Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 4
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR4 STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun gagnrýnir þann misbrest sem er á því að stofnanir ríkisins skili rekstraráætlunum sínum á réttum tíma. Einnig að tvær af hverjum þremur stofnunum fari inn í fjárlagaárið án samþykktrar rekstrar áætlunar. Ríkisendurskoðun sendi 31. janúar fyrirspurn til allra ráðu- neyta og óskaði eftir upplýsingum um skil, samþykkt og skráningu rekstraráætlana stofnana ríkisins. Skilafrestur var til 8. febrúar. Skil og samþykkt áætlana eru gagnrýnd, en samtals var 152 áætlunum skilað fyrir tilskilin tíma eða 79% þeirra. Aðeins þriðjungur áætlana hafði verið samþykktur af við- komandi ráðuneyti sem eiga að hafa tekið afstöðu til þeirra fyrir miðjan janúar og samþykkja þær með eða án breytinga. Ríkisendurskoðun tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé farið að gildandi reglum sé ljóst að staðan sé miklu betri en hún var fyrir nokkrum árum. Til samanburðar er nefnt að í lok desember 2008 hafði aðeins 4% áætlana verið skilað. Í janúar 2009 var hlutfall samþykktra áætlana 6%, en var þriðjungur nú. Staða þessara mála er mjög mismunandi eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneytið stóð við alla tímafresti en umhverfisráðu- neytið skilaði Ríkisendurskoðun engum gögnum. Er gerð við það alvarleg athugasemd en ráðuneyt- ið segir að ekki hafi gefist tími til að taka upplýsingarnar saman. - shá Ríkisendurskoðun gagnrýnir stofnanir ríkisins fyrir slæleg skil rekstraráætlana: Ríkisstofnanir skila áætlunum of seint FÉLL Á TÍMA Umhverfisráðuneytið skilaði engum gögnum til Ríkisendurskoðunar sem fellur það þunglega. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL GENGIÐ 15.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,3379 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,71 123,29 192,49 193,43 161,43 162,33 21,714 21,842 21,432 21,558 18,397 18,505 1,5626 1,5718 189,48 190,60 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is IFÖ CERA SALERNI UPPHENGT MEÐ HARÐRI SETU GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI www. tengi.is 26.200 .-kr.TILBOÐ SVERÐ SAMKEPPNISMÁL Í drögum að nýju frum varpi að lögum um starf- semi Ríkis út varpsins (RÚV) eru engar hömlur á sölu fyrir tækisins á aug lýsingum á vefnum. Slíkar hömlur eru til staðar í gildandi lögum. Stjórnendur stærstu einka- reknu sjónvarps stöðva landsins telja nýja frum varpið langt frá því að ná mark miði sínu um að draga úr um svifum RÚV á aug lýsinga- markaði. Tekjur RÚV af aug- lýsingum og kostunum voru 1.556 milljónir króna á síðasta rekstrar- ári, eða tæplega 35% af heildar- tekjum RÚV. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að frumvarpið geri ráð fyrir að hlutfall auglýsinga í sjónvarpsdagskrá RÚV verði skert með ýmsum hætti. Í gildandi lögum um RÚV segir að fyrirtækinu sé „óheimilt að selja auglýsingar til birtingar á veraldavefnum“. Engar slíkar hömlur er að finna í frumvarpsdrögunum. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að RÚV gæti auð veld lega selt aug lýsingar á vefnum fyrir sömu upp hæð og fyrir tækið telur sig tapa á þeim tak mörkunum sem settar eru á sjón varps aug lýsingar þess. Hann telur þær breyt ingar sem frum varpið boðar á starf- semi RÚV langt í frá full nægjandi. „Mér sýnist sú tak mörkun sem þarna er boðuð varðandi veru RÚV á aug lýsinga markaði vera af skap- lega óskil virk. Ef raun veru legur vilji væri til að setja tak markanir þá væri mun skil virkara að tak- marka aug lýsingar á ákveðnum tímum, í stað þess að klípa tvær mínútur af öllum klukku tímum sólar hringsins. Það hefur einnig legið fyrir að það þarf að út rýma kostunum hjá RÚV. Ég fæ ekki séð að það séu neinar tak markanir á þeim í frum varpinu. Sömu leiðis sýnist mér að hömlur um sölu RÚV RÚV má auglýsa á vefnum Í frumvarpi um starfsemi Ríkisútvarpsins er bann við sölu á auglýsingum á vefnum afnumið. Stjórnendur einkarekinna sjónvarpsstöðva telja það ganga allt of skammt og takmarki ekki heildartekjumöguleika RÚV. RÚV Tekjur Ríkisútvarpsins ohf. af auglýsingum og kostunum voru 1.556 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Það eru tæplega 35% af heildartekjum RÚV. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir því að Ríkisútvarpið muni stofna sérstakt dótturfélag utan um samkeppnis- starfsemi sína, þar á meðal auglýsingasölu. Rekstur þess félags á að lúta eftirliti Samkeppniseftirlitsins, sem RÚV gerir ekki. Auk þess er lagt til að hlutfall auglýsinga í dagskrá RÚV fari ekki yfir 10 mínútur á klukkutíma, bannað verður að slíta í sundur dagskrár- liði til að koma að auglýsingum, vöruinnsetning verður óheimil í innlendri dagskrárgerð og RÚV verður gert að birta gjaldskrá á vefnum þar sem öll afsláttarkjör verða tilgreind. Allar ofangreindar breytingar eru í takt við kröfur Eftir litsstofnunar EFTA (ESA) um „viðeigandi ráðstafanir“ varðandi fjárhags- og lagaumhverfi RÚV. Íslensk stjórnvöld hafa frest til 31. mars til að ljúka innleiðingu þeirra og telja að frumvarpsdrögin muni fullnægja þeim. Geri þau það ekki mun ESA undirbúa málshöfðun á hendur íslenska ríkinu vegna málsins. Stjórnvöld reyna að verða við kröfum ESA um breytingar á RÚV á aug lýsingum á vefnum verði felldar niður með frum varpinu. Ég myndi telja að RÚV gæti auð veld- lega selt aug lýsingar á vefnum fyrir sömu upp hæð og þeir telja sig tapa á tak mörkunum á aug lýsingum í sjónvarpi. Til framtíðar litið er það miklu stærra mál.“ Friðrik Friðriksson, fram- kvæmda stjóri Skjásins, telur að ekki sé nægilega langt gengið til að takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér hvernig RÚV getur bætt sér upp þessar tekjur sem þeir eru að missa, til dæmis með því að hækka verðin sem þeir bjóða. Þetta er ósannfærandi. Það sem mér finnst þó helst vanta í frumvarpsdrögin er að því er algjörlega ósvarað hversu stórt RÚV á að vera. Við höfum talið að það sé helmingi of stórt.“ thordur@frettabladid.is DANMÖRK Atvinnuleysi í Dan- mörku eykst jafnt og þétt og var átta prósent á síðasta ársfjórðungi 2011, að því er fram kemur á vef dönsku hagstofunnar. Það er eilítil aukning frá fyrri mælingu, en atvinnuleysi hefur aukist margfalt sé litið aftur til ársins 2008. Um mitt ár árið 2008 voru um 90.000 manns á aldrinum 15 til 64 ára án atvinnu, en nú eru það 228.000. Mest er atvinnuleysi í hópi ungs fólks, en 13,6% á aldrinum 15 til 24 ára eru atvinnulaus. 7,7% kvenna eru atvinnulaus og 7,5% karla. - þj Vinnumarkaður í Danmörku: Atvinnuleysið enn á uppleið Í ATVINNULEIT Hlutfall atvinnulausra í Danmörku er hæst meðal ungs fólks. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 4° 0° 3° 5° 2° 1° 1° 18° 9° 14° 6° 27° -2° 8° 15° -1° Á MORGUN Gengur í hvassa N-átt. LAUGARDAGUR 10-18 m/s A-til, annars hægari. 1 -1 0 0 -4 -2 2 1 1 2 4 14 10 10 9 8 8 11 7 13 10 10 -2 -2 -4 -1 -1 -5 -6 -6-4 -4 VETRARVEÐUR Nú kólnar heldur á landinu og verður frost um allt land á morgun og hinn. Við megum búast við éljagangi um vestanvert landið fram á morgundag- inn en þá fer að snjóa norðanlands. Seint á laugardag snýst í suðvestan- átt og dregur úr frosti. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Xi Jinping, vara- forseti Kína, hefur hitt marga helstu ráðamenn Bandaríkjanna í heimsókn sinni vestra. Á þriðjudag hitti hann meðal annars Barack Obama forseta og Joe Biden varaforseta, en í gær hitti hann leiðtoga Bandaríkja- þings og forystumenn í viðskipta- lífi Bandaríkjanna. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa verið stirð undanfarið, bæði vegna efna- hagsmála og vegna vaxandi ítaka Bandaríkjanna á Kyrrahafi. Xi þykir líklegur til að taka við af Hu Jintao, forseta Kína, á þingi kínverska Kommúnistaflokksins næsta haust. - gb Varaforseti Kína á ferðalagi: Reynt að bæta samskiptin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.