Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 16
16 25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR E in af mikilvægustu ríkisstofnununum er Áfengis- og tób- aksverzlun ríkisins. Hún hefur ekki bara einkarétt á að selja okkur áfengar veigar, heldur passar hún líka að fólk fái ekki ranghugmyndir um leið og það neytir þeirra eða taki upp á einhverri vitleysu annarri en þeirri sem sjálfur vínandinn kemur inn hjá því. Þannig á ÁTVR samkvæmt reglum að gæta þess að myndmál og texti á flöskum og dósum hvetji ekki til áfengisneyslu, innihaldi gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar, særi blygðunarkennd eða brjóti á annan hátt gegn almennu velsæmi, „m.a. með skír- skotun til ofbeldis, trúar, ólöglegra fíkniefna, stjórnmálaskoðana, mismununar, refsiverðrar háttsemi o.s.frv.“ ÁTVR hefur sinnt eftirlitshlut- verkinu með sóma undanfarið. Þannig hefur stofnunin bannað bjór með áletruninni „drekkið í friði“ og líka bjórtegund sem kölluð var Heilagur papi og var með óviðeigandi mynd af munki á miðanum. Þá sýndi stofnunin þá samfélagslegu ábyrgð að banna eplamjöð með myndum af berum kvenmannsleggjum og kom í veg fyrir að rauðvín sem ber nafn rokkhljómsveitarinnar Motörhead yrði tekið í sölu, enda hvetur sveitin til fíkniefnaneyzlu, stríðs og óábyrgs kynlífs, segir ÁTVR. Umboðsmaður Alþingis segir reyndar að ÁTVR hafi ekki mátt banna papa-bjórinn og fjármálaráðuneytið hafi líka blandað sér í málið með ómálefnalegum hætti. Merkilegt hvað sá embættis- maður er eitthvað úr tengslum og getur tuðað um aukaatriði eins og tjáningar- og atvinnufrelsi í stjórnarskránni þegar mest ríður á að Ríkið verndi áfengisneytendur fyrir guðlasti og dónaskap. ÁTVR þarf hins vegar að gera miklu betur. Alls konar vara sem uppfyllir ekki skilyrði reglnanna hefur sloppið í sölu, líklega áður en þær voru settar. Þannig er selt hvítvín kennt við bláa nunnu, með mynd af einni slíkri sem augljóslega brýtur gegn almennu velsæmi. Sjálft nafnið getur misskilizt og allt er kórónað með því að kalla drykkinn frúarmjólk. Ógeðslegt. Vita Ríkisstarfsmenn heldur ekki hver hann var, þessi kafteinn Morgan (Henry Morgan, 1635-1688), sjóræningi sem gerði strand- högg víða við Karíbahafið, brenndi heilu borgirnar, bar ábyrgð á fjöldanauðgunum, gíslatöku og fjárkúgun? Eða Giuseppe Galliano (1846-1896), hershöfðinginn sem braut Erítreu með ofbeldi undir Ítalíu á nítjándu öld? Og hvað um Napoleon Bonaparte (1769-1821), með öll sín mannslíf á samvizkunni? Margar sortir af koníaki sem við hann eru kenndar eru til sölu í Ríkinu. Þessir gaurar sungu sko ekki bara um stríð, ofbeldi og mismunun, þeir hrintu því í fram- kvæmd. Bjórtegundina Delirium Tremens, sem útleggst áfengisæði, selur ÁTVR í fjögurra flaskna gjafapakkningu ásamt ósmekklegu glasi með mynd af bleikum fíl, þekktu tákni ofskynjananna sem eru afleiðing ofdrykkju. Hvetur þetta til ábyrgrar neyzlu áfengis? Þessum pistli má ekki ljúka án þess að nefna þau tilmæli sem er að finna á ótal áfengisflöskum í hillum Ríkisins, að drykkurinn sé borinn fram kaldur. Það hvetur klárlega til áfengisneyzlu. Stjórnendur ÁTVR þurfa augljóslega að taka sér tak og tryggja að vöruúrvalið fari eftir reglum, taki mið af heilsu og velferð við- skiptavinanna og verndi þá fyrir eigin fáfræði, heimsku og dóm- greindarskorti. Sorann burt úr hillunum! ÁTVR þarf að sinna eftirlitshlutverki sínu betur: Sorann úr hillunum! Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóð-aratkvæði samhliða forseta- kosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóð- in sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál. Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbú- in. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna. Ástæðulaust er að sýna dóm- stóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dóm- stólum. Þrætu- bókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðar- atkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreif- að. Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórn- arlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhags- munaþjónkun við útgerðarmenn. Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhags- munum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi. Vitlaus eða vitiborin þjóð? ÞORSTEINN PÁLSSON Þrjú ár eru frá því að ríkis-stjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnar-skrárinnar væri nauðsyn- leg. Alþingi hefur haft hugmynd- ir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni. Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hug- myndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hug- myndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur. Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórn- lagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stór- aukin völd. Flestir stjórnlaga- ráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls. Hvað þýða þá hugmyndirn- ar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrif- stofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmynd- unum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til. Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó ein- faldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar. Vitibornir eða vitlausir þingmenn? Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnar-skrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst: Annað er að þingmenn taki niður- stöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því held- ur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í land- inu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins. Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágrein- ingur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar. Sjálf gildistaka stjórnarskrár- innar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðr- inu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslita- vald kjósenda? Hví fær þjóðin ekki úrslitavald? Kvennadeildar R-RkÍ 2012 verður haldinn í Setri, Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 8. mars kl. 18:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning varamanns í stjórn 3. Önnur mál 4. Kvöldverður 5. Sigríður Víðis Jónsdóttir les úr bók sinni Ríkisfang: Ekkert. Mjög áríðandi að tilkynna þátttöku í síma 545 0405, 545 0400 eða með tölvupósti: audur@redcross.is í síðasta lagi daginn fyrir fundardag. Stjórnin Aðalfundur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.