hefja jarð-
vegsvinnu í næsta mánuði,“ sagði
Björn sem segir félagið reiðubúið
að hefja fjáröflun í hverfinu.
„Við ætlum að tala við einstak-
linga og fyrirtæki í hverfinu. Við
höfum gert athuganir og fengið
mjög góð viðbrögð hingað til. Það
er greinilegt að fólkið í hverfinu
vill ekki missa Fylkisleikina úr
Árbænum. Við ætlum okkur að
spila á Fylkisvellinum í sumar og
það er ekkert annað sem kemur til
greina,“ segir Björn.
Fylkismenn eru enn í viðræðum
við borgaryfirvöld og munu funda
með þeim, ÍTR og KSÍ í dag vegna
málsins. Björn er bjartsýnn á að
viðræðurnar muni bera árangur.
Undanþágufresturinn útrunninn
„Við höfum þegar fundað með
borgarstjóra, aðstoðarmanni hans
og fulltrúum ÍTR. Við erum heldur
bjartsýnni eftir þann fund heldur
en hitt en þó er ekkert fast í hendi.
Hvort við fáum einhver svör á
næsta fundi verður að koma í ljós.“
Fylkir hefur verið á undanþágu
í um áratug vegna leyfiskerfis
KSÍ sem gerir þær kröfur að félög
í efstu deild séu með yfirbyggða
stúku fyrir áhorfendur. Nú er sá
frestur runninn út og Fylkismenn
þurfa því að grípa til aðgerða.
Grófar fjárhagsáætlanir sem
gerðar voru fyrir rúmu ári gera
ráð fyrir að stúkan muni kosta á
bilinu 150-160 milljónir. Aðeins
þrír mánuðir eru í að keppni í
Pepsi-deild karla hefjist og ljóst
að ný stúka mun ekki rísa á þeim
tíma.
„Í mars munum við hefja jarð-
vegsvinnu og stækka núverandi
áhorfendapalla til að bæta við
sætum fyrir 300 áhorfendur í
viðbót. Framkvæmdir liggja svo
niðri á meðan tímabilið er í gangi
og þær myndu svo hefjast aftur
næsta haust,“ segir Björn og er
vongóður um að Fylkir fái áfram
undanþágu frá leyfiskerfinu fyrst
framkvæmdir verði hafnar. „Ég
hef orð fyrir því frá KSÍ.“
Hvort Reykjavíkurborg muni
leggja til pening í byggingu stúk-
unnar og hversu mikinn á eftir að
koma í ljós. En Björn segir að allt
verði gert til að missa ekki heima-
leiki félagsins úr hverfinu.
Mikil hverfisvitund í Árbænum
„Í hvert sinn sem Fylkir spilar
á heimavelli verður lítil hátíð í
hverfinu. Það er mikil hverfis-
vitund á meðal íbúanna og mikill
stuðningur við félagið.“
Keppni í Pepsi-deild karla hefst
6. maí næstkomandi og er áætlað
að Fylkismenn taki á móti Kefl-
víkingum á heimavelli sínum í
Árbænum strax í fyrstu umferð.
eirikur@frettabladid.is
Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf
Fylkismenn eru harðákveðnir í að spila heimaleiki sína í Pepsi-deild karla næsta sumar. Til þess þarf þó
nýja stúku sem búið er að teikna. Óvíst er með þátttöku borgaryfirvalda í kostnaði við byggingu hennar.
FORMAÐURINN OG STÚKAN Björn Gíslason á Fylkisvellinum. Í bakgrunni er aðstaða fyrir áhorfendur eins og hún lítur út í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fylkir var ekki eina félagið á undanþágu frá
leyfis kerfi KSÍ vegna aðstöðu áhorfenda. ÍBV átti
það á hættu að missa heimaleiki sína frá Vest-
mannaeyjum en er nú komið af stað í sínum
framkvæmdum.
„Það er búið að grafa og er verið að setja
undirlag. Svo verður byrjað að reisa eftir helgi,“
sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnu-
deildar ÍBV. Hann bindur vonir við að fyrsta áfanga
framkvæmdarinnar verði lokið þegar keppni hefst í
Pepsi-deild karla í maí.
Sá áfangi gerir ráð fyrir að sæti í yfirbyggðri stúku verði
470 talsins og að hann kosti 47 milljónir króna. Félagið
fékk styrk frá KSÍ, Vestmannaeyjabæ og fyrirtækjum í bænum fyrir kostnað-
inum. Félagið áætlar að ljúka við bygginguna á næstu árum en Óskar segir
að fyrsti áfanginn dugi til að uppfylla kröfur leyfiskerfis KSÍ í bili. Auk nýju
stúkunnar eru nú þegar sæti fyrir 525 manns í óyfirbyggðri stúku hinum
megin við völlinn.
Framkvæmdir hafnar í Eyjum
FÓTBOLTI Niðurstaða er komin
í réttarhöldum þeirra Harrys
Redknapp og Milans Mandaric.
Kviðdómur komst að þeirri niður-
stöðu í gær að þeir væru saklaus-
ir af ákærum um skattsvik.
Redknapp var gefið að sök að
hafa skotið greiðslum frá Milan
Mandaric undan skatti þegar þeir
störfuðu saman hjá Portsmouth.
Redknapp var knattspyrnustjóri
félagsins en Mandaric eigandi.
Greiðslan nam um 189 þús-
und pundum og sagði Redknapp
að um gjöf hafi verið að ræða og
tengdist starfi hans hjá Ports-
mouth á engan hátt. Voru þeir
lýstir saklausir í öllum ákæru-
atriðum og því lausir allra mála.
Munu þeir hafa fallist í faðma
þegar niðurstaðan var kunngjörð
í dómsalnum.
„Þetta var martröð sem tók
ekki enda fyrr en að fimm árum
liðnum. Þetta mál hefði aldrei
átt að fara fyrir rétt. Ég er bara
ánægður með að mega fara
heim,“ sagði Redknapp. Hann er
knattspyrnustjóri Tottenham og
getur einbeitt sér að því að sinna
sínum störfum þar. - esá
Léttir fyrir Redknapp:
Saklaus af öll-
um kæruliðum
REDKNAPP Getur farið að einbeita sér
að fótboltanum á nýjan leik. Hér svarar
hann spurningum blaðamanna.
NORDIC PHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Tvö efstu lið N1-deild-
ar karla, Haukar og FH, munu
eigast við í Hafnarfjarðarslag í
Schenker-höllinni í kvöld en þá
fer heil umferð fram í deildinni.
Haukar steinlágu fyrir Val í síð-
ustu umferð en eru engu að síður
með þriggja stiga forystu á toppi
deildarinnar.
Sex efstu lið deildarinnar berj-
ast um fjögur laus sæti í úrslita-
keppninni og mætast HK og
Valur í mikilvægum leik í þeirri
baráttu í kvöld. Leikirnir hefjast
báðir klukkan 19.30. - esá
N1-deild karla:
Hafnarfjarðar-
slagur í kvöld
HANDBOLTI „Ég er með tilboð frá
Odense í Danmörku að þjálfa
kvennaliðið þar og verð að svara
því fljótlega. Það er ágætlega
spennandi og svo hafa verið fyrir-
spurnir frá karla- og kvennaliðum
í Skandinavíu. Það er samt ekk-
ert sem ég er hoppandi spenntur
fyrir,“ sagði Ágúst Þór Jóhanns-
son, landsliðsþjálfari kvenna og
þjálfari norska liðsins Levanger.
Ágúst Þór lætur af störfum hjá
norska félaginu í lok tímabilsins
og gæti allt eins farið svo að hann
komi aftur heim til Íslands.
„Við fjölskyldan þurfum að fara
yfir stöðuna og við útilokum ekki
að koma bara heim. Okkur langar
alveg að vera úti en við ætlum ekki
að vera úti bara til að vera úti. Það
verður eitthvað spennandi að koma
upp.“
Kvennalandsliðið náði eftirtekt-
arverðum árangri á HM í Brasi-
líu í desember. Hefur sá árangur
ekki skilað Ágústi neinu? „Jú, það
hefur skilað fjölda fyrirspurna en
markaðurinn er erfiður og það eru
ekki mörg störf að losna. Ég gæti
eflaust djöflast og fengið eitthvað
einhvers staðar. Það er samt líka
spennandi að koma heim og vinna
með landsliðið á fullu enda spenn-
andi tímar fram undan þar,“ sagði
Ágúst en hann hafði ekki gert upp
við sig hvort það yrði við hæfi að
þjálfa félagslið hér heima sam-
hliða starfi landsliðsþjálfara.
- hbg
Ágúst Þór Jóhannsson með tilboð frá Odense en framtíðin alveg óráðin:
Útiloka ekki að koma bara heim
Á MARKAÐNUM Ágúst Þór er með eitt tilboð í höndunum sem stendur en hefur
fengið fjölda fyrirspurna að eigin sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR