Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 18
18 16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Hvað þurfa menn að afreka til að teljast verðugir umbunar og upp- skera ávextina af hæfileikum sínum og fram lagi til menningar eða annarra þjóð nytja? Spyr sá sem ekki veit! En spurningin vaknar óhjákvæmi lega í sam- bandi við nýlega út hlutun úr Starfs launa- sjóði rit höfunda; og vera má, að forsvars- menn hans eigi einhver við hlítandi svör við henni. Svo vill nefnilega til, að í þetta sinn var gengið framhjá einum efnilegasta og ötulasta rithöfundi Íslendinga, Bjarna Bjarnasyni (f. 1965), sem á nokkrum síðustu árum hefur verið afkastameiri og afkastabetri en velflestir, ef ekki allir, jafnaldrar hans. Í því sambandi má benda á, að síðan 1992 hefur hann gefið út átta skáldsögur ásamt skáldævisögu og ritgerðasafninu „Boðskort í þjóðarveislu“. Síðustu þrjú árin hefur hann sent frá sér þrjár veiga miklar skáld sögur, sem vakið hafa almenna at hygli, og fengið tvö af skáld verkum sínum þýdd á arabísku og þýsku. Skáld verkin þrjú eru „Leitin að Audrey Hepburn“ (2009), „Mannorð“ (2011) og „Endurkoma Maríu“ (2012). Bjarni var sæmdur bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar 1998 og Laxness- verðlaununum 2001. Þá má einnig geta þess, að hann kom fram á Bókamessunni í Frankfurt á liðnu ári. Í þessu kræfa samfélagi gagn særra pólitíkusa og mis jafn lega spilltra brodd- borgara (samanber lífeyrissjóðina) má heita, að heiðar leg og mark sækin vinnu- brögð þyki sveitó eða púkó. Hvers á Bjarni Bjarnason að gjalda? Má vera, að hann þyki of vel kvæntur til að verð- skulda viður kenningu fyrir heiðvirð og frábær vinnubrögð? Það væri svo sem eftir öðru á þessum kjörlendum kunningsskapar og pólitísks siðleysis! Hvað þurfa menn að afreka? Menning Sigurður A. Magnússon rithöfundur Í þessu kræfa samfélagi gagnsærra pólitíkusa og misjafnlega spilltra brodd- borgara (samanber lífeyris- sjóðina) má heita, að heiðarleg og marksækin vinnubrögð þyki sveitó eða púkó. Ánægjan í Evrópu Umræður sköpuðust á þingi í upp- hafi viku þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vitnaði í ályktun utanríkismálanefndar Evrópuþingsins um aðildarferli Íslands og las þar út „mikla ánægju“ með brotthvarf Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn og „fögnuð“ með að Steingrímur hefði tekið við málaflokkum Jóns. Tilgangurinn og meðalið Vandamálið er að hvergi í til- lögunni er vikið að Jóni eða ánægju með brott hvarf hans. Evrópu þingmaðurinn Christian Dan Preda segir í svari við fyrir spurn Evrópu vaktarinnar að í ályktuninni hafi verið vakin athygli á breyt ingunum og nýrri ríkis stjórn fagnað sem nýjum viðræðu aðila án þess að taka af stöðu til hennar. Það sé gert gagn vart öllum umsóknar- ríkjum. Stað reyndir sem þessar telja íslenskir þingmenn þó ef til vill auka- atriði ef hægt er að neyta færis og koma höggi á andstæðinga. Langsótt Bjarni Benediktsson átti á sínum tíma aðkomu að við skiptum sem hafa leitt til ákæru á hendur tveimur banka- mönnum. Athygli hefur verið vakin á þessu í fjöl miðlum og það er ekki nema sjálf sagt, eðlilegt og þarft. Bjarna hefur gefist tæki færi til að svara fyrir þessa aðkomu sína og mörgum þykir honum hafa tekist það ágætlega. Nýjasta útspil Bjarna er hins vegar að tengja frétta flutninginn, sem hófst fyrir mörgum misserum og lifnaði aftur við þegar ákæran var gefin út á dögunum, við þing mál sem hann lagði fram fyrir jól um að hætta við saka mál gegn Geir H. Haarde. Bjarni mætti hafa í huga að þegar menn segjast að ósekju bendlaðir við plott ættu þeir að forðast að smíða lang sóttar samsæriskenningar sjálfir. thorgils@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova Styrkir vegna starfsársins 2012 Sjóðurinn auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar í tónlist. Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrk til að panta tónverk og skal styrk- fjárhæðin aðeins notuð til þess. Umsækjendur ábyrgjast frumflutning verksins. Í umsókn skal taka fram: - höfund tónverks - tímalengd verks - flytjendur - hljóðfæraskipan - áætlaða tímasetningu frumflutnings - upphæð sem sótt er um Þá skal fylgja fjárhagsáætlun verkefnisins sem og ferilskrá umsækjanda (flytjanda/tónleikahaldara) Umsóknir berist til: Nýsköpunarsjóðs tónlistar – Musica Nova Laufásvegi 40, 101 Reykjavík Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 29. febrúar 2012. Póststimpill gildir. Nýsköpunarsjóður tónlistar er styrktur af Reykjavíkurborg S eðlabankinn sendi ríkisstjórninni og Alþingi kurteislega ábendingu í riti sínu Peningamálum, sem út kom í síðustu viku. Þar segir að fjárlög þessa árs séu breytt frá upp- haflegu frumvarpi, sem lá til grundvallar hagspá Seðla- bankans í nóvember. Hallinn á fjárlögunum sé þannig þremur milljörðum meiri en gert var ráð fyrir. „Mest munar um að ekki var gengið jafn langt í aðhaldi launakostnaðar eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu eða sem nemur um 2,1 ma.kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður í ár verði 2,5% meiri en í fyrra. Í ljósi umsaminna launahækkana opinberra starfsmanna er ljóst að enn þarf að skera niður vinnumagn eigi þessi forsenda að halda,“ segir Seðlabankinn. Á mannamáli þýðir þetta að fækka verði ríkisstarfsmönnum, annars verði hallinn á rekstri ríkisins meiri en fjárlögin gera ráð fyrir. Ábending Seðlabankans er til merkis um að við meðferð fjárlagafrumvarpsins var látið undan þingmönnunum, sem undanfarin misseri hafa hamazt gegn fækkun ríkisstarfsmanna á ýmsum forsendum; þeir telja grafið undan velferðarkerfinu, undan einstökum byggðarlögum eða landshlutum o.s.frv. Vandinn við þennan málflutning er að viðkomandi benda sjaldnast á hvar megi skera niður í staðinn, nema hvað einn og einn kemur með gömlu lýðskrumslausnina: Skera niður risnu, utanlandsferðir og utanríkisþjónustuna. Sparnaður á þeim útgjaldaliðum er auðvitað nauðsynlegur eins og annars staðar en þeir eru bara svo pínulítill hluti af útgjöldum ríkisins að það skiptir litlu í heildarsam henginu. Hinn kaldi veruleiki er að launakostnaður er svo stór hluti af ríkis- útgjöldunum að ómögulegt er að ná utan um vandann í ríkisfjár- málum án þess að segja upp fólki. Þegar fyrirtæki á einkamarkaði sjá fram á kostnaðar hækkanir, meðal annars launahækkanir, en búast ekki við samsvarandi hækkun á tekjum segja þau upp fólki. Það eru sársaukafullar aðgerðir en nauðsynlegar, því að óábyrgt væri að stefna fyrir- tækjunum í þrot með því að gera ekki neitt. Okkar sameiginlega fyrirtæki, ríkissjóð, verður að reka með nákvæmlega sama hætti. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu, þar með talið hjá opinberum hlutafélögum, um 38% áratuginn fyrir hrun, 1999-2008. Það var fjölgun byggð á óábyrgum ákvörðunum stjórnmálamanna sem vildu veita góða þjónustu og hafa kjósendur sína ánægða en tekjur ríkisins standa nú engan veginn undir góðverkunum. Hvernig gengur svo að snúa blaðinu við? Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar frá síðast- liðnu hausti hefur ársverkum frá ríkinu fækkað um 6,5% frá 2008. Með öðrum orðum hefur aðeins verið undið ofan af fjórðungi af fjölguninni frá því fyrir hrun. Einhverra hluta vegna þorir ríkisstjórnin að setja sér markmið um fækkun ríkisstofnana, en ekki að segja frá því hvað störfum eigi að fækka mikið við sameiningarnar. Það blasir þó við að eigi kerfisbreytingin að skila raunverulegum sparnaði, verður að fækka starfsmönnum. Kominn er tími til að horfast í augu við það. Seðlabankinn bendir á það augljósa: Meiri fækkun ríkisstarfsmanna Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.