Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 54
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR38 folk@frettabladid.is Húðflúr eru ávanabindandi viðurkennir Fríða Rakel sem er að þekja á sér bakið með japanskri mynd en það er Jón Þór Ísberg sem á heiðurinn af verkinu. Hann vill meina að húðflúr séu að verða stærri og litríkari. HÚÐFLÚR „Ég get alveg viðurkennt að þetta er ávanabindandi,“ segir háskólaneminn Fríða Rakel Kaaber en hún hefur verið að vinna í að láta þekja á sér bakið með japanskri mynd síðan árið 2006. Fríða Rakel fékk sér fyrsta húð- flúrið þegar hún var 18 ára gömul og sá alltaf mikið eftir því. „Ég elti tískubylgjur þess tíma og fékk mér tákn á mjóbakið. Illa ígrunduð ákvörðun hjá mér og mig langaði að reyna að fela það,“ segir Fríða sem í kjölfarið fór að skoða myndir og tákn á netinu. Myndin sem varð fyrir valinu er af japönsku kirsuberjatré með páfugli í bakgrunninn, en myndin nær yfir allt bak hennar. „Kirsu- berjatréð táknar lífið í heild sinni. Blómin sem vaxa á þessum trjám blómstra og deyja fljótt og það minnir mann á að lífið er stutt og því um að gera að njóta þess,“ segir Fríða en listaverkið hefur tekið sinn tíma og er ekki enn tilbúið. Fríða segist ekki þora að reikna út hvað húðflúrið hefur kostað hana en viðurkennir að það séu nokkrir hundrað þúsund kallar á bak við verkið. Henni finnst það samt ekki hár verðmiði fyrir eitthvað sem endist ævilangt. „Það er eitthvað við það að fá sér húðflúr. Að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir hvern tíma, ná að kyngja sársaukanum og loks spennufallið þegar það er búið. Manni líður eins og maður hafi afrekað eitthvað,“ segir Fríða en þrátt fyrir að vera orðin ansi vön nálinni viðurkennir hún að sársaukinn venjist seint. „Nei, þetta er misvont en alltaf vont.“ alfrun@frettabladid.is Sársauki nálarinnar venst seint „Ég vill nú ekki beint tala um tísku í húðflúrum en frekar hæðir og lægðir,“ segir Jón Þór Ísberg húð- flúrsmeistari og sá sem á heiðurinn af listaverkinu á baki Fríðu Rakelar. Jón Þór hefur unnið sem húðflúrari í 14 ár og man því tímana tvenna í bransanum. Hann segir að mikill uppgangur hafi verið í húðflúrum síðasta áratuginn enda séu þau nú loksins félagslega samþykkt. Myndirnar eru orðnar stærri og litaglaðari. „Ég held að það sé óhætt að segja að bless við tríbal tattúið í bili. Í staðinn er fólk að fá sér ættbálka-og japönsk munstur,“ segir Jón Þór sem er hrifinn af þessari þróun. „Hér á Íslandi þora strákarnir meira og eru gjarnari á að fá sér heilar myndir yfir handleggina. Stúlkurnar er varkárari en annars er allur gangur á þessu.“ Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann fengið manneskju í stólinn sem hefur séð eftir húðflúrinu svarar Jón Þór játandi. „Það er helst þegar fólk lætur flúra á sig nöfn, kannski ástfangið upp fyrir haus og ég skil það vel. En stundum þarf ég að tala fólk ofan af hugmyndum sínum, sér- staklega þegar um er að ræða sýnilega staði eins og háls og handarbök. Þá segi ég einfaldlega nei enda ber ég líka ábyrgð.“ HÚÐFLÚRIN AÐ VERÐA STÆRRI OG LITRÍKARI FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gildir eingöngu þegar forráðamaður kaupir máltíð. 1 máltíð á barn af barnamatseðli. Gildir eingöngu í sal. VÍSINDI Karlmenn sem finna á sér eftir að hafa drukkið vodka eiga auðveldara með að leysa orðaþrautir en þeir sem ekki hafa drukkið. Þetta eru niður- stöður könnunar sem var gerð af útskriftar nemum við háskólann í Illinois í Chicago. Tuttugu drykkjumenn fengu sér nokkra vodkadrykki, þannig að þeir fundu á sér, og þurftu svo að taka þátt í orðaþraut. Þeir áttu auðveldara með að leysa úr þrautinni en þeir sem ekki drukku, samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í tímaritinu Consciousness and Cognition. Vodki leysti þrautina VODKINN HJÁLPAÐI Áfengið hjálpaði til við lausn þrautarinnar. KOMA Í VEG FYRIR TÚRVERKI Nú hafa rannsóknarmenn við Sahlgrenska- sjúkrahúsið í Svíþjóð sannað að notkun getnaðarvarnarpillunnar kemur í veg fyrir túrverki. Sama rannsókn sýnir einnig að yngri konur fá frekar túrverki en þær eldri. MATUR Einn af hverjum sjö ung- lingum í Bretlandi sleppir hádegis- mat á hverjum degi, og einn af hverjum fimm sleppir morgunmat. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var af sérstöku ráði sem skoðar heilsumál í skólum þar í landi. Lagðar voru spurningar fyrir 83.000 unglinga á aldrinum 10 til 15 ára og voru elstu stelpurnar í hópnum líklegastar til að sleppa úr báðum mátíðunum. Talið að tíðni þeirra sem sleppa hádegismat hafi tvöfaldast á síðustu 25 árum. Það þykir afar slæm þróun sem líklegast tengist síaukinni pressu á að halda sér grönnum. Sleppa úr máltíðum lifsstill@frettabladid.is 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.