Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 9
Lífeyrissjóðakerfið bognaði en brotnaði ekki í bylnum stóra  Íslenska lífeyriskerfið er öflugt og traust þrátt fyrir hrunið haustið 2008. Hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris náði því strax árið 2009 að verða meiri en hún var mest fyrir hrun og var í lok árs 2011 orðin tæplega 2.100 milljarðar króna.  Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða nam tæplega 124% af landsframleiðslu árið 2010. Einungis í Hollandi var hlutfallið hærra innan OECD.  Lífeyrissjóðir verða að ávaxta eignir sínar svo þær svari til skuldbindinga gagnvart sjóðfélögum þegar þeir þurfa á lífeyri að halda. Fjárfestingar þurfa að vera eins öruggar og kostur er.  Stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa yfirfarið og endurmetið á sjálfsgagnrýninn hátt vinnubrögð og vinnureglur við mat og eftirlit af margvíslegu tagi í starfseminni, ekki síst varðandi fjárfestingar og siðferði.  Fjárfestingakostir lífeyrissjóðanna nú eru því miður of fáir og einsleitir til að teljist viðunandi. Það gengur of hægt að koma efnahagslífinu hérlendis á skrið og gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir geti ávaxtað sitt pund erlendis á þann hátt sem ákjósanlegt er til að dreifa áhættu og nýta álitlega kosti til fjár- festinga. Skýrsla nefndar um starfsemi lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins er tilefni líflegra umræðna í samfélag- inu um lífeyrissjóðakerfið, tilgang þess, stöðu og framtíð. Málefnið varðar landsmenn alla og skýrslan skerpir sýn á þá staðreynd að íslenska lífeyrissjóðakerfið í heild stóð af sér hrunið þrátt fyrir að eignir lífeyrissjóða hafi rýrnað mikið. Tjón íslenskra lífeyrissjóða nam tæplega meðaltalstapi lífeyrissjóða í OECD-ríkjum. Rétt er að minna á, hvorki til að afsaka né réttlæta að neinu leyti að svo fór sem fór, að Ísland er ekki eyland i efnahagslegum skilningi. Sumir íslenskir lífeyrissjóðir urðu að bregðast við með því að skerða lífeyrisréttindi og það ber að harma. Þessir sjóðir höfðu reyndar áður aukið réttindi umfram vísitölu neysluverðs í krafti góðrar ávöxtunar. Einnig ber að nefna að verðtryggður lífeyrir úr líf- eyrissjóðum hefur verið greiddur út frá upphafi efnahags- kreppunnar og kjör lífeyrisþega verið varin sem því nemur. „Varðandi stöðugleika kerfisins má líta til þess að þrátt fyrir að mikið áfall hafi riðið yfir þá hlaut lífeyriskerfið þó ekki verri útreið en raun ber vitni og telja verður líklegt að lífeyriskerfið geti staðið undir sér í framtíðinni.“ Katrín Ólafsdóttir lektor: Íslenska lífeyriskerfið og íslenskur þjóðarbúskapur. Viðauki II í 1. hefti úttektarskýrslu um lífeyrissjóðina bls. 159. www.ll.is Heimildir: Seðlabanki Íslands vegna 2011 (áætluð heildareign). Fjármálaeftirlitið vegna 1997-2010. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar lífeyrissjóða 1997-2011 er 3,3%. Hrein raunávöxtun er ávöxtun umfram verðbólgu að frádregnum rekstrarkostnaði sjóðanna. Heimild: Fjármálaeftirlitið og Landssamtök lífeyrissjóða. Allar tölur eru í milljörðum króna, á verðlagi hvers árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.