Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 10

Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 10
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR10 landsbankinn.is 410 4040Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA *Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að fi nna á landsvaki.is. Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður sam- kvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur e irliti Fjármála- e irlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt  árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vís- bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má fi nna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en  árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg um öllun um  árfestingar- stefnu sjóðsins og áhættu sem felst í  árfestingu í honum. Landsbankinn býður upp á  öl- breytt úrval ríkis skulda bréfa sjóða. Sparibréf verðtryggð er sjóður sem  árfestir í verðtryggðum skuldabréf- um íslenska ríkisins og hefur það markmið að endurspegla ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eigna- safn með áskri frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskri . Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á  armalaradgjof@landsbankinn.is. Framúrskarandi ávöxtun Sparibréfa verðtryggðra á árinu 2011 16,3% Ársávöxtun 2011* SÝRLAND, AP Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða kross- ins og Rauða hálfmánans á stað- inn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slas- aðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bas- hars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörð- um tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrú- ar Bandaríkjanna, Evrópusam- bandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýsting- inn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar“, eins og þessi hópur Vesturlanda, araba- ríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að álykt- un fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofn- unum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morg- un til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmála- flokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath- flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar sam- félagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsam- legum mótmælum. Harkaleg við- brögð stjórnvalda sneru mótmæl- unum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sam- einuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýs- ingum. Þó er vitað að fleiri hundr- uð manns hafa látist síðan. Upp- reisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almenn- ir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórn- arhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is Konur og börn flutt frá Homs Starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans komu til Homs í Sýrlandi í gær. Þeir hófu þegar að flytja konur og börn á brott. Leiðtogar Vesturlanda og arabaríkja krefjast vopnahlés í Sýrlandi. BORGARASTYRJÖLD Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Homs í átökum við herinn. NORDICPHOTOS/AFP GLYS OG GLAUMUR Frá kjötkveðjuhá- tíð í Brasilíu þar sem óhófið ræður ríkjum að vanda. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Eigendastefna ríkisins ætti að ná til fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera og skylda þau þannig til að upplýsa opinberlega um eignir sínar og hvaða stefnu þau hafa um sölu þeirra. Þetta segir starfshópur forsæt- isráðuneytisins um verklag við einkavæðingu í skýrslu sem lögð var fram á fundi ríkisstjórnarinn- ar í vikunni. Starfshópurinn telur að rétta leiðin til að hafa áhrif á sölu fjár- málafyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á hlutum sínum í öðrum fyrirtækjum sé að fella þau undir eigendastefn- una. Ekki ætti að setja sérstak- ar reglur um Landsbankann eða önnur fjár- málafyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins. Starfshóp- urinn telur að sk ý ra þurfi mörkin milli markmiða stjórn- valda með sölu ríkisfyrirtækja og faglegrar umsjónar með henni, ella verði ekki hafið yfir vafa að jafnræðis og gagnsæis verði gætt við einkavæðingar. „Verklagið við einkavæðingu ríkisbankanna fyrir um einum áratug varð afdrifaríkt fyrir þjóðina og hefur verið harðlega gagnrýnt,“ er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fréttatilkynningu. „Við viljum koma í veg fyrir að slíkt endur- taki sig og því fagna ég niðurstöð- um starfshópsins.“ Með gerð skýrslunnar sé þó ekki gefið til kynna að á döfinni sé að selja í bráð stórar eignir ríkisins, eins og Landsbankann. - sh Starfshópur forsætisráðuneytisins vill breyta ferlinu við einkavæðingar: Ríkisbankar lúti eigendastefnu JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR VÍETNAM, AP Óttast er að algengur barnavírus muni leggjast á marg- falt fleiri víetnömsk börn þetta árið en undanfarin misseri. Síðan í janúar hafa meira en 6.000 börn í landinu veikst af vírusnum, sem veldur sýkingu á höndum, fótum og í munni, og níu látist. Bana- meinið er stökkbreytt afbrigði vírussins EV-71. Fjöldi sýktra er sjö sinnum meiri en á fyrstu sex vikum síð- asta árs. Þá veiktust meira en 110 þúsund manns og 116 létust. Ekk- ert bóluefni er til við sýkinni. - sv Börn veikjast í Víetnam: Óttast faraldur barnavíruss
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.