Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 46

Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 46
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is „Myndefni bókarinnar er fólk og hið manngerða landslag borgar- innar,“ segir Davíð Þorsteinsson eðlisfræðikennari sem í dag fagn- ar útgáfu ljósmyndabókar sinnar í Bókabúð Máls og menningar milli klukkan 17 og 18. Bókin ber nafnið Óður. Myndirn- ar í henni eru svart- hvítar, 168 að tölu og allar teknar hérlendis á árunum 1983 til 1997. Margar þeirra á götum gamla miðbæjar- ins, aðrar í friðsæld kaffihúsa og á listsýningum; enn aðrar á verk- stæðum iðnaðarmanna, á tónleik- um og víðar. Sumar úti á landi. „Fólkið á síðum Óðar er margs konar,“ segir Davíð. „Þar eru listamenn og skáld, sjómenn og kennarar; drottningar, bændur og bílvirkjar. Sumt er víðfrægt en annað flestum ókunnugt.“ - gun Fólk og hið manngerða landslag Söfn og skólar eru á meðal þeirra sem gætu nýtt sér kosti stafrænna sagna að mati Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings, sem er heill- uð af aðferðafræðinni. Digital Storytelling, sem á íslensku kallast stafrænar sögur, er aðferða- fræði sem er að ryðja sér til rúms á námskeiðum og vinnustofum víðs vegar um heim. Í San Francisco er starfrækt Miðstöð stafrænna sagna (Center for Digital Storytelling), en henni stjórnar Bandaríkjamaðurinn Joe Lambert, sem talinn er til frum- kvöðla á sviðinu. Um er að ræða frásagnaraðferð sem venjulegt fólk getur nýtt sér til að búa til persónulega stuttmynd um líf sitt. Notaðar eru ljósmyndir, tónlist, texti og annað efni, ásamt aðgengilegum vinnsluforritum á borð við iMovie eða Movie Maker. Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðing- ur og framkvæmdastjóri Reykja- víkurAkademíunnar, og Salvör Aradóttir, leikhúsfræðingur og þýð- andi, hafa sótt námskeið á vegum setursins og hlotið réttindi til að halda utan um vinnustofur staf- rænna sagna. Sólveig er heilluð af aðferðafræðinni. „Þegar þú leitar heimilda um eitthvað sem liggur undir yfirborðinu, til dæmis til- finningar, þá er erfitt að skila því í texta,“ útskýrir hún. „Við erum hins vegar vön því að skila hlutum af okkur í textaformi. En þegar fólk bætir við textann verkfærum á borð við ljósmyndir og tónlist sprengir það af sér formið. Það verður til ofsalegur kraftur. Ég hef séð það gerast hjá fullorðnu fólki, ung- lingum og börnum.“ Sólveig segir að munurinn milli stafrænna sagna og heimildar- mynda liggi helst í því að allir geti orðið höfundar stafrænnar sögu. „Þetta er leið til að segja persónu- lega sögu. Það getur verið saga af einhverjum öðrum en sagan er samt þín og þess vegna persónuleg. Þú þarft ekki að vera kvikmyndagerð- armaður, tæknigúrú eða sérstak- lega ritfær. Það eiga allir sögur. Og það eru allir allan daginn að segja sögur.“ Sé reglum aðferðafræðinnar fylgt eru stafrænar sögur unnar í nokkurra daga vinnustofum með litlum hópi fólks, eftir fyrirfram mótuðum aðferðum. Sólveig hefur, í félagi við Salvöru, þegar stjórnað slíkri vinnustofu með hópi barna og ungmenna. Út úr vinnustofunni komu fjölmargar flottar sögur, sem tóku margar hverjar á mjög persónulegum málum, og hópur afar hreykinna ungmenna. Þær Sólveig og Salvör hafa fengið styrk frá Reykjavíkurborg til að þróa áfram vinnustofur í stafrænum sögum, sem þær vona að eigi eftir að skila sér í samstarfi við eitthvert af reykvísku söfnunum. „Það sem gefur söfnum fyrst og fremst gildi er þegar komnar eru persónulegar tengingar við þau. Ef við tökum Ljósmyndasafn Reykjavíkur sem dæmi er þar mikið til af ljósmyndum frá síðustu öld. Á sama tíma er heilmikið af fólki þarna úti sem lifði á þessi tíma bilum. Hugsaðu þér nú ef við fengjum að heyra söguna á bak við allar þessar myndir!“ holmfridur@frettabladid.is Stafrænar sögur sækja heim- ildirnar undir yfirborðinu SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR Þú þarft ekki að vera kvikmyndagerðarmaður, tæknigúrú eða sérstaklega ritfær til að geta gert góðar stafrænar sögur segir Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFTIR OHAD NAHARIN minus 16 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 16. febrúar 2012 ➜ Sýningar 13.00 Handverkasýningin Til að fagna fallegum hlutum stendur nú yfir á Hall- veigarstöðum við Túngötu. Einkunarorð sýningarinn eru: Gerum hvern dag meira skapandi og enn fallegri. 17.00 Sýningin Undanfari eftir Sigurð Guðjónsson verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar. Sýningunni lýkir 18.mars. ➜ Íþróttir 18.45 Gestir frá knattspyrnuskóla Bobby Charlton halda opna BCSSA æfingu í Fífunni, Kópavogi. Gestirnir eru þau Helena Geraldine Shiels framkvæmdastjóri, Ciaran Donnelly yfirþjálfari, Dean M. Garrity þjálfari og Ryan M.T.Skivington þjálfari. Nánari upplýsingar á itferdir.is ➜ Kvikmyndir 17.00 Konfúsíusarstofn- unin Norðurljós sýnir kvikmyndina Drauma- starf Kína í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Um er að ræða heim- ildarmynd sem miðar að því að veita nýrri kynslóð kínverskra farandverkamanna athygli. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. ➜ Kynningar 20.00 Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Guðmundur Óli Hilmisson kynna þjón- ustu Nýsköpunarmiðsvöðvar Íslands í fyrirlestraröð Hönnunarmiðsvöðvar Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Kynningin fer fram í Hafnarhúsi og er aðgangur ókeypis. ➜ Tónlist 21.00 Magni Ásgeirsson ásamt hljóm- sveitinni Killer Queen flytja öll bestu lög Queen á Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Prinspóló heldur tónleika á Faktorý. Loji hitar upp með söngvum og gamanmáli. Miðaverð er kr. 1.000. Tónleikarnir eru upphaf tónleikaferðar hljómsveitarinnar til Noregs, Sviss og Belgíu. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tónleika á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 17.15 Erindaröð um ábyrgð hefst í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a. Gunnar Hersveinn flytur erindi og á eftir verða umræður. Allir vel- komnir og ókeypis aðgangur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is. SJÁLFSSKOÐUN LISTAMANNA er viðfangsefni verka listamanna sem verða sýnd á sýningunni Ásjónu sem opnar í Listasafni Árnesinga á laugardaginn. Sýnd verða verk úr eigu safnsins með áherslu á portrett og teikningu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.