Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 8
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR8 HONDÚRAS, AP Heyra mátti skelfingar- og kvalaóp frá fjölda fanga sem sátu innilokaðir í klefum sínum meðan fangelsið í borginni Comayagua í Hondúras brann í gær. Talið er að rúmlega 350 fangar hafi brunnið inni. Tugir þeirra brunnu inni eða köfnuðu af reyk vegna þess að slökkviliðsmenn fundu ekki lykla klefanna fyrr en of seint. „Við gátum ekki komið þeim út vegna þess að við vorum ekki með lyklana og fundum ekki fanga- verðina sem voru með þá,“ sagði Josue Garcia, talsmaður slökkvi- liðsins í Comayagua. Tugir manna særðust en óttast er að 475 fangar hafi sloppið út í ringulreiðinni sem varð. Óeirðir brutust út meðal fanganna þegar eldsins varð vart. Einn fanganna, Silverio Agu- ilar, sagði í útvarpsviðtali að ein- hver hafi byrjað að hrópa: Eldur! Fangarnir hafi hrópað á hjálp en lengi vel brást enginn við. „Um stund heyrði enginn neitt, en eftir nokkrar mínútur, sem virtust vera heil eilífð, kom vörður með lykla og hleypti okkur út.“ Ævareiðir aðstandendur margra fanganna kröfðust þess að komast inn um hlið fangelsisins og fá afhent brunnin lík ættingja sinna og ástvina. Sumir reyndu að brjóta sér leið inn í fangelsið. „Við viljum fá að sjá líkið,“ sagði Juan Martinez, faðir eins fanganna sem sagðir voru hafa dáið. „Við verðum hér þangað til við fáum það.“ Hundruð aðstandenda fóru einnig á sjúkrahúsið í Comayagua, en þangað höfðu margir hinna særðu verið fluttir. Sumir voru einnig fluttir á sjúkrahús í höfuðborginni Tegucigalpa. Sumir hinna særðu eru lífs- hættulega meiddir, þannig að tala látinna gæti enn átt eftir að hækka nokkuð. Óljóst var um upptök eldsins í gær. Tvennt þótti helst koma til greina: Annað hvort var þetta íkveikja eða kviknað hefur í út frá rafmagni. Lucy Marder, yfirmaður réttar- meinadeildar ríkissaksóknara, sagði að erfitt yrði að bera kennsl á fjölmarga fanga því lík þeirra væru svo illa brunnin. Allt að þrír mánuðir geti liðið áður en tekist hefur að bera kennsl á alla með erfðaefnisrannsóknum. gudsteinn@frettabladid.is Um stund heyrði enginn neitt, en eftir nokkrar mínútur, sem virtust vera heil eilífð, kom vörður með lykla og hleypti okkur út. SILVERIO AGUILAR FANGI BORGARMÁL Umhverfis- og sam- gönguráð Reykjavíkurborgar hefur beint því til borgarráðs að gjald fyrir bílastæði í mið- borginni verði hækkað og að gjaldskyldur tími verði lengdur. Lagt er til að klukkutíma gjald fyrir bílastæði á götum hækki úr 150 í 250 krónur. Gjaldskyldur tími verður frá 9 til 18 á virkum dögum og frá 9 til 16 á laugar- dögum. Ráðið leggur til að gjald í bíla- stæðahúsum verði óbreytt. Þar kostar fyrsti klukkutíminn 80 krónur en næstu tímar 50 krónur. Áformað er að breytt gjaldtaka hefjist 15. apríl. - shá Gjaldskyldur tími lengist: Leggja til hærri bílastæðagjöld Villandi framsetning bönnuð Neytendastofa hefur bannað fram- setningu verðs á heimasíðu Hátækni þar sem hún þótti villandi gagnvart neytendum. Vörur voru þar kynntar annars vegar á svonefndu listaverði og hins vegar venjulegu verði sem var lægra. Neytendastofa taldi gefið til kynna að neytendur nytu verð- hagræðis þrátt fyrir að svo væri ekki. NEYTENDAMÁL Söluferli: H a u ku r 0 2 .1 2 Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka, hefur falið KONTAKT fyrirtækjaráðgjöf að annast sölu á öllum hlut sínum (100%) í Sigurplasti ehf. Fyrirtækið framleiðir fjölbreyttar umbúðir úr plasti og hefur það verið starfandi frá 1960. Það er til húsa að Völuteig 17-19 í Mosfellsbæ. Áhugasömum fjárfestum er boðið að fá senda stutta kynningu á fyrirtækinu í tölvupósti. Beiðni þar um skal send á: gunnar@kontakt.is. Leiði fyrsta skoðun fjárfestis til þess að hann óski eftir ítarlegri kynningu, fyllir hann út fjárfestaform og undirritar ásamt trúnaðaryfirlýsingu, en hvort tveggja fær hann sent með fyrri kynningunni. Þessu skilar fjárfestir til KONTAKT og sækir jafnframt ítarlegri kynningu. Gunnar Svavarsson (gunnar@kontakt.is) er umsjónaraðili söluferlisins f.h. KONTAKT. Tilboðum skal skila inn til KONTAKT fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 8. mars. Tilboðin skulu vera bindandi og einungis með eðlilegum fyrirvörum. Þeim fjárfesti/fjárfestum sem skila inn hagstæðustu tilboðunum að mati seljanda verður boðið að afla sér frekari upplýsinga í gagnamöppum, skoða starfsstöð félagsins, eiga samtöl við stjórnendur þess og að öðru leyti kanna áreiðanleika upplýsinga áður en skrifað er undir kaupsamning. - umbúðir ALÞINGI Ögmundur Jónasson innan- ríkis ráðherra segir svo kunna að vera að gjöld á innan lands flug séu komin á ýtrustu mörk. Hann varar þó við miklum upp hrópunum varðandi málið og segir gjöldin hafa hækkað minna en vísi talan síðustu ár. Málið var rætt á Alþingi í gær. Einar K. Guðfinns son, þing- maður Sjálf stæðis flokks ins, var máls hefjandi. Hann sagði innan- lands flugið í al var legri stöðu. Því ylli bæði óvissa með Reykja víkur- flug völl og skatta hækkanir ríkis- stjórnar innar. Ríkis valdið hefði fylgt marx ískri stefnu undan farin ár með það að leggja opin ber gjöld á innan lands flugið sér stak lega. „Á næstu tveimur árum verða gjöld á Reykjavíkurflugvöll hækkuð um 250 milljónir í tveimur áföngum, á atvinnustarfsemi sem veltir fjórum milljörðum árlega.“ Ráðherra sagði gjöldin undir vísitöluhækkunum, en með hækkun í apríl, og enn frekari hækkun, færu þau yfir þau mörk. Hluta þeirra mætti skýra með viðhaldi, en í stað þess að setja einn milljarð af fjárlögum í viðhald flugvalla hefði verið valin sú leið að setja umrædd gjöld á. Einar krafði ráð herra um af stöðu sína varðandi stað setningu flug- vallarins. Ögmundur áréttaði þá skoðun sín að hann ætti að vera þar sem hann er. Hann vildi ná betra jafnvægi á flutningum á lofti, láði og legi og flugvöllur í Vatnsmýri væri grundvöllur þess. - kóp Innanríkisráðherra segir flugvöll í Reykjavík grundvöll samgöngustefnu: Gjöld á flug komin að ýtrustu mörkum ÖGMUNDUR JÓNASSON EINAR K. GUÐFINNSSON 1. Hversu mörg mörk skoraði Steven Lennon fyrir Fram gegn KR í úrslitum Reykjavíkurmótsins? 2. Hver er forstjóri Vinnumála- stofnunar? 3. Með hverjum er Lay Low á tónleikaferð um Bandaríkin? SVÖR: ÆTTINGJAR KREFJAST SVARA Við fangelsishliðið beið fjöldi aðstandenda fanganna og vildu margir komast inn til að sjá líkin með eigin augum. NORDICPHOTOS/AFP Hundruð brunnu inni í fangelsinu Meira en þrjú hundruð manns létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Hondúras í gær. Tugir brunnu inni meðan slökkvilið var að leita að lyklum. Fimm hundruð fangar sluppu. Ævareiðir aðstandendur heimta svör. Á næstu tveimur árum verða gjöld á Reykjavíkurflugvöll hækkuð um 250 milljónir í tveimur áföngum EINAR K. GUÐFINNSSON ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1. fimm, 2. Gissur Pétursson, 3. Of Mon- sters and men. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.