Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 20
20 16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Úr rústum efnahagshrunsins 2008 hafa risið draugar sem eru að valda þjóðfélagi okkar mun meira tjóni en hrunið sjálft gerði. Það voru þó bara peningar sem fóru í súginn þá. Upp úr því svekkelsi öllu saman er nú sprottinn einhver furðulegasti anarkismi sem um getur og engu eirir. Meinsemdin er mikil og þjóðin virðist verið komin á enn eitt meðvirknisfylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja. Ráðist er að rótum réttarríkis okkar úr öllum áttum. Skolp- ræsahernaður bloggheima, með DV og álíka pappíra sem hina helgu bók að vopni, njóta þess að traðka í svaðið allar grund- vallarreglur réttarríkisins og snúa öllu á hvolf. Það versta er að kerfið sjálft virðist vera að sogast niður í skolpræsið með þessu öllu saman. Alþingi og ríkisstjórn auðvitað löngu búin að missa fótanna og enginn man lengur að Alþingi er löggjafar- samkoma þjóðarinnar, einn af hornsteinunum, en ekki fram- leiðsluverksmiðja fyrir bitlausa „populistalöggjöf“ sem engu skilar almenningi nema fölsk- um vonum og er að auki á góðri leið með að veita atvinnulífinu náðar höggið. Birtingarmyndir þessa alls eru meðal annars þær að nú tala ráðamenn og mikilsmetandi lögfræðingar, sem ættu þó að vita betur, að það sé bara gott fyrir Geir H. Haarde að sitja undir ákæru, því þá geti hann sannað sakleysi sitt. Nálægt 300 manns hafa réttarstöðu grunaðs svo árum skiptir hjá sérstökum saksóknara. Menn þar á bæ telja að það sé í raun miklu betra fyrir menn að hafa þá réttar- stöðu en stöðu vitnis því það sé svo mikil vernd falin í hinu fyrr- nefnda. Ég er ekki viss um að þeir sem í hlut eiga og ekki fá vinnu vegna réttarstöðunnar séu á sama máli. Fjölmiðlar hamast á formanni Sjálfstæðisflokksins vegna mála sem hann hefur löngu gefið skýringar á. Meira að segja fréttamaður á ríkisfjölmiðlinum RUV spyr hann í viðtali hvort hann myndi ekki bara fagna því að verða tekinn til opinberrar rannsóknar. Þetta er allt svo arfavitlaust að engu tali tekur. Öllu snúið á haus. Það er nauðsynlegt að miklu fleiri leggi hendur á árar við að snúa þessari óheillaþróun við. Láti í sér heyrast sem víð- ast. Það gengur ekki að blogg- heimar og skolpræsahermenn- irnir séu það eina sem heyrist í. Núverandi stjórnvöld hafa ekki dug eða þor til að standa í lappirnar gegn þessari óheilla- þróun. Þau ýta bara undir dóm- stólameðferð götunnar með því að fagna opinberlega handtökum og ákærum sem gefnar eru út og láta engu skipta grund vallar- reglur eins og þær að menn teljist saklausir þar til sekt er sönnuð. Efnahagshrunið 2008 mun verða hjóm eitt í saman- burði við það sem verður ef það tekst að rústa réttarríkinu. Öllu snúið á haus Börn fráskilinna foreldra á Íslandi hafa yfirleitt fasta búsetu hjá móður sinni en heim- sækja feðurna með mjög misreglu- legum hætti. Þetta er í samræmi við hefðbundna verkaskiptingu þar sem litið er á konuna sem umönnunar aðila en karlinn sem fyrirvinnu. Á seinni árum hefur sú jákvæða þróun orðið að karlmenn hafa tekið virkari þátt í uppeldi og umönnun barna sinna, en jafnframt orðið sífellt tregari til að yfirgefa börn sín ef sambandi við barns- móður lýkur. Í mörgum tilfellum ná foreldr- ar sátt um framhaldið en stað- reyndin er samt sú að skilnuðum fylgja oft deilur og særindi og í því tilfinninga lega uppnámi sem ríkir reynist jafnvel mjög velmeinandi fólki ómögulegt að ná lendingu í mikilvægum málum. Á þeirri stundu getur verið nauðsynlegt að dómstólar skeri úr um fyrirkomu- lag eftir skilnað. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp um breytingar á barnalög- um. Sú breyting hefur orðið frá fyrri útgáfu að tekin hefur verið út heimild dómara til að dæma for eldrum sameiginlega forsjá. Dómarar hérlendis geta því aðeins dæmt öðru foreldrinu forsjá og þar með verður hitt foreldrið sjálfkrafa forsjárlaust. Þetta skapar ójafna stöðu milli foreldra og munu feður í flestum tilfellum eiga undir högg að sækja í dómsölum verði frum varpið að lögum. Þar sem ósætti er til staðar verður það augljóslega í hag flestra mæðra að málið fari fyrir dóm þar sem talsvert meiri líkur eru að þeim verði dæmd forsjá. Lögin munu því ekki hvetja til sátta eins og höfundar þeirra vilja meina, heldur þvert á móti. Almennt sýna rannsóknir að börn fráskilinna foreldra standa félagslega verr en börn sem búa hjá báðum foreldrum. Tvennt hefur verið nefnt sem hugsan- legar orsakir; að ráðstöfunartekjur foreldra minnki eftir skilnað og þeir hafi minni tíma til samveru með barninu. Ein augljós leið til að spyrna gegn þessum óæski- legu áhrifum skilnaðar er því að efla þátttöku beggja foreldra í lífi barnsins eftir skilnað. Þegar lengst er gengið í slíkri viðleitni, búa börn jafnt til skiptis á heimilum beggja foreldra og er sú lausn ýmist til- komin vegna samkomulags foreldra eða tilskipan dómstóla. Ýmsir hafa hins vegar viðrað áhyggjur sínar af því að skipt búseta barna eftir skilnað sé ávísun á viðvarandi deilur milli foreldra og meiri streitu og rótleysi fyrir barn- ið. Þetta er eitt af viðfangsefnum rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem nær til 200 þúsund barna í 36 löndum og unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. Niðurstöðurnar sýna að börn sem búa jafnt til skiptis hjá fráskildum foreldrum sínum eiga í jafn góðum eða betri samskiptum við foreldra sína miðað við þau börn sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum. Þessi börn eiga því í mun betri samskiptum en önnur börn fráskilinna foreldra. Raunar eyða börn meiri tíma með föður sínum ef um jafnskipta búsetu er að ræða heldur en börn í öllum öðrum fjölskyldugerðum. Þessi aukni tími í samveru með foreldrum kann einnig að skýra þá niðurstöðu að samskipti barna við föður eru marktækt best hjá þeim börnum sem búa jafnt til skiptis, jafnvel örlítið betri en þeirra sem búa hjá giftum foreldrum. En þó samskipti barna við föður sinn virðist vera mun betri hjá þeim sem hafa börnin jafnt til skiptis en öðrum fráskildum foreldrum, virðist það alls ekki koma niður á samskiptum þessara barna við mæður sínar. Þvert á móti eiga þær í betri samskiptum en t.d. einstæðar mæður við sín börn. Ein ástæða þessara jákvæðu áhrifa gæti verið sú að þetta form geti dregið úr neikvæðum af- leiðingum skilnaðar eins og minni ráðstöfunartekjum og/eða tíma for- eldra. Raunkostnaður við uppeld- ið er líklegri til að skiptast jafnar á foreldra en þegar eingöngu er greitt meðlag. Jafnskipt búseta felur einnig í sér að ábyrgðinni á uppeldi barnsins er skipt á milli for eldranna sem geta sótt stuðning í hvort annað. Þá auðveldar það báðum foreldrum að stunda atvinnu ásamt því að sinna uppeldi og hafa frítíma sem öllum er nauðsynlegur. Sameigin leg forsjá virðist þannig auka virkni feðra í upp eldi barna sinna og hvetja til jafnari skiptingar ábyrgðar og verk efna. Feður í þessum að stæðum virðast þannig taka föður hlut verkið fastari tökum en bæði þeir sem búa með barns mæðrum sínum og helgar- pabbar. Sameiginleg forsjá getur þannig tryggt að báðir foreldrar haldist virkir í lífi barna sinna og eigi við þau góð samskipti. Hagsmunir barna eftir skilnað Samfélagsmál Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður Samfélagsmál Ársæll Arnarsson prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.