Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 26
Móðir Kona Meyja er ný verslun sem selur meðgöngu- og brjóstagjafafatnað. Verslunin er á Laugavegi 86. Allt stefnir í að yfirgnæfandi meirihluti gæruskinna sem sútuð hefur verið á árinu eða um 95 prósent verði fluttur úr landi. Þannig er útlit fyrir að allt að 75 þúsund mokkaskinn verði seld ytra en það er tæplega helmings aukning miðað við í fyrra að sög n Gu n n - steins Björns- sonar, fram- kvæmdastjóra Loðskinns hf. á Sauðárkróki. „Þetta eru vit- anlega gleðitíð- indi. Við sjáum fram á að velt- an aukist um helming miðað við á síðasta ári. Fari úr á bilinu 180- 190 milljónum upp í 350 milljónir íslenskra króna, sem er met í sögu fyrirtækisins,“ upplýsir Gunn- steinn og segir aukna veltu meðal annars taka mið af meðalverði á mokkaskinni sem hafi hækkað á heimsvísu á árinu. Að sögn Gunnsteins er það helst veiking krónunnar sem hefur gert framleiðsluna hagstæða hérlendis eftir nokkur mögur ár. „Við hættum alveg framleiðslu frá 2005 til og með 2007. Gengi krónunnar var einfaldlega of hátt fyrir þennan iðnað hér heima því við erum auðvitað í samkeppni við erlenda aðila. Svo fórum við aðeins af stað aftur 2008 og erum nú komin á blússandi siglingu,“ segir hann og reiknar með enn meiri útflutningi á næsta ári. L o ð sk i n n er dótturfyrirtæki Sjávarleðurs ehf. sem hefur um árabil framleitt roð fyrir alþjóðamarkað. Fyrirtækið er það eina sem framleiðir sútað skinn á Íslandi eftir að skinnaiðnaður lagðist af á Akureyri fyrir nokkrum árum. Meirihluti kaupenda er frá Evrópu og Asíu þar sem íslensk skinn hafa löngum verið eftirsótt, meðal annars sökum náttúrulegs útlits og léttleika sem Gunnsteinn segir vera algjört lykilatriði. „Þung mokkaföt eru fyrir löngu komin úr tísku. Þessi sérstaða íslensks gæruskinns hefur tryggt því viðvarandi vinsældir um árabil.“ Hann getur þess að óunn- in gæruskinn séu einn- ig seld að mestu leyti á erlenda markaði, eða í kringum hálf milljón skinna á ári hverju. „Okkar framleiðsla er því aðeins lítið brot af því, en frá hverju hráu skinni yfir í unnið skinn er fimmföld verð- mætasköpun.“ roald@frettabladid.is Flestar gærur úr landi Allt að 95 prósent alls gæruskinns sem er sútað hérlendis á árinu verður selt úr landi. Framkvæmdastjóri Loðskinns hf. segir að eftir nokkur mögur ár sé loks að lifna almennilega yfir mokkaskinnsmarkaði. Erlend tískuhús eru á meðal viðskiptavina Loðskinns. Gunnsteinn Björns- son. Um fimm prósent fram- leiðslu Loðskinns er seld á innlendan markað. Hér má sjá hvernig gæruskinn er nýtt í kollinn Fuzzy eftir Sigurð Má Helgason. KJÓLL 14.900 KR. LEGGINGS 2.990 KR. BLÚNDUERMAR 5.990 KR. Ferming 2012 KJÓLL 9.900 KR. LEGGINGS 2.990 KR. KROSS 5.900 KR. aldrei meira úrval Grímsbær við Bústaðaveg Efstalandi 27, 108 Rvk. Sími: 527-1999 Opið: mán-fös 11:00-18:00 laug 11:00-15:00 Sendum í pósti um allt land! MILANO leðurskór Dúndurdagar 10. til 18. febrúar 35% afsláttur AÐEINS ÞESSA VIKUNA ALLAR YFIRHAFNIR Á AFSLÁTTi50% www.belladonna.is FULL BÚÐ af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-60 Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.