Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 58
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR42 sport@frettabladid.is saman mjög góðan hóp. Við erum með mjög góða leikmenn í öllum stöðum en samt fer enginn í fýlu af því að hann fær ekki að spila þann daginn.“ Hann segir liðsheildina góða og stemninguna líka. Gott dæmi sé hvernig spænski leik- stjórnandinn Iker Romero, sem Dagur fékk til liðsins í fyrra, hefur komið inn í liðið. „Mörgum þótti skrýtið að Dagur skuli hafa fengið hann því hann hefur verið mikið meiddur. Hann hefur samt komið inn í leiki og reynst okkur vel. Þess fyrir utan er hann afar skemmti legur og þó svo að hann tali í raun litla þýsku eða ensku kemur hann öllum til að hlæja með lé- legum fimmaurabröndurum með sínu hrogna- máli. Hann leggur því sitt af mörkum þar líka.“ Spennandi tímar hjá Löwen Í sumar gengur Alexander svo til liðs við Rhein-Neckar Löwen og er spenntur fyrir því verkefni. Hann lýsti því í viðtali við Frétta- blaðið fyrir áramót að honum hugnaðist illa að flytja fjölskylduna alla á milli landshorna í Þýskalandi á meðan það væri nokkur óvissa í kringum Löwen og framtíð félagsins. Síðustu daga og vikur hafa þó fregnir borist úr herbúðum Löwen sem Alexander líst vel á. „Það eru nokkrir leikmenn að fara frá félaginu og aðrir mjög sterkir að koma inn. Ég er spenntur fyrir því að skipta yfir í sumar. Þó svo að félagið ætli sér stóra hluti og leik- menn ætla sér að ná langt er samt búið að stilla væntingum í hóf. Ég tel afar spennandi verkefni í gangi hjá félaginu.“ HANDBOLTI Það verður mikið um að vera á árinu 2012 hjá Alexander Peterssyni. Lið hans, Füchse Berlin, er í öðru sæti þýsku úrvals- deildarinnar og á fullu í Meistaradeildinni. Í sumar gengur hann svo til liðs við Rhein- Neckar Löwen eins og legið hefur fyrir. Þá er Ólympíuár og Ísland á fína möguleika á að komast til Lundúna. En það sem Alexander er fyrst og fremst að hugsa um þessa dagana er að ná sér góðum af axlarmeiðslum sem hafa plagað hann í nokkurn tíma og ógna nú bæði tímabilinu í Þýskalandi og þátttöku hans í verkefnum landsliðsins. Læknarnir ekki allir sammála Fréttablaðið hitti á Alexander á kaffi húsi í Ber- lín í gær, fyrir leik sinna manna gegn Magde- burg í þýsku úrvals deildinni. Alexander tók ekki þátt í leiknum en hann hefur ekkert spilað síðan Ís land mætti Slóveníu á EM í Serbíu. „Það veit enginn hvað þetta þarf langan tíma til að jafna sig,“ segir Alexander sem er með sýkingu í sinum auk þess sem bein í öxlinni er óeðlilega vaxið. „Ég hef farið til nokkurra lækna sem segja sumir að best væri að laga beinið með aðgerð en aðrir vilja gefa öxlinni tíma til að jafna sig. Læknarnir í Füchse Berlin vilja sleppa við aðgerð en þótt ég myndi fara í hana væri ekki 100 prósent öruggt að það myndi leysa vandann.“ Aðgerð myndi þýða að Alexander myndi ekki spila meira á tímabilinu. En það er meira í húfi – til að mynda umspilið fyrir Ólympíu- leikana og jafnvel leikarnir sjálfir ef landsliðið kemst þangað. „Ég er orðinn betri en ég var í Serbíu og ég finn ekki fyrir öxlinni í daglegum verkum. En það er í raun ómögulegt að segja hvenær ég get kastað bolta á ný. Ég reyndi það í síðustu viku en það gekk ekki vel.“ Reynir líka óhefðbundnar læknisaðferðir Nýbúið er að senda röntgenmyndir af öxlinni bæði til lækna Flensburg, hans gamla félags, sem og Rhein-Neckar Löwen. Það er því verið að vinna í lausn vandans á mörgum víg stöðvum. Á meðan gengur Alexander til sjúkra þjálfara auk þess sem hann hefur einnig leitað til hómó- pata sem hefur reynst honum og öðrum íslensk- um íþróttamönnum vel. Alexander er til í að reyna allt, með tilheyrandi remedíum og raf- magnsskautum. „Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með öxlina og hómópatinn komst að því að ég væri með skemmdan endajaxl. Þegar það var lagað þá lagaðist öxlin,“ segir hann og bros- ir. „Hann hefur reynst nokkrum íslenskum íþróttamönnum vel og hefur gott orð á sér.“ Romero er brandarakall Þegar talið berst að sjálfum handboltanum segir Alexander að gengi Füchse Berlin sé merkilega gott miðað við styrk leikmanna- hópsins. Það eru til dæmis engar stórstjörnur í liðinu. „En það er kannski okkar besti kostur. Dagur [Sigurðsson þjálfari] hefur náð að setja FRAM OG HAUKAR hita upp fyrir komandi bikarúrslitaleik liðanna þegar þau mætast í Framhúsinu klukkan 19.30 í kvöld í 15. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar voru einmitt síðasta liðið til að vinna Fram í Safamýrinni í leik liðanna í nóvember en Hafnarfjarðarliðið er enn á toppnum þrátt fyrir tvö deildartöp í röð. Þrír aðrir leikir fara fram í kvöld. Grótta fær Akureyri í heimsókn klukkan 18.30 og klukkan 19.30 mætast FH - Afturelding og HK - Valur. Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Berlín eirikur@frettabladid.is ENN MIKIL ÓVISSA UM ÖXLINA Alexander Petersson segir að axlarmeiðsli sín geri það að verkum að ómögulegt sé að segja til um hvenær hann geti spilað handbolta á nýjan leik. Hann tjáir sig um meiðslin, Ólympíuleikana í London og yfir- vofandi félagaskipti frá Füchse Berlin yfir í Rhein-Neckar Löwen í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið. Í BERLÍN Í GÆR Alexander Petersson hefur ekkert spilað með Füchse Berlin síðan á Evrópumótinu í Serbíu í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.STEFÁN Alexander Petersson segir það gott að spila fyrir þjálfara eins og Dag Sigurðsson hjá Füchse Berlin. „Hann er mjög góður í sínu starfi og ég á von á því að hann verði áfram í Berlín næstu 3-4 árin, þó svo að hlutirnir geti verið mjög fljótir að breytast hjá þjálfurum.“ Það er fátt sem kemur Degi úr jafnvægi, þótt mikið gangi á í leikjunum. „Ég skil reyndar ekki hvernig hann fer að því að vera svona rólegur og yfir- vegaður,“ segir Alexander og brosir. „Hann er alltaf með ákveðið plan í huga og gleymir til að mynda aldrei skiptingum. Hann er alveg með þetta,“ bætir hann við. Dagur á það þó til að reiðast ef honum finnst á sér eða liði hans brotið. „Það er alveg til í honum líka en það er þá gott að vera með honum í liði.“ Dagur er ótrúlega yfirvegaður vítamín allt í einni töflu sport Mest seldu vítamín í Bretlandi og hafa hlotið hin virtu verðlaun „The Queen´s award for enterprise“ THE QUEEN'S AWARDSFOR ENTERPRISE: SUSTAINABLE DEVELOPMENT 2004 www.facebook.com/vitabioticsvitamin Meistaradeildin í fótb. í gær 16 LIÐA ÚRSLIT - FYRRI LEIKUR Zenit St Pétersborg - Benfica 3-2 0-1 Maxi Pereira (20.), 1-1 Roman Shirokov (27.), 2-1 Sergey Semak (71.), 2-2 Óscar Cardozo (87.), 3-2 Roman Shirokov (88.). AC Milan - Arsenal 4-0 1-0 Kevin Prince-Boateng (15.), 2-0 Robinho (38.), 3-0 Robinho (49.), 4-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (79.) Danski handboltinn AG Kaupmannahöfn-SönderjyskeE 29-28 Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk. Snorri Steinn Guðjónsson var með 2 mörk og fékk rautt spjald í lokin fyrir að tefja. Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu ekki í leiknum. Þýski handboltinn Fuchse Berlin- SC Magdeburg 24-20 Alexander Petersson er meiddur og Björgvin Páll Gústavsson kom aðeins við sögu í einu víti. Bergischer HC - THW Kiel 21-34 Rúnar Kárason 6 mörk - Aron Pálmarsson 1. Kiel er búið að vinna fyrstu 20 deildarleiki sína í vetur. R-Neckar Lowen - Hannover Burgdorf 35-27 Róbert Gunnarsson 5 - Vignir Svavarsson 5, Hannes Jón Jónsson 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslit- unum í Mílanóborg í gær. Arse- nal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni heima fyrir. Brasilíumaðurinn Robinho skoraði tvö marka AC Milan en þau komu bæði eftir stoðsending- ar Svíans Zlatan Ibrahimovic sem síðan innsiglaði sigurinn úr víta- spyrnu í lokin. Fyrsta mark leiks- ins og það fallegasta skoraði hins vegar Kevin Prince-Boateng. Þetta er stærsta tap Arsenal á útivelli í sögu liðsins í Meist- aradeildinni en það má segja að vandamál liðsins í vetur hafi kristallast í þessum leik á San Siro í gær. -óój Meistaradeildin í gær: Arsenal steinlá í Mílanóborg KEVIN PRINCE-BOATENG Fagnar fyrsta marki AC Milan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.