Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 48
16. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR32 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Damon Albarn situr ekki með hendur í skauti því í þessum mánuði lýkur hann upptökum á þremur plötum. Sú fyrsta er með hljómsveitinni Rocket Juice & the Moon sem hann skipar ásamt Flea úr Red Hot Chili Peppers og trommuleikaranum Tony Allen sem spilaði í Hörpunni í fyrra. Albarn er einnig að aðstoða við að semja og taka upp plötu með sálargoðsögninni Bobby Womack, auk þess sem hann ætlar að gefa út tónlist sem hann samdi við óperuna sína Doctor Dee: An English Opera, sem fjallar um lækni og ráðgjafa Elísabetar I, Englandsdrottningar. Allar plöturnar eru væntanlegar á næstu tveimur til þremur mánuðum. Fleiri verkefni eru í pípunum hjá Albarn, þar á meðal fyrsta sólóplatan, nýtt efni frá Gorillaz og hugsanlega fyrsta plata Blur í níu ár en hljómsveitin spilar á Brit-hátíðinni í næstu viku. Þrjár plötur á leiðinni NÓG AÐ GERA Damon Albarn hefur í nógu að snúast. „Ein persóna deyr, milljónir gráta. Milljón deyja, enginn grætur,“ Svona hljómar yfirskrift myndar sem gengur á netinu. Undir fyrri setningunni er mynd af Whitney Houston, en þeirri seinni, hungursneyð í Afríku. Ja, svona er þetta bara. Lífið er ekki sanngjarnt. Þó að Whitney Houston hafi ekki átt metsölulag í mörg ár þá hefur dauði hennar snert milljónir. Eins og Michael Jackson, var Whitney andlit sem allir þekktu og átti mörg lög sem slógu í gegn út um allan heim. Whitney var fædd 9. ágúst 1963. Hún var umkringd söngkonum frá fyrsta degi. Hún var dóttir söngkonunnar Cissy Houston og umgekkst náfrænku sína Dionne Warwick mikið, auk þess sem sjálf Aretha Franklin var guðmóðir hennar. Whitney byrjaði að syngja gospel í hvítasunnukirkjunni heima í New Jersey ellefu ára og mamma hennar tók hana í söngkennslu á unglingsárunum. Þegar hún var 19 ára gerði Clive Davis hjá Arista samning við hana og þremur árum seinna var hún orðin ofurstjarna. Fyrsta platan hennar, samnefnd henni, er ein mest selda sólóplata söngkonu í sögunni og 22ja ára gömul var Whitney búin að koma þremur smáskífum á topp Billboardlistans. Þegar á leið fækkaði smellunum og fíkniefnaneyslan, sem varð vandamál eftir að hún giftist Bobby Brown í júlí 1992, tók æ stærri toll. Whitney sýndi það í lögum eins og Greatest Love of All og I Will Always Love You að hún var mögnuð söngkona og þó að fæstar platna hennar teljist til meistaraverka poppsögunnar, þá var hún dáð og dýrkuð og hafði gríðarleg áhrif á yngri kynslóðir söngkvenna. Nú er Whitney farin, blessuð sé minning hennar, og verksmiðjur í öllum heimshlutum farnar að framleiða plöturnar hennar til þess að anna eftirspurninni. Þegar þetta er skrifað eru t.d. 27 lög með henni á leið inn á breska smáskífulistann. Hæfileikar til spillis > PLATA VIKUNNAR Helgi Júlíus - Kominn heim ★★★★ „Frábær plata sem sýnir að Helgi Júlíus er mjög liðtækur laga- og textasmiður.“ -TJ Önnur plata bandaríska dúósins Sleigh Bells kemur út eftir helgi. Einstakur hljómurinn hefur vakið athygli víða um heim. Sleigh Bells er samstarfsverkefni Dereks E. Millers og söngkonunnar Alexis Krauss. Þau hittust í New York árið 2008 þegar Miller var að þjóna Krauss og móður hennar til borðs á brasilískum veitingastað. Þegar Miller minntist á að hann væri að leita að söngkonu í nýja hljómsveit stakk móðir Krauss umsvifalaust upp á dóttur sinni. Hinn einstaki hljómur Sleigh Bells þar sem blandað er saman hávaðarokki og poppi á rætur að rekja til ólíks tónlistarbakgrunns þeirra Millers og Krauss. Miller var áður gítarleikari í harðkjarnasveitinni Poison the Well og Krauss var meðlimur unglingapoppsveitarinnar RubyBlue. Samvinna þeirra er því óvenjuleg en gengur einhverra hluta vegna alveg fullkomlega upp. Sleigh Bells vakti hægt og bítandi athygli í tónlistar- bransanum og vorið 2010 skrifaði hljóm sveitin undir útgáfu- samning við N.E.E.T. sem er í eigu tónlistar konunnar M.I.A. Fyrsta platan, Treats, kom út skömmu síðar og vakti mikla athygli. Ekki skemmdi fyrir kraftmikil frammi- staða Millers og Krauss á tón- leikum. Öflugur trommu takturinn, bjagaður gítar leikurinn og hljóð- gervla poppið féll vel í kramið hjá gagnrýnendum og almenningi. Falleg rödd Krauss sveif svo yfir öllu saman þannig að úr varð grípandi tónlistarbræðingur. Önnur plata Sleigh Bells, Reign of Terror, kemur út eftir helgi. Í þetta sinn störfuðu Miller og Krauss að henni í sameiningu en Miller sá algjörlega um lagasmíðarnar á Treats, enda hafði hann ekki hitt Krauss þegar þau lög voru samin. Gítar leikurinn er meira áberandi en áður og platan er þung og yfir- grips mikil, samkvæmt frétta- tilkynningu sveitarinnar. Þar segir að hljómurinn sé eins og í „fallegri hagla byssu sem hleypt er af í hausinn á manni“. Sleigh Bells fylgir Reign of Terror eftir með tónleikaferð sem hófst á þriðjudaginn í Flórída en lýkur í Washington 27. mars. Tónleikarnir verða fimmtán í heildina, þar á meðal fimm á Bretlands eyjum. Einnig má búast við að sveitin trylli lýðinn á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar. freyr@frettabladid.is Eins og falleg haglabyssa > Í SPILARANUM The Ting Tings – Sounds From Nowheresville Lambchop – Mr. M Die Antwoord – Tension Leonard Cohen – Old Ideas NORDICPHOTOS/GETTY NÝ PLATA Hljóm- sveitin Sleigh Bells gefur í næstu viku út plötuna Reign of Terror. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 9. febrúar- 15. febrúar 2012 LAGALISTINN Vikuna 9. febrúar - 15. febrúar 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men .................................Lakehouse 2 The Black Keys ............................................... Lonely Boy 3 Retro Stefson ..........................................................Qween 4 Lana Del Ray ..................................................Born To Die 5 Goyte / Kimbra ................Somebody I Used To Know 6 Lana Del Ray ...............................................Video Games 7 Hjálmar ......................................................... Borð fyrir tvo 8 Foster The People .................... Call It What You Want 9 Valdimar Guðm. / Helgi Júlíus .......Stöndum saman 10 Jason Derulo ................................................Fight For You Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir ..................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 2 Mugison ...................................................................Haglél 3 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 4 Valgeir Guðjónsson ...................Spilaðu lag fyrir mig 5 Ýmsir .............. Einu sinni var / Út um græna grundu 6 Leonard Cohen .................................................Old Ideas 7 Sólstafir....................................................... Svartir sandar 8 Paul McCartney .........................Kisses On The Bottom 9 Adele .................................................................................. 21 10 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorl. ......... Ásamt Sinfó OPIÐ HÚS á Gigtarmiðstöðinni Ármúla 5 Laugardaginn 18. febrúar milli kl. 13 og 16. Gigtarfélag Íslands býður fólki að koma á OPIÐ HÚS á Gigtarmiðstöðinni að Ármúla 5, laugardaginn 18. febrúar milli kl. 13 og 16. Dagskrá: 1. Ávörp og fyrirlestrar 13:00 Einar S Ingólfsson formaður GÍ opnar húsið. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpar gesti. 13:15 Fyrirlestur um Gjörhygli „mindfulness“; Bridget Ýr McEvoy verkefnastjóri hjúkrunar við heilsustofnunina í Hveragerði flytur. 13:45 Kynning á Tai Chi - vinnusmiðja; Anna Kristín Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari flytur. 2. Kynning á starfi Gigtarmiðstöðvarinnar, vörukynningar fyrirtækja og kaffi á könnunni. 14:20 Kynnt verður sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, áhugahópar félagsins, hópþjálfun fótaaðgerðir, Gigtarlínan, fræðsla og ráðgjöf. Vörukynningar: Eirberg, Iljaskinn, Lífsorka, Lýsi, Portfarma, Stoð, Varmahlífar Volcano Iceland, Öryggismiðstöðin og Össur. Allir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.