Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 2
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR2 SKIPULAGSMÁL Íbúar í nágrenni Norðurturnsins við Smáralind í Kópavogi krefjast þess að honum verði lokað til að koma í veg fyrir óþolandi vindgnauð sem stafi frá byggingunni jafnt dag sem nótt. „Það ískrar og ýlir í turninum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, íbúi í Lindasmára og talsmaður íbúanna gagnvart yfirvöldum. „Ef maður opnar svaladyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. Það verður að loka þessari byggingu,“ undirstrikar Jóhannes. Árni Árnason, for maður lóða- félagsins í Lindasmára 27 til 45, segir íbúana í hverfinu hafa setið uppi með óhljóð síðan fram- kvæmdir við turninn hófust. „Á meðan húsin eru í byggingu þá er ekki hægt að kvarta. Það einfald- lega tekur sinn tíma og svo er það búið. En þetta bara fer ekki! Ef það hvessir mikið á nóttunni er fólk í hverfinu að vakna. Það passar sig á að hafa lokaða glugga þegar það fer að sofa vegna hávaðans,“ segir hann. Árni kveðst hafa leitað til bæj- aryfirvalda vegna óhljóðanna. „Bærinn vísar á eigandann sem er þrotabú hússins. Þrotabúið vísar síðan áfram á kröfuhafana,“ segir hann og bætir við að Norð- urturninum hafi verið „troðið“ í gegn um skipulagið í Kópavogi á sínum tíma. „Kópavogsbær á að tryggja það að húsnæði eins og þarna stendur sé ekki að valda öðrum íbúum ama. Og þetta hús er að gera það – og þá er ég ekki bara að tala um hvað það er ljótt og ófrágengið,“ segir Árni. Jóhannes segir einnig vanda- mál að Norðurturninn og turninn á Smáratorgi hafi breytt vindáttum í hverfinu. Það hafi orðið til þess að rusl frá verslunum og veitinga- stöðum í nágrenninu fjúki inn á lóðir íbúðanna. Það hafi orðið til- efni til langvinnra samskipta við bæjaryfirvöld um þrif á lóðun- um. „Þetta er eins og ösku haugar. Bærinn sendir menn þegar lengi hefur verið beðið um það en aldrei að eigin frumkvæði,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frágangurinn við Norðurturn- inn sé eigendum Smára lindar einn- ig mikill þyrnir í augum. Þrota- búið og kröfuhafarnir hafi hins vegar engar ákvarðanir tekið um næstu skref. Ekki þyki álitlegt að fjármagna áframhaldandi fram- kvæmdir og hvergi að finna kaup- anda að þeim hluta byggingarinn- ar sem þegar er risinn. Jóhannes hefur hins vegar tillögu að lausn. „Það er rætt um að reisa menntaskóla í Kórahverfinu. Það er upplagt að breyta turninum í menntaskóla. Til hvers að hrúga niður byggingum út um allt ef þær nýtast ekki?“ spyr Jóhannes í Linda smára. gar@frettabladid.is Ef maður opnar svala- dyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. JÓHANNES GUNNARSSON Í LINDASMÁRA LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær til 14. mars gæsluvarðhald yfir þremur körlum og einni konu sem grunuð eru um að tengjast alvarlegum líkams árásum í Hafnarfirði 22. desember síð- astliðinn. Þá var ráð- ist á konu í Vallahverfi og gengið alvar- lega í skrokk á henni. Meðal annars var reynt að klippa af henni fingur. Hún var með- vitundarlaus þegar að henni var komið og var flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Eftir fyrstu handtökurnar var ráðist á hana að nýju. Á meðal þeirra sem í gæslu- varðhaldi eru, eru menn sem tengjast Vítisenglum, þeirra á meðal forsprakkinn Einar Marteins son. - sh SPURNING DAGSINS Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Kristmundur, standið þið aftur upp eftir úrslitin? „Já, algjörlega. Enda er þetta besta annað sæti sem Íslendingur hefur lent í.“ Kristmundur Axel Kristmundsson er einn söngvara hljómsveitarinnar Blás Ópals sem hafnaði í 2. sæti í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardagskvöld. Lag sveitarinnar heitir Stattu upp. Íbúar þreyttir á ýlfri frá Norðurturninum Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. JÓHANNES GUNNARSSON Talsmaður íbúa í Lindasmára segir vindhljóð frá hinum ókláraða og ófrágengna Norðurturni við Smáralind valda íbúum í nágrenninu miklu ónæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld til- kynntu í gær að þau hefðu náð tveimur nýjum áföngum í átt- ina að framleiðslu kjarnorku- eldsneytis. Þá skýrðu þau frá því að þau muni draga úr olíusölu til Evrópu ríkja vegna refsiaðgerða sem Evrópusambandið hefur samþykkt gegn Íran. Þetta getur komið sér mjög illa fyrir Grikkland og fleiri Evrópu- ríki, sem eiga mikið undir því að geta flutt ódýra olíu inn frá Íran. - gb Íranar auka kjarnorkugetu: Draga úr olíu- útflutningi DANMÖRK Miklar skuldir, alltof miklar launahækkanir og minni útflutningur eru ástæður þess að framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB, hefur sett Danmörku á lista með 11 öðrum Evrópusambandslöndum sem fylgjast þarf vel með. Fram kvæmda stjórnin mun einnig hafa auga með þróun efna- hagsmála hjá Belgum, Búlgörum, Spánverjum, Frökkum, Ítölum, Kýpverjum, Ungverjum, Sló- venum, Finnum, Svíum og Bretum. Ætlunin er að sjá snemma hættumerki í þróun efnahags- mála þannig að koma megi í veg fyrir nýja kreppu. - ibs Koma á í veg fyrir kreppu: Efnahagseftirlit í 11 ESB-ríkjum SAMFÉLAGSMÁL „Í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Þetta er það sem við erum búin að vera að reyna að hamra á í allri umræðu,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, formaður Samtakanna ´78, um niðurstöður nýlegrar rannsóknar um líðan ung- linga á Íslandi. „Þetta er vandamál sem verður að tækla.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að samkvæmt rannsókninni, sem unnin var við félags- vísindasvið Háskólans á Akureyri, eru samkynhneigðir unglingar í 10. bekk grunnskóla margfalt lík- legri til að hugsa ítrekað um sjálfs- víg eða reyna að fremja sjálfsvíg. Þau eru líklegri til að vera þung- lynd og kvíðin og líða illa í skól- anum. Árni Grétar segir samtök fyrir réttindum samkynhneigðra víða um heim hafa verið að bregðast við vandamálinu. Samtökin ´78 leita nú eftir fjár- magni til að hefja verkefni sem ber heitið „Stattu með“. „Við ætlum að búa til myndbönd sem beinast að ungu fólki og hvetja gagnkynhneigð ungmenni til að standa með vinum sínum og jafn- öldrum,“ segir Árni Grétar. Samtökin eru með starfandi ungliðahóp sem hittist einu sinni í viku og er yngsti meðlimurinn þar 13 ára. Boðið er upp á ókeypis félagsráðgjöf, viðtöl og stuðning og símaviðtöl fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Í rannsókninni kom fram að um tvö prósent stúlkna og drengja í 10. bekk hafa verið skotin í eða stundað kynlíf með einstaklingi af sama kyni. Þrettán þúsund íslensk- ir unglingar voru spurðir. - sv Formaður Samtakanna ´78 segir niðurstöður rannsóknar ekki koma á óvart: Vandamál sem verður að tækla ÁRNI GRÉTAR JÓHANNSSON Formaður samtakanna ´78 segir líðan samkyn- hneigðra unglinga löngum hafa verið vandamál sem nauðsynlegt er að laga. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI LÖGREGLUMÁL Mál rúmlega tvítugs manns sem stakk annan með hnífi í Kópavogi aðfaranótt 3. febrúar er rannsakað sem tilraun til mann- dráps. Þetta kemur fram í gæslu- varðhaldsúrskurði, sem Hæstirétt- ur staðfesti í fyrradag. Hnífurinn, sjálfskeiðungur með átta sentimetra blaði, olli áverkum á nýra og milta og er það mat lækna að aðeins tilviljun hafi ráðið því að stungan lenti ekki í stærri æðum sem hefði getað valdið því manninum blæddi út á stuttum tíma. Fjarlægja þurfti úr honum miltað vegna árásarinnar. Árásarmaðurinn, sem kærasta hans lýsir sem „hnífaáhugamanni“ sem gangi oftast nær um með hníf á sér, var undir áhrifum morfíns. Hann segir þolandann hafi átt upp- tökin að átökunum og hann hafi óttast að bíða af þeim bana. Hann hafi því stungið hann í sjálfsvörn. Jón Steinar Gunnlaugs son skilar sér at kvæði og segir ekki einsýnt að maðurinn sé hættu legur almenningi. „Í máls gögnum kemur fram að brota þoli hafði að mun meiri líkams burði en varnaraðili sem átti í vök að verjast í átökunum. Leiddi þetta til þess að varnaraðili greip til þess óyndisúr ræðis að bregða hnífnum á brotaþola,“ segir í sératkvæðinu. - sh Hnífaáhugamaður stakk í sjálfsvörn, að eigin sögn, svo fjarlægja þurfti milta: Hending að ekki hlaust af bani LEIDDUR FYRIR DÓMARA Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir mann- inum til 9. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EINAR MARTEINSSON Grunaðir um alvarlega árás: Vítisenglarnir áfram í haldi LÖGREGLUMÁL Lögreglan leitar að unglingspilti sem réðst á sér yngri dreng á bílastæði við Laugardals- völl rétt eftir hádegi á þriðjudag. Þrettán ára piltur leitaði á slysadeild eftir líkamsárásina, en hann hafði verið laminn nokkrum sinnum með einhvers konar priki. Hann fann fyrir eymslum í höndum og fótum. Árásarmaðurinn er talinn vera á menntaskólaaldri en annar drengur var með honum í för. Þeir eru báðir grannvaxnir og voru klæddir í svartar hettupeysur. - þeb Réðst á yngri dreng: Lögregla leitar árásarmanns HEILBRIGÐISMÁL Nemendur í öðrum og þriðja bekk Granda- skóla slepptu 400 blöðrum í gær, í tilefni af alþjóðlegum baráttu- degi krabbameinssjúkra barna. Einn nemendanna er í krabba- meinsmeðferð. Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna stóð að uppá- komunni, sem var ætlað að vekja athygli á málstaðnum. Þá hefur styrktarfélagið dreift tólf þús- und póstkortum þar sem vakin er athygli á einkennum krabba- meins í börnum. Tíu til tólf börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. - þeb Vekja athygli á krabbameini: 400 blöðrum sleppt til himins VIÐ GRANDASKÓLA Nemendurnir slepptu blöðrunum fyrir utan skólann í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.