Fréttablaðið - 16.02.2012, Síða 34
KYNNING − AUGLÝSINGFarsímar & internet FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 20124
Notalegar staðreyndir um Samsung
Samsung Galaxy S-II býður upp á GPS-staðsetningarkerfi sem býður upp á
ótal notkunarmöguleika.
Samsung Galaxy Sii styður öll vinsælustu myndbandssniðin svo sem DivX,
Xvid, H.264, MKV og fleira og er einstaklega þægilegt að horfa á bíómynd
eða sjónvarpsþátt á stórum skjánum.
Aðaleinkenni Samsung Galaxy S-II er hve léttur og þunnur hann er en þó
með stórum snertiskjá og gríðarlega öflugum örgjörva.
Gríðarleg þróun hefur átt sér stað síðustu ár á farsím-um. Farsímar eru nú orðn-
ir miklu afkastameiri og í nokkrum
tilvikum eru símarnir öflugri en
sumar fartölvur. Stórir og bjartir
snertiskjáir með mjög góðri upp-
lausn eru þó sennilega það sem er
eftirtektarverðast þegar snjall símar
í dag eru bornir saman við „for-
feður“ þeirra fyrir örfáum árum.
Raftækjasalinn ELKO hefur
tekið þátt í þessari þróun með
því að bjóða ávallt upp á það nýj-
asta sem er í gangi hverju sinni.
ELKO býður upp á yfir 60 gerðir af
GSM- símum í verslunum sínum í
Lindum, Skeifunni, Granda og Frí-
höfn. Mest heimsótta verslunin
er þó ELKO.is þar sem hægt er að
skoða allt úrvalið og bera saman
eiginleika símanna.
Óttar Örn Sigurbergsson, inn-
kaupastjóri ELKO, segir að snjall-
símamarkaðurinn hafi verið í
gríðarlegum vexti síðan fyrstu
snjallsímarnir litu dagsins ljós.
„Snjallsími er í raun sími sem er
byggður á tölvugrunni, það er
að hann býður upp á hug búnað
og meiri tengimöguleika held-
ur en venjulegur sími. Símarn-
ir bjóða f lestir upp á ógrynni af
mögu leikum og eru þeir orðnir
af þreyingar miðstöð notandans
sem passar beint í vasann. Á meðal
eigin leika sem þeir öflugustu bjóða
upp á er meðal annars MP3-s pilari,
myndbands afspilun með DivX-
stuðningi, myndavél, internet-
vafri, GPS-aksturstölva, leikjavél,
tölvupóst, útvarp, raddupptöku-
tæki, miðstöð félagsmiðla svo sem
Facebook, lesbretti og margt fleira
ásamt því að þjóna þeim megintil-
gangi að vera samskiptatæki.“
Samsung Galaxy S-II öflugastur
Að sögn Óttars er öf lugasti far-
síminn hjá ELKO í dag Samsung
Galaxy S-II. Óttar segir Samsung
hafa komið inn á far síma-
markaðinn eins og storm sveipur og
veitt iPhone mikla sam keppni enda
eru þessir tveir símar oft bornir
saman af tækni gúrúum. „Samsung
Galaxy S-II var settur í sölu árið
2011 og seldust hátt í tíu milljón
eintök á fyrstu fimm mánuðunum.
Á þriðja árs fjórðungi 2011 var salan
á Samsung Galaxy S-II meiri en á
iPhone.“ Samsung Galaxy S-II hefur
fengið fullt hús stiga hjá mörgum
tímaritum og vefsíðum og talar
Óttar um að GSMarena.com hafi
sagt að síminn væri „The ultimate
smartphone“.
Samsung Galaxy S-II byggir
á Android -stýri kerfinu. Aðal-
einkenni Samsung Galaxy S-II er
hve léttur og þunnur hann er en þó
með stórum snerti skjá og gríðar-
lega öf lugum örgjörva. Síminn
hefur upp á að bjóða DualCore
1.2GHz örgjörva og 4.3“ skjá sem
er með Gorilla rispuvörðu gleri.
Síminn tekur ljósmyndir með
8MP myndavél og myndbönd í
FullHD-háskerpu. Þar sem síminn
er samkvæmt skilgreiningunni
orðinn hálfgerð lófatölva þá fylgir
með 8gb minni og MicroSD-
minniskortarauf fyrir þá sem vilja
stækka minnið enn frekar. Óttar
minnist á að fyrir þá sem vilja
geyma bíómyndir, ljósmyndir
og tónlist inn á símanum séu
minniskort ódýr leið til að stækka
minnið. Samsung Galaxy Sii styður
öll vinsælustu myndbandssniðin
svo sem DivX, Xvid, H.264, MKV og
fleira og er einstaklega þægilegt að
horfa á bíómynd eða sjónvarpsþátt
á stórum skjánum.
Samsung Galaxy S-II býður upp
á GPS-staðsetningarkerfi sem býður
upp á ótal notkunar möguleika.
Fyrir þá sem vilja spara sér GPS-
tækið þá er síminn með það stórum
skjá að hann getur auðveldlega
þjónað þeim tilgangi. Það eru til
forrit (app) á Android-markaðinum
sem bjóða upp á vegaleiðsögn með
grunnkorti af Íslandi.
Margvíslegir tengimöguleikar
Tengimöguleikar símans eru
margvíslegir en þá má nefna
helstan þann möguleika að geta
notað símann sem þráðlausan
beini. Óttar segir að Samsung
Galaxy S-II geti deilt innbyggðu 3G
neti símans þráðlaust með öðrum
tækjum svo sem fartölvu. „Þetta er
einstaklega hentugt upp í bústaðinn
sem er ekki með internet-tengingu
en þá birtist síminn í fartölvunni
sem þráðlaus nettenging, allt með
einfaldri stillingu á símanum.“
Samsung er með nýjan Galaxy
á leiðinni árið 2012 sem ber nafnið
Samsung Galaxy S3. Þó segir Óttar
ekkert vitað um eiginleika á þessu
stigi þótt því sé spáð að sá sími
muni setja ný viðmið fyrir farsíma
líkt og Galaxy S-II hefur gert.
Hentar tæknifælnum
Fy rir tæk nifælna og óvana
notendur þá segir Óttar að þeir sem
hafi prófað þennan síma segi að
það sé sáraeinfalt að læra á hann.
„Samsung Galaxy S-II hentar öllum
enda er notendaviðmótið einkar vel
uppbyggt og á hvers manns færi að
vinna með það.
Samsung Galaxy S-II fer ein-
staklega vel í vasa, eða veski þrátt
fyrir stóran skjá. Í snjallsíma-
kapphlaupinu mælir ELKO með
Samsung Galaxy Sii.“
Samsung Galaxy Sii kostar kr.
98.995 í verslunum ELKO.
Snjallsímar í verslunum ELKO
Fyrir ekki svo löngu var vinsælt að vera með stóra NMT-farsíma og símboða. Þessi tæki voru einföld og skiluðu vel sínu hlutverki sem samskiptatæki.
Í dag eru breyttir tímar og nánast hver einasti maður með GSM-síma í vasanum. Farsímar hafa nýtt hlutverk í dag sem snjallsímar.
Óttar Örn Sigurbergsson, innkaupastjóri ELKO, segir að snjallsímamarkaðurinn hafi verið í gríðarlegum vexti síðan fyrstu snjallsímarnir litu dagsins ljós.
Samsung Galaxy S-II hefur fengið fullt hús
stiga hjá mörgum tímaritum og vefsíðum