Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2012, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 16.02.2012, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2012 21 Umræða um opin bert eftir-lit skýtur reglu lega upp koll- inum, sérstaklega þegar stofn- unum eru veitt ný úr ræði til að halda uppi eftir liti eða þegar eftir- lit með tiltekinni starfsemi hefur brugðist. Hið opinbera gegnir veigamiklu eftirlits hlutverki sem snertir flesta kima samfélagsins. Rannsóknir á aðferðum og framkvæmd opinbers eftirlits hafa ekki verið ýkja margar í gegnum tíðina, þó hefur Ríkisendurskoðun einna helst gert úttektir á eftirliti ráðuneyta og stofnana. Fræðilegar rann sóknir á eftirliti hins opinbera eru að mörgu leyti óplægður akur sem nauðsynlegt er að huga betur að, m.a. til að bæta aðferðir við eftirlit. Skipulag eftirlits Eftirlit ráðuneyta með stofnun- um ræðst m.a. af þekkingu starfs- manna ráðuneyta á viðfangs- efni stofnana. Fyrir vikið hefur menntun og reynsla starfsmanna mikil áhrif á burði ráðuneyta til að halda uppi eftirliti. Það skiptir því miklu máli hverjir ráðast til starfa hjá hinu opinbera. Hjá stofnunum eru forstöðu- menn oft ráðnir vegna fag- þekkingar sinnar á starf seminni. Starfsfólk ráðuneyta er hins vegar sjaldnast ráðið af því það hefur yfirburðar þekkingu á starf semi stofnana ráðuneyta. Rekstrar þekking hefur þó jafnan verið öflug innan ráðuneyta, enda hefur eftirlit með fjárhagsstöðu stofnana lengi verið mjög ofar- lega í forgangi. Eftirlit ráðuneyta með faglegri starfsemi stofnana hefur ekki verið eins markvisst og rekstrar- lega eftirlitið. Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofnunina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfs- mönnum líði vel í starfi. Ánægja viðskiptavina, skil- virkni verkferla og ánægja starfs- manna eru meðal þátta sem feng- ið hafa aukið vægi síðastliðin ár við mat á stjórnun stofnana. Starfsmannamál eru að færast frá hefðbundinni starfsmanna- stjórnun yfir í árangurs miðaða mannauðsstjórnun, þar sem starfsmannakannanir eru gerðar til að meta starfsskilyrði og líðan manna á vinnustað. Jafnframt eru reglulegar viðhorfskannanir orðnar algengar meðal viðskipta- vina stofnana til að greina hvað megi betur fara í starfseminni. Í skýrslu Rannsóknar nefndar Alþingis var lögð áhersla á að fjölga þyrfti í þeim hópi starfs- manna Stjórnarráðsins sem eru vel menntaðir og þjálfaðir og hafa getu til að takast á við mjög flókin og krefjandi verkefni. Í skýrslunni Samhent stjórnsýsla (2010) er fjallað um menntun starfsmanna Stjórnarráðsins og kemur í ljós að hlutfallslega fleiri háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins eru menntaðir í félagsvísindum en í öðrum greinum eins og raunvísindum. Fjölgun starfsmanna með fjöl- breyttari menntun kann því að vera einn liður í því að efla burði ráðuneyta til að hafa eftirlit með stofnunum ásamt því að efla endur menntun og þjálfun starfs- manna ráðuneytanna með tilkomu Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Öflugra eftirlit Ráðuneyti eiga að hafa yfirum- sjón með útfærslu og framkvæmd stefnu stjórnvalda. Jafnframt ber ráðuneytum skylda til að hafa eftirlit með stofnunum sem að stærstum hluta sjá um þessa fram- kvæmd, eins og löggæslumál, vel- ferðarmál eða menntamál. Hins vegar er almennt ekki skil- greint nánar hvernig eftirliti ráðu- neyta skuli hagað né með hverju eftirlitið eigi sér staklega að vera. Það er einna helst eftir lit með fjárreiðum ríkisins sem hefur verið útfært nánar og grund- vallast það á ýmsum þáttum. Í lok tíunda áratugarins tók eftir- lit ráðuneyta ákveðnum breyt- ingum með tilkomu árangurs- stjórnunarsamninga við stofnanir, en árangursstjórnun er einn liður í því að ráðuneyti geti rækt yfir- stjórnar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart stofnunum. Í kjölfar hruns íslenska banka- kerfisins í október 2008 jókst umræðan um eftirlit hins opin- bera til muna, sérstaklega vegna skorts á eftirliti með framkvæmd laga og reglna á fjármálamark- aði. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var fjallað um að eftirlit ráðherra með öðrum stjórn- völdum hafi þótt æði óljóst. Í nýlegum lögum um Stjórnar- ráð Íslands er reynt að skerpa á þessu eftirlitshlutverki ráðu- neyta. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um stjórnunar- og eftir- litsheimildir ráðherra með stjórn- völdum, bæði þeim sem heyra undir yfirstjórn hans (lægra sett stjórnvöld) sem og þeim sem heyra stjórnarfarslega undir ráð- herra (sjálfstæð stjórnvöld). Með þessum breytingum er mælt með skýrari hætti en í eldri lögum um eftirlitsskyldur ráðherra sem undir hann heyra. Eftir sem áður þurfa ráðuneyti að útfæra og skilgreina nánar hvernig eftirliti með hverri stofnun skuli háttað út frá tilgangi og hlutverki stofnunar í lögum en jafnframt áherslum ráðherra hverju sinni. Eftirlitshlutverk ráðuneyta Stjórnsýsla Pétur Berg Matthíasson stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur Meðferð fjármuna segir aftur á móti lítið um það hvort stofnuninni sé vel stjórnað, hvort hún sé að gera það sem lög um stofn- unina kveða á um, hvort viðskiptavinir séu ánægðir með þjónustuna eða hvort starfsmönnum líði vel í starfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.