Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 30

Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 30
Sjálfsagðir hlutir kallast ný sýning á Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi. Gripirnir eiga sér oft á tíðum sögu sem kemur á óvart, þar sem tilviljun og hugmyndaauðgi eiga stóran þátt í að nýr hlutur verður til. www.honnunarsafn.is Kynning - auglýsing Hagræðing í rekstri húsfélagsins Umsjón húsfélags getur verið tímafrekt starf sem íbúar fjölbýlishúsa þurfa gjarnan að sinna kauplaust og í sínum eigin frítíma. Fyrirtækið Eignaumsjón veitir húsfélögum heildarþjónustu í rekstri bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Húsfélög eru í eðli sínu lítil fyrirtæki og þurfa gott utan umhald. Við erum hagnýtur samstarfsaðili hús- stjórna og eigenda íbúða,“ segir Daníel Árnason, framkvæmda- stjóri Eignaumsjónar. Hann segir utanumhald fjár- mála viðamikinn þátt þjónustu fyrirtækisins, umsjón húsfunda og leit eftir tilboðum í viðhaldsverk. Þá komi Eignaumsjón einnig að hinum mannlega þætti sambýlis- ins í húsinu. „Við tökum að okkur bæði skemmtilegu og leiðinlegu verk- efnin, til dæmis ef upp koma brot á húsreglum. Hússtjórnin losnar þá við að vera á þröskuldinum hjá nágrannanaum. Fyrsta grunn- þjónustan okkar snýst þó um gjaldkerahlutverkið. Við verðum í raun skrifstofa húsfélagsins þar sem bæði eigendur íbúða og hús- stjórnir hafa aðgang að okkur. Við tryggjum að eigendur nái fram réttindum sínum, til dæmis varðandi endurgreiðslu á virðis- aukaskatti og lækkun á skatt- stofni vegna viðhaldsvinnu,“ segir Daníel og ítrekar hagræðið við að formleg vinna sé í höndum utan- aðkomandi aðila. „Það reynir oft á hvernig staðið er að formlegri ákvarðanatöku varðandi stærri viðhaldsverk- efni, kostnað sem getur hlaupið á milljónum, enda aðstæður eigenda oft misjafnar. Þá þarf að standa rétt að ákvörðunum og stundum er skynsamlegt að áfangaskipta við- haldsverkum. Við höldum utan um húsfundi, boðun þeirra og framkvæmd og ráðleggjum fólki varðandi fjármögnunarmöguleika. Við leiðbeinum eigendum hvernig hver getur staðið að fjármögnun á sínum hlut og aðstoðum einnig ef húsfélagið sjálft fer í lántöku.“ Eignaumsjón þjónustar bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, allt frá stórum fjölbýlishúsum og niður í einstaka stigaganga. Daníel segir kostnað húsfélaga við þjónustu Eignaumsjónar ekki þurfa að hækka húsgjöld þar sem oft náist umtalsverð hagræðing fram í rekstri húsfélagsins. „Við leggjum okkur fram um að vinna fyrir kaupinu okkar og stillum verði í hóf. Við höfum starfað í rúman áratug og búum yfir þekkingu og reynslu til að glíma við ýmiss konar verkefni. Við keppum ekki við sjálfboðaliða við eldhúsborðið heima í verði en oftast náum við fram hagræðingu í rekstri húsfélagsins og að auki er ótvíræður kostur að losa stjórn undan framkvæmd erfiðra mála. Þegar fólk áttar sig á í hverju þjónusta okkar felst þá vill það ekki hætta.“ www.eignaumsjon.is Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, segir húsgjöld ekki endilega þurfa að hækka með aðkomu þjónustunnar þar sem oft náist umtalsverð hagræðing í rekstri húsfélagsins. MYNDGVA „Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að gjald- kera, s.s. umsjón með innheimtu, greiðslu reikninga, færslu bókhalds og undirbúning aðalfundar. Þá hefur reynst dýrmætt að geta leitað til Eigna umsjónar varðandi útvegun aðkeyptrar þjónustu, s.s. trygginga og verktaka. Ég get óhikað mælt með Eignaumsjón.” Jón Ellert Lárusson, fv. gjaldkeri, Blásölum 22. UMSÖGN VIÐSKIPTAVINAR 1 VM húsið í Kaupmannahöfn í Danmörku er íbúðarblokk hönnuð af PLOT, BIG og JDS arki- tektum. Blokkin var byggð á árun- um 2004-2005 en í henni eru 230 íbúðir. Húsið þykir sérstakt vegna nýstárlegra forma og notkunar glers. 2 Kubuswoningen eða Kubbahús eru frumleg íbúðarhús í Rotterdam og Helmond í Hollandi. Þau eru hönnuð af arki tektinum Piet Blom. Blom hallaði hefð- bundnu húsi um 45 gráður og tyllti því á sex hyrnings laga grunn. Húsin eru vinsæll við komu- staður ferðamanna og hefur einn eigandinn breytt húsi sínu í safn. 3 Casa Milà er nafn þessa sér-stæða íbúðarhúss í Barce- lona. Það er reyndar betur þekkt undir nafninu La Pedrea sem þýðir grjótnáman. Húsið var hannað af Antoni Gaudi og var byggt á árunum 1905 til 1910. Það stendur við Passeig de Gràcia 92 í Eixample-hverfinu í Barcelona. Hönnun hússins var umdeild á sínum tíma vegna djarfra forma enda virðist framhlið hússins bylgjast. Húsið fór á heimsminja- skrá UNESCO árið 1984. Í dag geta ferðamenn fengið að fara skoðunarferð um húsið. 4 Fred & Ginger er gælunafn þessa húss sem stendur í miðborg Prag í Tékklandi enda líkist það helst tveimur dönsurum á dansgólfi. Nationale- Nederlanden byggingin var hönnuð af króatísk-tékkneska arkitektinum Vlado Miluni í samvinnu við kanadísk-bandaríska akritektinn Frank Gehry á lóð við Moldá. Byggingin var reist árið 1996. 5 Aqua er 86 hæða hár skýjakljúfur í Chicago. Hann var hannaður af hönnunarteymi Jeanne Gang en byggingin er sú hæsta í heimi þar sem kona er aðalarkitekt. Húsið er 262 metrar á hæð og hefur hlotið ýmis hönnunarverðlaun. Furðuleg fjölbýlishús Arkitektúr eru fáar skorður settar eins og sjá má á þessum fjölbreyttu og jafnvel furðulegu húsum. 1 2 3 4 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.