Fréttablaðið - 16.02.2012, Side 57

Fréttablaðið - 16.02.2012, Side 57
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2012 41 Búist er við því að söngkonan Dolly Parton eigi eftir að græða mikið á stefgjöldum á næstunni. Ástæðan er sú að hún samdi lagið I Will Always Love You sem hin sáluga Whitney Hou- ston tók upp á sína arma. Lagið verður vafalítið mikið spil- að í útvarpi og víðar næstu misserin enda eitt af ein- kennislögum Houston. I Will Always Love You var á þrett- ándu sólóplötu Parton, Joleen, sem kom út 1974. Lagið náði tvívegis toppnum á sveita- söngvalista Billbo- ard. Átján árum síðar söng Houston lagið og gerði það ódauðlegt. Dolly Parton fær stefgjöld HÁ STEFGJÖLD Dolly Parton mun vafalítið græða mikið á næstunni. Bobby Brown, fyrrum eiginmaður hinnar sálugu Whitney Houston, hefur hætt við tónleikaferð með hljómsveit sinni New Edition til að geta verið með dóttur sinni Bobbi. Brown spilaði með hljóm- sveitinni í Missouri á laugar dags- kvöld, nokkrum klukku stundum eftir dauða Whitney. Síðar um kvöldið fékk Bobbi tauga áfall vegna svip legs frá falls móður sinnar og var flutt á sjúkra hús. „Ég er mjög sorg mæddur yfir dauða fyrr verandi eigin konu minnar, Whitney Houston. Núna óska ég eftir friði frá fjöl miðlum, sér stak- lega vegna dóttur minnar Bobbi Kristina. Ég vil þakka fyrir allar samúðarkveðjurnar sem við höfum fengið á þessum erfiðu tímum,“ sagði Brown í yfirlýsingu sinni. Engin tónleikaferð HÆTTIR VIÐ Bobby Brown er hættur við tónleikaferð sína með hljómsveitinni New Edition. NORDICPHOTOS/GETTY Jennifer Aniston hefur enn og aftur tjáð sig um viðhorf sitt til barna. Hin 43 ára leikkonan er barnlaus og hin svokallaða líf- fræðilega klukka hennar því farin að tifa allsvakalega. „Ég held kannski að al menn- ingur vilji að ég eignist barn núna,“ sagði hún í viðtali við tímaritið GQ. „Ég er samt alveg róleg. Ef þetta gerist, þá gerist það. Ég hugsa ekki þannig að ég verði að eignast barn.“ Orðrómur hefur verið uppi um að hún sé ófrísk eftir kærastann sinn Justin Theroux. Því vísar hún á bug. „Núna vil ég koma þessum hlutum á hreint varðandi barneignir. Ég er ekki að fara að eignast þríbura, ekki tvíbura og heldur ekki eitt barn. Ég er ekki ófrísk.“ Aniston er á forsíðu tíma- ritsins ásamt Paul Rudd en þau leika saman í róman tísku gaman- myndinni Wanderlust. Hún er væntan leg á hvíta tjaldið í Banda- ríkjunum í næstu viku. Aniston sótti skilnað við Brad Pitt árið 2005. Hann byrjaði þá með Angelinu Jolie og saman eiga þau sex börn, þar af þrjú ættleidd. Verður ekki að eignast barn EKKI ÓFRÍSK Jennifer Aniston er alveg sallaróleg yfir barneignum. Samkvæmt heimildum OK!Magazine ætla Brad Pitt og Angelina Jolie loksins að ganga í það heilaga í sumar. Heimildar- menn blaðsins ku vera nánir vinir parsins og segja leikarana vera að skipuleggja nána athöfn í franskri höll. Brad Pitt hefur áður sagt að hann og Jolie ætli ekki að gifta sig fyrr en öllum verður leyfilegt að ganga í það heilaga og vísar hann þar með í hjónabönd sam- kynhneigðra. Parið hefur verið saman í sjö ár og eiga saman sex börn en slúðursögurnar Hollywood segja að eitt í viðbót sé á leiðinni en þær sögu- sagnir hafa ekki verið staðfestar. Gifting í sumar HJÓNABAND Brad Pitt og Angelina Jolie eru að undir- búa brúðkaup í Frakklandi í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrir eftirlætis manneskjuna í þínu lífi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 -0 2 4 6 Glæný og ljúffeng konudagsostakaka bíður þín í næstu verslun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.