Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 6
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR6 Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. 20% afslátturGildir einungis í verslunum Lyfja & heilsu Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál. Lokað í dag ! Fimmtudaginn 16. febrúar er lokað hjá ríkisskattstjóra Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Frjálsa fjárfestingar- bankanum hefði verið óheimilt að krefjast hærri vaxtagreiðslna, en sem nam upphaflegum samnings- vöxtum, af gengistryggðum lánum aftur í tímann. Hæstiréttur dæmdi slík lán ólögmæt í júní 2010 og eru endurútreikningar íslenskra fjár- málafyrirtækja í kjölfar dómsins þar með í uppnámi. Útreikningarnir byggðu á lögum Alþingis frá því í desember 2010 um hvernig bregðast skyldi við dómi Hæstaréttar. Samkvæmt lögunum voru lánin endurreiknuð eins og þau hefðu verið veitt með verðtryggðum vöxtum Seðlabankans. Niðurstaða Hæstaréttar í gær er sú að ólöglegt hafi verið að breyta vöxtum lánanna aftur í tímann en lánin verða þó áfram látin miðast við vexti Seðla- bankans frá 28. desember 2010, deg- inum þegar lög Alþingis tóku gildi. Forsaga málsins er sú að þann 16. júní árið 2010 úrskurðaði Hæstirétt- ur að erlend myntkörfulán Lýsingar og SP Fjármögnunar til bílakaupa hefðu verið ólögleg. Hafði dómurinn fordæmisgildi fyrir annars konar gengistryggð lán en niðurstaða hans var að ólögmætt væri að gengis- tryggja lán veitt í krónum. Í honum var hins vegar ekki tekin afstaða til þess við hvaða vexti skylda miða í ljósi þess að lánasamningarnir voru ólögmætir. Erlendu vextirnir gildi DÓMUR HÆSTARÉTTAR UM GENGISTRYGGÐ LÁN Óvíst er hvað nýfallinn gengis lánadómur Hæsta- réttar mun kosta. Talið að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljarða. Fyrstu útreikningar stjórnvalda reikna með að aukinn kostnaður Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka vegna dóms Hæsta- réttar sem féll í gær verði allt að 30 milljarðar króna, sam- kvæmt heimildum Frétta blaðsins. Þeir útreikningar miða þó við að dómurinn nái einungis yfir lán einstaklinga, ekki fyrirtækja. Þá skiptir líka máli hversu vítt eða þröngt dómurinn er túlkaður varð- andi hvenær lántakandi telst hafa verið í skilum. Auk þess mun dóm- urinn líka hafa áhrif á bílalána- fyrirtæki á borð við Lýsingu. Ragnar H. Hall, sem flutti málið fyrir Hæstarétti fyrir hönd stefn- enda, telur þó að hann nái líka yfir fyrirtækjalán. „Að því leyti sem lán eru í skilum þá held ég að dómur- inn nái líka til fyrirtækjalána.“ Sé skilningur Ragnars á málinu réttur er líklegt að dómurinn muni kosta fjármálafyrirtæki mun hærri fjár- hæðir. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að það liggi enn ekki fyrir hver viðbótar- kostnaður bankans vegna dómsins verði. „Þetta mun hafa áhrif, en við stöndum mjög sterkum fótum. Við teljum dóminn ná yfir þau fyrir- tækjalán sem teljast ólögmæt sam- kvæmt hinum svokallaða Mótor- max-dómi sem féll í fyrra. Það er töluvert mikið sem við höfum endur reiknað samkvæmt honum. Þessi dómur hefur fordæmi gagn- vart þeim lánum, hann hefur for- dæmi gagnvart íbúðalánunum og hann hefur fordæmi gagnvart bíla- samningum sem voru með ólög- mætri gengistryggingu.“ Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán til einstaklinga ólögleg sumarið 2010. Sambærilegur dómur varð- andi hluta fyrirtækjalána, hinn svo- kallaði Mótormax-dómur, féll síðan í fyrra. Samkvæmt sviðsmyndum sem efnahags- og viðskiptaráðu- neytið lét vinna á þeim tíma, og Fréttablaðið hefur undir höndum, var heildarumfang gengistryggðra lána til einstaklinga og fyrirtækja talið vera rúmlega 1.000 milljarðar króna. Þar var heildarvirði lána til fyrirtækja um 841 milljarður króna og einstaklinga um 186 milljarðar króna. Um 80% lánanna voru því til fyrirtækja en um 20% íbúða- eða bílalán til einstaklinga. Um þriðjungur allra gengistryggðra lána var til sjávarútvegsfyrirtækja og rúm 10% þeirra voru til eignar- haldsfélaga. Sviðsmyndirnar sögðu að það myndi eiga sér stað um 350 millj- arða króna eignartilfærsla frá fjár- málafyrirtækjum til lántakenda ef miðað yrði við samningsvexti að öllu leyti við uppgjör lánanna. Ef miðað yrði við lægstu vexti Seðla- banka Íslands yrði sú eignartil- færsla um 140 milljarðar króna. Eftir dóm Hæstaréttar í gær er ljóst að lokaniðurstaðan mun liggja ein- hvers staðar á milli þessara talna. Bankarnir þurfa nú að endur- reikna öll ofangreind lán til að finna út hver endanlegur viðbótarkostn- aður þeirra vegna niðurfærslnanna verður. Hann mun þó vart fella nein fjármálafyrirtæki, enda sameigin- legt eigið fé stóru bankanna þriggja rúmlega 460 milljarðar króna í lok september síðastliðins. Tugmilljarða tilfærsla í kjölfar gengislánadóms Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna, segir dóm Hæstaréttar gríðarlegan létti. Hann þýði að endurreikna þurfi öll gengistryggð lán í samræmi við það sem samtökin hafi alltaf haldið fram. Ekki hafi verið hægt að reikna vexti aftur í tímann frá lagasetningu í desember 2010. „Þannig að fram að þeim tíma gilda þeir vextir sem voru á láninu. Eftir þann tíma er hægt að reikna með óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands,“ sagði Andrea í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld. Í samræmi við okkar málstað LÍKA BÍLALÁN Máli skiptir hvort dómurinn nær til einstaklinga eða einnig til fyrirtækja. Dómurinn mun líka hafa áhrif á bílalána- fyrirtæki á borð við Lýsingu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir merkilegast við dóm Hæstarréttar að allir dómararnir sjö séu sammála um að lögin um endur- reikning lána standist ekki stjórnar- skrána. Alþingi hafi hlaupið á sig við lagasetninguna. Gísli telur að hafi menn misst heimili sín á uppboði vegna þessara útreikninga á gengislánum sem Hæstiréttur hefur nú dæmt ólöglega kunni bankar að vera bótaskyldir vegna tjónsins sem þeir hafi bakað lántakendum. Gæti þurft að bæta orðin tjón Þann 30. júní kynntu Seðla- bankinn og FME svo tilmæli um hvernig endurreikna skyldi geng- islán. Skyldi miða við lægstu vexti sem þá giltu á lánamarkaði en ekki við upphaflega vexti lánanna sem voru yfirleitt í kringum þrjú pró- sent. Voru tilmælin kynnt þannig að þau ættu að brúa bilið þangað til óvissu um meðferð gengistryggðra lána yrði eytt fyrir dómi. Þau voru ekki lagalega bindandi og var fjár- málafyrirtækjum í sjálfsvald sett hvort þau fóru eftir þeim. Mán- uði síðar féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að gera skyldi upp gengistryggð bíla- lán miðað við óverðtryggða vexti Seðlabankans. Þann dóm stað- festi Hæstiréttur svo í september. Í þeim dómi var hins vegar ekki tekin afstaða til þess hvort löglegt væri að endurreikna lánin aftur í tímann. Í kjölfarið mælti Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, fyrir lögum á Alþingi þar sem skýrt var hvernig staðið skyldi að endur út- reikn ingum gengislána. Skyldu greiðslur af lánunum endur- reiknaðar aftur í tímann eins og ef lánin hefðu miðast við verðtryggða vexti Seðlabankans. Þá skyldi það sama gilda um öll gengislán óháð mismunandi orðalagi í bíla- og fasteignalánasamningum. Voru lögin samþykkt þann 18. desember 2010 og tóku gildi tíu dögum síðar. Í kjölfarið hófu fjár- málastofnanir svo að endurreikna lán viðskiptavina sinna og endur- greiða þeim sem höfðu greitt of mikið. Þau lög hafa nú verið dæmd ólögmæt. - mþl Lögin voru samþykkt með 27 atkvæðum gegn þremur á Alþingi þann 18. desember 2010. Þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn frum- varpinu, en 22 þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sátu hjá. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, sat einnig hjá. Aðrir þingmenn Samfylkingar og Vinstri græns greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmenn Hreyfingarinnar voru mótfallnir því að lög væru sett á meðan enn væru í gangi dómsmál fyrir Hæstarétti um lögmæti og vexti. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins sögðu frumvarpið ekki nógu vel unnið og vildu fresta málinu. Hreyfingin greiddi ein atkvæði á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.