Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 31
Kynningarblað Hugmyndasímar, spennandi nýjungar, snjallsímar, aukahlutir, viðgerðir og fróðleikur. FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 & INTERNET FARSÍMAR Sigurður Helgason hjá iPhone.is var fyrstur Íslendinga til að flytja inn iPhone á því herrans ári 2008. En hvað kom til? „Ég var einfald- lega með sambönd á Ítalíu sem gerði það mögulegt og var lengi vel sá eini sem seldi þessa síma út úr búð hér á landi, sem var reyndar netverslun á þeim tíma. Fyrir það hafði verið gríðarlega erfitt að nálgast iPhone síma á Íslandi og var það einungis á færi þeirra sem áttu leið til útlanda auk þess sem sumir keyptu þá á uppsprengdu verði á eBay, segir Sigurður. „Í dag bjóðum við upp á meira úrval af iPhone-símum en samkeppnis- aðilar okkar og leggjum mikla áheyrslu á að eiga vöruna alltaf á lager.” Sigurður rekur verslun að Tryggvagötu 17 og selur allar þar helstu Apple vörur sem á boð- stólnum eru. Má þar nefna iPhona, iPada og Apple-Tv, sem er sérstak- lega vinsælt þessa dagana. „Þá er ég með alla helstu auka- hluti sem eru fáanlegir með iPhone símum, þar að auki þyrlur og skriðdreka sem fáir bjóða upp á en eru skemmtileg tæki. Þeim er fjarstýrt með því að snúa símunum í tilteknar áttir en þegar kveikt er á þyrlunni, sem er búin f jórum hreyf lum og tveimur mynda vélum, svífur hún upp í loft og hangir í eins og hálfs metra hæð. Henni er svo stýrt upp og niður, aftur á bak og áfram með símanum og drífur allt að fimm- tíu metra. Hún getur svo myndað allt sem fyrir „augu“ ber. Skriðdrekanum, sem er búinn myndavél, míkrafón og nætursjón, er stýrt með sama hætti og þyrlunni og er hægt að fylgjast með ferðum hans í gegnum mynda vélina sem eru beintengd símunum. Sigurður býður einnig upp á fyrirtaks viðgerðarþjónustu. „Við- gerðarmaðurinn okkar er með meistaragráðu í rafeindavirkjun og ellefu ára reynslu af farsíma- viðgerðum. Hann hefur starfað við iPhone viðgerðir frá árinu 2007 og eru símarnir því í góðum hönd- um hjá honum ef eitthvað kemur upp á,“ segir Sigurður sem leggur höfuð áherslu á góða þjónustu. Ég vil að allir mínir viðskiptavinir séu ánægðir og leggjum við því mikla áheyrslu á að veita persónulega og góða þjónustu. Árið 2010 stofnaði Sigurður styrktar sjóðinn iBörn en hann er ætlaður hreyf i hömluðum börnum. Þá var ák veðið að þúsund krónur af hverjum seldum iPad eða iPhone myndu renna í styrktar sjóðinn og er út hlutað úr honum með því að gefa hreyfi- hömluðu barni iPad með reglu- legu milli bili. „Við reynum að velja börn sem eru í hvað mestri þörf en þessi tæki bjóða upp á ótal möguleika og forrit sem geta auðveldað þeim að tjá sig. Ég hef í kjölfarið fengið til mín fjölda fagfólks eins og lækna, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, talmeinafræðina og þroskaþjálfa og haldið kynningar, enda ljóst að tækin bjóða upp á ótal möguleika fyrir hina ýmsu sjúklingahópa,“ segir Sigurður en tekið er við umsóknum og ábendingum um hreyfihömluð börn sem gætu haft gagn af iPad á iborn@iphone.is. Fyrstur til að selja iPhone Sigurður Helgason hjá iPhone.is flutti fyrstur Íslendinga inn hina geysivinsælu iPhone síma. Það var í miðju hruni árið 2008 en fleiri fylgdu ekki í kjölfarið fyrr en rúmu ári seinna, eða í lok árs 2009. Hann selur allar Apple-vörur ásamt því að bjóða upp á fyrirtaks viðgerðarþjónustu. Sigurður selur allar helstu Apple-vörur sem í boði eru og mikið af aukahlutum fyrir iPhone. MYNDANTON MIKIÐ ÚRVAL AUKAHLUTA Hjá iPhone.is er að finna mikið úrval af aukahlutum fyrir iPhone síma og má þar nefna þyrlur og skriðdreka sem er fjarstýrt með símanum. Þessi tæki eru meðal annars búin myndavélum og geta myndað allt sem fyrir „augu“ ber. ÁRALÖNG REYNSLA AF FARSÍMAVIÐGERÐUM iPhone.is býður upp á fyrirtaks viðgerðaþjónustu. Gert er við allar gerðir af iPhone, iPad og iPod. Fagmaður með meistara- gráðu í rafeindavirkjun gerir við tækin og hefur hann starfað við farsímaviðgerðir í ellefu ár. IBÖRN Styrktarsjóðurinn iBörn var stofn- aður árið 2010 en hann er ætl- aður börnum með hreyfi hömlun. Þúsund krónur af hverjum seldum iPad eða iPhone rennur í sjóðinn og er úthlutað úr honum með því að gefa hreyfihömluðu barni iPad með reglu- legu millibili. „Þessi tæki bjóða upp á ótal möguleika og til eru forrit sem geta auðveldað hreyfihömluðum börnum að tjá sig og auka lífs- gæði þeirra,“ segir Sigurður. Allskonar Apple hjá okkur „Verð á iPhone 4S frá 139.990 kr.“ Gott úrval af aukahlutum: The Parrot AR.Drone allskonar frá IK Multimedia ZooGue iPad 2 Case Genius Þráðlaust lyklaborð fyrir iPad iPhone.is Verslun: Tryggvagötu 17 101 Reykjavík Sími 566 8000 iphone.is iPad 2 iPhone 4S Apple TV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.