Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 27

Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 27
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2012 3 Bókin heitir Úr einni flík í aðra og í henni eru tuttugu og sex verk- efni sem sýna hvernig á að breyta fötum,“ segir Elín Arndís Gunn- arsdóttir, höfundur og útgefandi bókarinnar. „Verkefnin eru útskýrð bæði skriflega, í ein- földum þrepum, og myndrænt með teikning- um. Þannig að fólk getur lesið leiðbeining- arnar og notað teikningarnar sem stuðning. Þetta eru tiltölulega auðveldar leiðbeiningar og miðað við þau viðbrögð sem ég hef fengið er fólk mjög ánægt með bókina.“ Fleiri en ánægðir notendur hafa sýnt bókinni áhuga. Elín er komin í samband við danskan útgefanda sem íhugar að gefa bókina út. „Mig langaði til að koma bókinni út á Norðurlöndunum og setti mig í samband við sænsk, norsk og dönsk forlög,“ segir Elín. „Danska forlaginu Mellemgård leist svo vel á bókina að þeir eru akkúrat núna að skoða hana með útgáfu í huga.“ Elín gerir ráð fyrir því að þýða bókina sjálf á dönsku, ef til útgáfu kemur, enda bjó hún um tíu ára skeið í Danmörku og er þaul- kunnug tungumálinu. „Þeir tóku sér tvær vikur í að skoða bókina og gefa mér svar, þannig að ég bíð bara spennt.“ segir hún. fridrikab@frettabladid.is Komin í samband við forlag í Danmörku Úr einni flík í aðra, leiðbeiningabók um breytingar og endurnýtingu á fatnaði, kom út í síðustu viku. Höf- undurinn er þegar kominn í viðræður við danska forlagið Mellemgård um útgáfu bókarinnar þar í landi. Elín Arndís Gunnarsdóttir. Síða „vintage” pilsið verður að forláta kjól. Náttkjóll breytist í sumarkjól með pífum. Fölsk augnhár voru fundin upp af af bandaríska leikstjóranum D.W. Griffith árið 1916. Griffith vildi að leikkonan Seena Owen fengi lengri augnhár í myndinni Intolerance. Hárkollugerðar- maður fléttaði fölsku augnhárin úr mannshárum og límdi við augnhár leik- konunnar. www.model21eyelashes.com Fyrir Fyrir Eftir Eftir Fleiri myndir á Facebook ÁRSHÁTÍÐARKJÓLAR 20 - 50% afsláttur fimmtudag og föstudag Nýtt kortatímabil Kringlunni sími 553 5111 | Smáralind sími 554 7980 Finndu okkur á Facebook Full búð af flottum kjólum!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.