Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 16
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í ræðu á Við skipta þingi Við skipta ráðs Íslands, því fjöl- mennasta frá upphafi, sem haldið var á Hilton Hótel Nordica í gær, að íslenska krónan væri upp- spretta óstöðug leika í íslenska hag kerfinu. Vegna hennar væri fólk ýmist reitt eða ánægt, eftir því „hvar það lenti“ eftir reglulega kúvendingu hagkerfisins. Hann sagði þetta ástand ekki boðlegt, hvorki heimilum né fyrirtækjum. „Krónan er eins og fíllinn í stofunni,“ sagði Jón og birti stóra mynd af fíl sem sat í leðurstól inni á venjulegu heimili. Hann sagði engan „þora að reka hann út“ en allir sæju samt að hann væri fyrir- ferðarmikið vandamál. Jón sagði krónuna gera það að verkum að mikið fjármagn færðist til á milli fólks í síendurteknum kollsteypum. „Þetta gengur ekki, svo einfalt er það.“ Hann sagðist enn fremur hræddur um að gjaldeyris- höftin myndu ýta fyrir tækjum og tæki færum smátt og smátt úr landi, og að þeir sem hefðu aðrar lausnir en að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru, þyrftu að leggja til raunhæfar tillögur um hvernig væri hægt að leysa þetta mesta mein íslensks efnahagslífs. Þorsteinn Már Baldvins son, for- stjóri Sam herja, hélt einnig ræðu á Við skipta þingi og fór yfir reynsluna af veiði og vinnslu makríls. Hann sagði það vera krefjandi verk efni að stunda við skipti með makríl, flutnings leiðir væru langar og samkeppni hörð. Íslenskur sjávar- útvegur hefði náð góðum árangri á skömmum tíma. Óvissan um fisk- veiði stjórnunar kerfið, vegna fyrir- hugaðra breyt inga stjórn valda á því, væri slæm og skapaði mikil vandamál. Hann sagði makríl- veiðarnar hafa skapað yfir þúsund störf á sjó og landi, og yfir 25 milljarða í verð mæti fyrir íslenska hag kerfið, á síðustu þremur árum. Þorsteinn Már sagði sam skipti stjórn valda og íslensks atvinnu lífs vera óboð leg. „Í íslensku atvinnu- lífi er til mikið af góðu, duglegu og heiðarlegu fólki sem gæti skapað meira af störfum ef samskipti atvinnulífsins við stjórnvöld væru eins og við hlustum á hér áðan,“ sagði Þorsteinn Már, eftir að hafa spila myndbandsupptöku af því þegar Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ávarpaði Viðskiptaþingið í Noregi í fyrra. magnush@365.is 251 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt yfirfærslur fyrirtækja- ráðgjafar Sögu Capital hf. til MP banka hf. Ákvörðun þess efnis var tekin 9. febrúar síðastliðinn og gerð opinber í gær. Í október hafði Samkeppniseftirlitið kynnt þá niðurstöðu sína að það teldi ekki ástæðu til þess að aðhafast vegna kaupanna. MP banki keypti fyrirtækjaráð- gjöf Sögu í lok ágúst 2011. Kaup- verðið var ekki gefið upp en sam- hliða fóru sex starfsmenn frá Sögu yfir til MP banka. Skömmu síðar, í október 2011, var starfsleyfi Sögu Capital sem lánafyrirtækis aftur- kallað. Fyrirtækið afsalaði sér í kjölfarið heimild til að leita nauða- samninga. Í frétt á heimasíðu þess segir að ljóst sé að Saga Capital „mun þurfa að fara í slita meðferð í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og mun því ekki geta uppfyllt fyrirliggjandi frumvarp að nauðasamningi“. - þsj Kaup MP banka samþykkt: MP mátti kaupa ráðgjöf Sögu PUNKTUR er skuldatryggingarálag ríkissjóðs sem hefur lækkað um 21 prósent frá áramótum. MP BANKI Skúli Mogensen er stærsti eigandi MP banka. Gamalt fegrunarráð - í nútímalegum búningi Dreifingaraðili Danson ehf :: Sími 588 6886 Agúrku roll on ESBJERG SØNDERBORG Nánari uppl. www.easv.dk Mikilvægt skref í átt að þínum frama S T U D Y I N D E N M A R K AP Degree Fashion Design Marketing Management Multimedia Design & Communication Computer Science Management Technology BACHELOR Degree Engin skólagjöld! meet us! Kynningarfundur! Hótel Hilton Nordica: 16/02 kl. 18:00 Háskóladagurinn! Háskólabíó: 18/02 12:00 – 16:00 International sales & Marketing Business & Design Web Development Software Development Technical Manager Íslenska krónan er fíll í stofunni Jón Sigurðsson forstjóri Össurar sagði krónuna vera uppsprettu illinda á Íslandi. Fólk ýmist reitt eða ánægt, eftir því hvar það „lenti“. VIÐSKIPTAÞING Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og Steingrímur J. Sigfússon, efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, ræddu saman á Viðskiptaþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hreggviður Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., var kjörinn formaður Viðskiptaráðs á aðalfundi þess í gær. Auk hans voru átján fulltrúar kosnir í aðalstjórn Viðskiptaráðs næstu tvö árin. Fulltrúar koma úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Í aðalstjórn Viðskiptaráðs 2012-2014 voru kjörin eftirfarandi: Hreggviður Jónsson nýr formaður Björgólfur Jóhannsson, Icelandair Group Sævar Freyr Þráinsson, Síminn Eggert Benedikt Guðmunds- son, HB Grandi Sigrún Ragna Ólafsdóttir, VÍS - Vátryggingafélag Íslands Hrund Rudolfsdóttir, Marel Hörður Arnarsson, Landsvirkjun Gylfi Sigfússon, Eimskip Ísland Úlfar Steindórsson, Toyota Íslandi Katrín Olga Jóhannesdóttir, Já Upplýsingaveitur Kristín Pétursdóttir, Auður Capital Ásbjörn Gíslason, Samskip Höskuldur H. Ólafsson, Arion banki Eyjólfur Árni Rafnsson, Mannvit Ari Edwald, 365 miðlar Brynja Halldórsdóttir, Norvik Margrét Pála Ólafsdóttir, Hjallastefnan Steinþór Pálsson, Lands- bankinn Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Actavis Group
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.