Fréttablaðið - 16.02.2012, Side 42
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR26
Vífill Oddsson var útnefndur heiðurs-
félagi Verkfræðingafélags Íslands á
árshátíð félagsins fyrir skemmstu.
Slík nafnbót hlotnast aðeins fólki sem
leyst hefur af hendi mikilsverð störf
á sviði verkfræði og vísinda. Hún er
einnig veitt fyrir framtak til eflingar
verkfræðingastéttinni í heild og fyrir
félagsstörf í þágu stéttarinnar. Vífill
Oddsson er sá 22. í röðinni sem hlýt-
ur þetta sæmdarheiti í 100 ára sögu
félagsins.
Fjórir aðrir verkfræðingar voru
sæmdir heiðursmerki félagsins, þau
Guðmundur Guðmundsson, Sólveig
Þorvaldsdóttir, Steinar Friðgeirsson og
Steindór Guðmundsson. Alls hafa ríf-
lega eitt hundrað einstaklingar hlotið
þá viðurkenningu. -gun
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Sigríður Guðmundsdóttir
(Sigga á Hvítanesi)
Höfða, Akranesi,
lést laugardaginn 11. febrúar. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00.
Ástríður Þ. Þórðardóttir
Ester Teitsdóttir
Ævar Hreinn Þórðarson Þórey J. Þórólfsdóttir
Sigurður Þórðarson María Lárusdóttir
barnabörn, langömmubörn, langalangömmubörn og
fjölskyldur.
Elsku hjartans mamma,
tengdamamma og amma,
Guðrún Hjörleifsdóttir
(Guggú)
lést í faðmi fjölskyldunnar á Líknardeild Landspítalans
í Kópavogi mánudaginn 13. febrúar. Útför hennar fer
fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 21. febrúar
kl. 15.00.
Ragnhildur Bergþórsdóttir Sigurbergur M. Ólafsson
Atli Bergþórsson Sólrún Helga Örnólfsdóttir
Eleonora Bergþórsdóttir
Hekla Mekkín, Hlynur Snær, Sindri Freyr og Alísa Rán
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Baldur Skarphéðinsson
Dalbraut 27, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
12. febrúar.
Halla Björg Baldursdóttir Magnús Páll Albertsson
Gísli Baldursson Ragnheiður Sigurgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg frænka okkar,
Ingibjörg Halldórsdóttir
Kambsmýri 6, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 5. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Sigurbjörg Andrésdóttir og aðstandendur.
Elskuleg dóttir okkar, systir,
mágkona og frænka,
Vilhelmína
Guðmundsdóttir
sem lést þriðjudaginn 7. febrúar, verður jarðsungin
föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00 frá Hjallakirkju
í Kópavogi.
Guðmundur Ottósson Anna Þóra Sigurþórsdóttir
Grétar Karlsson Ólöf Ólafsdóttir
og frændsystkini.
Hvað gerum við fyrir og með
hönnuðum? er yfirskrift fundar í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsi í kvöld klukkan 20. Þar kynna
Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Guð-
mundur Óli Hilmisson þjónustu
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og
helstu styrki og stuðningsmögu-
leika.
Sérstök áhersla verður lögð á
Átak til atvinnusköpunar sem er
styrkáætlun fyrir nýsköpunar-
verkefni og markaðsaðgerðir
starfandi frumkvöðla- og nýsköp-
unarfyrirtækja en næsti umsókn-
arfrestur er til 1. mars.
Fundurinn er liður í fyrirlestra-
röð Hönnunarmiðstöðvar, Listahá-
skólans og Listasafns Reykjavíkur.
Kynna styrki
til nýsköpunar
HAFNARHÚS Fundurinn verður í Listasafni
Reykjavíkur.
Þrjú íslensk ungmenni munu keppa í
Stora Dalsdansen, norrænni/baltneskri
sólóballettkeppni sem haldin er árlega
í Svíþjóð og verður að þessu sinni í
Falun í mars. Þetta eru þau Ellen Mar-
grét Bæhrenz, Þórey Birgisdóttir og
Karl Friðrik Hjaltason, öll nemendur
við Listdansskóla Íslands. Þau sigruðu
í undankeppni sem Félag íslenskra list-
dansara hélt nýlega í Gamla bíói.
Ellefu keppendur á aldrinum 16-19
ára tóku þátt í undankeppninni og
fengu viðurkenningarskjöl fyrir. Sigur-
vegararnir hlutu verðlaunagripi, ásamt
40 þúsund króna ferðastyrk úr minn-
ingarsjóði Svandísar Þulu Ásgeirsdótt-
ur en sjóðurinn var stofnaður 2. des-
ember 2008 þegar tvö ár voru liðin frá
því Svandís Þula lést í bílslysi, aðeins
fimm ára gömul. Hún hafði stundað
ballettnám í Ballettskóla Eddu Schev-
ing í rúm tvö ár áður en hún dó. - gun
Dansað til sigurs
ÞAU TAKA ÞÁTT Í STORA DALDANSEN Þórey Birgisdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz og Karl Friðrik
Hjaltason. MYND/HEIÐA KRISTÍN RAGNARSDÓTTIR
Vífill Oddsson heiðursfélagi VFÍ
HEIÐURSFÓLK Vífill Oddsson, Guðmundur Guðmundsson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Steinar
Friðgeirsson og Steindór Guðmundsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Þórdís Tryggvadóttir
myndlistarkona,
lést föstudaginn 10. febrúar 2012. Útförin fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Sigríður Egilsdóttir Ólafur Jóhann Ólafsson
Helga Egilsdóttir
Björgúlfur Egilsson Lísa Pálsdóttir
Tryggvi Egilsson Elín Magnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
Jón Tryggvason
fyrrum húsgagnabólstrari, síðast til
heimilis að Jóruseli 8 í Reykjavík,
lést föstudaginn 10. febrúar sl. Jarðarförin fer fram
frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 17. febrúar nk.
kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hans er bent á barnaupp-
eldissjóð Thorvaldsensfélagsins eða aðra líknarsjóði.
Hrefna Magnúsdóttir
Auður Jónsdóttir Víðir Ástberg Pálsson
Petra Jónsdóttir
Kristjana Þórdís Jónsdóttir Jóhannes Karl Sveinsson
Jón Tryggvi Jónsson Svala Breiðfjörð Arnardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Yndislegi faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Halldór Ásgeirsson
lést að heimili sínu að Kjarnalundi, Akureyri,
sunnudaginn 12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.30.
Ásgeir Halldórsson
Jónína Halldórsdóttir Pétur S. Georgsson
Guðrún Halldórsdóttir Hafliði Þ. Brynjólfsson
Stefán Halldórsson Júlía Árnadóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
Haukur A. Bogason
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 11. febrúar,
verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík 17. febrúar
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Guðlaug Jónsdóttir