Fréttablaðið - 16.02.2012, Side 19

Fréttablaðið - 16.02.2012, Side 19
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2012 19 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsátt- mála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrir- tækja á sameiginlegum auð- lindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika við- leitni til að standa við þetta lof- orð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsinga- herferðir og síendurteknar full- yrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauð- lindina. Endurskoðendur sjávar- útvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðar- innar sem þeir voru í fegrun árs- reikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðar- auðlindinni jafngildir svo kallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlinda rentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Lík- lega er leiguverðið í hærri kant- inum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verð- myndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auð- lindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hrein- um hagnaði þegar fjármagns- kostnaður er reiknaður með svo- kallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar út gerðar fyrir tækja annars vegar og útgerðar- og fisk vinnslu fyrir- tækja hins vegar. Tölur eru færðar til verð lags ársins 2011 með neyslu- verðs vísi tölu. Myndin ber með sér að hagnaður út gerðar fyrir- tækja hefur ná lægt þre faldast að verð mæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fisk- vinnslu sé býsna sveiflu kenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávar- útvegs fyrir tæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrar rök. En þessu fyrir- komulagi fylgir að fisk vinnsla er ósjaldan að kaupa hrá efni af út gerðar fyrir tæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bók- færður hagnaður út gerðar fyrir- tækja en bók færður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjó manna (launa- greiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli“. Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur at riði þegar línu ritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávar- út vegsins hefur aukist veru lega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávar út vegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávar út vegurinn auð veld lega greitt 20 milljarða plús árlega í auð linda gjald við nú verandi að stæður. Í þriðja lagi hlýtur línu- ritið að vekja spurningar hjá sjó- mönnum og þeim sem eru í for- svari fyrir launa mál þeirra. Ekki verður annað séð en að verð mæti afurðanna hækki veru lega „í hafi“, þ.e.a.s. á leið sinni til útf- lutnings markaðanna. Stjórnar flokkarnir boða að til standi að efna lof orð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávar- auðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar? „Hækkun í hafi“? 60000 50000 40000 30000 20000 10000 0 -10000 Hreinn hagnaður útgerðar Hreinn hagnaður útgerðar og fiskvinnslu 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Sjávarútvegsmál Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. AF NETINU Bjarni Ben. seldi – lífeyrissjóðirnir keyptu Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Bjarni Benediktsson hafi haft einhverjar innherja­ upplýsingar enda hef ég engar forsendur til að meta slíkt. Hins vegar finnst mér þetta grafalvar­ legt mál er lýtur að stjórnendum lífeyrissjóðanna því ef þetta er allt satt og rétt sem Bjarni segir, að það hafi nánast mátt vera öllum ljóst í hvað stefndi, að menn skyldu þá fjárfesta í Glitni fyrir 11 milljarða króna sem síðan gufuðu upp sex mánuðum síðar. Enda er hér verið að ræða um lífeyri íslensks launafólks. http://www.pressan.is Vilhjálmur Birgisson Svartholið á vinstri vængnum Það er merkilegt hvað íslenskir stjórnmálaforingjar eiga erfitt með að þekkja sinn vitjunar­ tíma. Það er endalaus eftirspurn eftir eftirspurn. Lenskan er að þeir safna að sér litlum hópi ráðgjafa og já­manna sem þeir treysta út yfir gröf og dauða og engum öðrum. Plássið sem þessir foringjar taka drepur allt starf í flokkunum og gjáin á milli fólksins og forystunnar breikkar og breikkar. Tengingin við almenning glatast og grasrótin er visin og áhugalaus. Tíðinda sætir ef fleiri en 10 mæta á auglýsta fundi foringjanna. http://smugan.is Grímur Atlason GRÆDDU Á GULLI Á GRAND HÓTELI Boðið verður upp á verðmat á skartgripum. Engin skuldbinding til að selja. Föstudaginn 17. febrúar, laugardaginn 18. febrúar og sunnudaginn 19. febrúar frá 11 til 18. AÐEINS ÞESSA ÞRJÁ DAGA: Falinn fjársjóður? Líklega gerir þú þér ekki grein fyrir því að gömlu skartgripirnir sem þú ert hætt/hættur að nota geta hugsanlega verið mjög verðmætir og jafnvel tug- þúsunda ef ekki hundruð þúsunda virði. Nú er tækifærið til að komast að því hvort það leynist fjársjóður í rykföllnum skartgripaskrínum enda safnanar á höttunum eftir ónotuðum gömlum skartgripum um þessar mundir. Nú þegar verð á gömlu gulli er í sögulegu hámarki er um að gera að láta leggja faglegt mat á ónotaða skartgripi. Matið er ókeypis og því fylgir engin skuld- binding til að selja. Sé hins vegar vilji til þess verður gengið frá viðskiptunum með reiðufé á staðnum. Að hverju er verið að leita? Hvað ætti að taka með? Það er sama hversu stórir eða litlir munirnir eru. Hér eru nokkur dæmi um muni sem farandsalarnir gætu haft áhuga á: - Gömlu gulli: skartgripum, sígarettuhulstrum úr gulli eða öðrum gullmunum. - Demöntum yfir einu karati. - Úrum og vasaúrum en þá frá virtum framleiðendum á borð við Rolex, Cartier, Patek Philippe, Vacheron, Universal, Breitiling, IWS og Omega. - Skartgripum með gimsteinum, jafnvel þó þeir séu brotnir eða þó vanti steina. - Gömlu silfri. „Ég hef áralanga reynslu af því að meta og kaupa skartgripi og hef á þeim tíma séð fólk koma með hluti sem voru í þeirra augum lítils virði. Þeir hinir sömu hafa svo gengið út með umtalsverða peninga á milli handanna,” segir Franks. Hann segir markaðinn fyrir herraúr aldrei hafa verið betri og að verð á gulli sé í sögulegu hámarki. Einkaviðtal við verðmat. Vinsamlegast athugið að skilríkja er krafist við viðskipti. Nánari upplýsingar á www.pandhjewellers.com AFTUR Á ÍSLANDI VEGNA MIKILS ÁHUGA!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.