Fréttablaðið - 16.02.2012, Page 53
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2012 37
Low Roar er listamannsnafn Ryans
Karazija frá Kaliforníu. Ryan var
áður meðlimur í hljómsveitinni
Audrye Sessions sem gaf út sam-
nefnda plötu árið 2009. Í dag er
Ryan hins vegar búinn að vera
búsettur á Íslandi í tvö ár og er
giftur íslenskri konu. Hann vann
Low Roar-plötuna bæði í Reykja-
vík og Los Angeles en bandaríska
plötuútgáfan Tonequake Records
gaf hana út í nóvember síðast-
liðnum. Ryan semur lög og texta,
syngur og spilar á flest hljóð færin,
en á meðal aðstoðarhljóðfæra-
leikara eru tveir Íslendingar.
Tón listin á plötunni er meló dískt
og trega fullt indí popp. Þó að Ryan
nái að skapa mjög sterka stem ningu
í tón listinni þá er undir spilið oftast
frekar naum hyggju legt. Söngurinn
er fullur af til finningu en söng stíl
Ryans hefur, réttilega, oft verið
líkt við Thom Yorke, söngvara
Radiohead. Low Roar er svo lítið
sein tekin plata, en eftir nokkrar
um ferðir í spilaranum nær hún
valdi á hlustandanum. Hljómurinn
er mjög flottur. Hún hefur sterka
heildar mynd og er öll góð, en samt
hafa lögin flest sín sér kenni. Þetta
er hæg geng tónlist en áhrifa rík.
Ryan er góður laga smiður og
eins og áður segir eru öll lögin
góð og þess vegna erfitt að taka
einstök lög út úr, en ég nefni samt
þrjú. Patience ein kennist af mjög
flottum strengja undir leik, Friends
Make Garbage (Good Friends Take
It Out) er svo lítið léttara heldur en
af gangurinn af plötunni, væntan-
lega fyrsta lag í útvarpsspilun og
Help Me er almagnað – hægt og
melankólískt.
Á heildina litið er Low Roar
frábær plata frá listamanni sem
spennandi verður að fylgjast með
í framtíðinni. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Kaliforníumaðurinn og
Reykvíkingurinn Ryan Karazija með
firnasterka frumsmíð.
Melódísk og tregafull
Hurð skall nærri hælum þegar
sæljón reyndi að bíta söngkonuna
Shakiru í Höfðaborg í Suður-
Afríku. Hún var í fríi niðri á
strönd þegar hún sá nokkur
sæljón og ákvað að komast nálægt
þeim og smella af þeim myndum.
„Eitt þeirra stökk upp úr
vatninu mjög hratt og stóð
hálfan metra frá mér, horfði í
augun á mér, öskraði og reyndi
að bíta mig,“ sagði Shakira, sem
lamaðist af ótta. Bróðir hennar
Tony brást snöggt við og dró
hana í burtu á síðustu stundu.
Sæljón vildi
bíta Shakiru
Í HÆTTU STÖDD Söngkonan Shakira var í
hættu stödd í Suður-Afríku.
Naomie Harris, sem leikur Bond-
stúlkuna Eve í Skyfall, hefur lagt
mjög hart að sér til að komast í
form fyrir áhættuatriði myndar-
innar. „Ég er að reyna að leika í
öllum áhættuatriðunum sjálf. Ég
hef hingað til leikið í þeim öllum.
Eftir tvær vikur verður stórt
áhættuatriði, þannig að ég veit
ekki alveg hvort ég næ að leika í
því,“ sagði hin 35 ára Harris.
Daniel Craig, sem leikur 007,
hefur einnig lagt hart að sér og
æft í tvo tíma á dag eftir allt
að fjórtán klukkustunda tökur.
„Hann er alltaf í frábæru skapi
og heldur andrúmsloftinu léttu,“
sagði Naomie um Craig.
Æfir vel fyrir
áhættuatriði
Í FORMI Naomie Harris reynir að halda
sér í góðu formi fyrir áhættuatriðin.
NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlist ★★★★★
Low Roar
Low Roar
www.kexsmidjan.is
Uppskrift að góðum degi:
Taktu Íslandskex upp úr pakkanum, smyrðu með íslensku smjöri
og leggðu ofan á ljúffengan íslenskan ost, ekki skemmir að setja
dreitil af sultu á toppinn. Einnig er íslenskt grænmeti góður
kostur, sem gerir það ögn ferskara í skammdeginu.
Íslandskex er bragðgott kex sem hentar í öll mál fyrir þig.
Goðafoss er meðal stærstu fossa á
Íslandi og þykir jafnframt einn sá
fallegasti. Hann er formfagur og
einkar myndrænn, 12 metra hár og
og skartar sínu fegursta allan ársins
hring. Klettar á skeifulaga foss-
brúninni greina Goðafoss í tvo
meginfossa sem steypast fram af
hraunhellunni skáhalt á móti hvor
öðrum. Auk þeirra eru nokkrir
smærri fossar eftir vatnsmagni
fljótsins. Einn þeirra þrengir sér á
milli meginfossanna tveggja og
gefur fossinum sinn sterka svip.
í alfaraleið á Norðurlandi.
Opið laugard. kl. 10-14