Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGFarsímar & internet FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 20122 1 Fyrirtækin KDDI og Flower Robotics kynntu símann Polaris fyrir nokkrum árum. Síminn er með innbyggt eftirlitskerfi sem birtir sjálfkrafa nýjar upplýsingar um heilsu, viðskipti og veður. Þá er hægt að nota símann Polaris eins og fjarstýringu á önnur raftæki. 2 Nokia 888 er hugmyndafarsími hannaður af Tamer Nakisci. Hægt er að breyta formi símans, hafa hann beinan, boginn, í bylgjum, hjartalaga og notað hann sem arm- band. Ólíklegt er að hann fari í fram- leiðslu. 3 Þessi farsími kallast Matchbox Cell Phone en heitið vísar til þess að hann þykir einna helst líkjast eldspýtnastokki. Síminn er kannski ekki mikið augnayndi en er afar léttur og meðfærilegur. Með því að ýta á hnapp rennur lok af lyklaborði. 4 Farsímann Nokia SURV1 má hengja í belti og þykir henta vel fyrir ferðalanga. Síminn er höggþol- inn og með innbyggðu GPS-staðsetn- ingartæki, MP3-spilara og vasaljósi. 5 Eins og heiti Marlboro 508 far-símans gefur til kynna er út- litið sótt í Marlboro sígarettupakka. Síminn er með innbyggðu bluetooth, MP3/MP4, útvarpi og 1,3-megapixla myndavél. Rúsínan í pylsuendanum er hólf á hliðinni undir sígarettur. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktfreyr@365.is s. 512 5411. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Nokia hefur staðfest að Nokia Lumia 800 sé vænt- anlegur í sölu hér á landi 2. mars næstkomandi. Nokia Lumia-línan hefur fengið mikið lof frá al- þjóðlegum gagnrýnendum, því í símanum sam- einast einstök hönnun og öflugt Windows Phone stýrikerfi frá Microsoft. Nokia Lumia 800 er fyrsti snjallsíminn frá Nokia sem keyrir Windows Phone-stýrikerfið frá Microsoft. Windows Phone-stýrikerfið býður upp á einstaka samþættingu á mismunandi samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter, Linkedin og fleiri þar sem notandinn getur á einum skjá fylgst með öllum miðlunum í einu. Að auki er Windows Phone-stýrikerfið einstaklega þægilegt fyrir þá sem nýta sér aðra þjónustu frá Microsoft eins og Xbox Live og fyrirtækjalausnir frá Microsoft á borð við Exchange, Outlook, Office og Lync. Við þetta bætist að Nokia hefur gert Nokia Maps og Nokia Drive-leiðsögulausnina aðgengilega fyrir Windows Phone-stýrikerfið. Nokia-notendur ættu að kannast við sig í því umhverfi, en Nokia Maps er ókeypis GPS- kortalausn með ókeypis raddleiðsögn. Hönnunin á Nokia Lumia 800 er einstök og hefur síminn fengið mikið lof fyrir útlit og hönnun. Síminn er hannaður og smíðaður úr heilum polycarbonate-plastkubbi sem skilar sér í glæsilegu útliti og áferð. Sveigjurnar á plastinu renna alveg upp að skjánum sem er meðal annars smíðaður úr Gorilla Glass-blöndu og gerir hann einstaklega sterkan. Nokia Lumia 800 hefur unnið til fjölda verðlauna víða um heim og fengið mjög góðar móttökur í þeim löndum þar sem hann er til sölu. Nokia Lumia 800 er til í bláum, svörtum og bleikum lit. Lumia 800 verður fáanlegur hjá Elko, Hátækni, Nova, Símanum og Vodafone frá og með 2. mars. Fyrsti Nokia-síminn sem keyrir Win- dows Phone-stýrikerfið væntanlegur VISSIR ÞÚ ... ... að Motorola framleiddi fyrsta farsímann? ... að í Hong Kong eiga flestir jarðarbúa farsíma, en fæstir í Úkraínu? ... að yfir 100 milljón farsímum er fleygt á ári hverju? ... að Vesturlandabúar tala að meðaltali minnst hálftíma á dag í farsíma? ... að Nokia er stærsti farsíma- framleiðandi í heiminum? ... að konur nota farsíma meira en karlar? ... að fyrsta símtal úr farsíma átti sér stað vorið 1973? ... að tveir af hverjum þremur sem eiga farsíma nota ljós úr þeim sem vasaljós? ... að ungir Kóreubúar senda yfir 200 þúsund sms-skeyti á ári? ... að Japanar skipta árlega gamla farsímanum sínum út fyrir nýjan? ... að langflestir unglingar geta ritað sms blindandi á farsíma sína? Furðulegar hug- myndir um farsíma Farsímar hafa tekið örum framförum síðustu ár og hafa ýmsar skondnar hugmyndir litið dagsins ljós. Sumar hafa fengið grænt ljós. Aðrar ekki. 1 2 3 5 4 Hefst miðvikudaginn 15. febrúar Besti nýi gamanþáttur ársins FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS GEIMSÍMI EÐA HVUTTI Skammstöfunin GSM stendur fyrir Global System for Mobile Communications eða heimskerfi fyrir farsíma- samskipti. Reynt hefur verið að smíða mörg nýyrði yfir það sem á ensku kallast GSM. Á meðal uppástunga eru orðin: hvutti, gripsimi og geimsími. Ekkert þeirra hefur hins vegar átt vinsældum að fagna. Orðin gemsi og farsími hafa hins vegar náð útbreiðslu. Þess má geta að orðið gemsi merkir gemlingur eða veturgömul kind. Hér á Íslandi hóf GSM-kerfið göngu sína árið 1994 og síðan þá hafa farsímar orðið sífellt mikilvægari þáttur í daglegu lífi Íslendinga. Heimild: visindavefur.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.