Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 22
22 25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR
Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á
milljónum manna um allan heim.
Eitt stærsta viðfangsefnið í mann-
réttindabaráttu í heiminum er að
binda enda á skipulagða beitingu
kynferðislegs ofbeldis í styrjald-
arátökum. Skýrsla framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna til
Öryggisráðsins 23. febrúar mark-
ar tímamót því þar eru í fyrsta
skipti nafngreindir einstaklingar
sem gerst hafa sekir um kynferðis-
legt ofbeldi í hernaði. Birting lista
yfir þessa einstaklinga er nýjasta
vopn Öryggisráðsins til að vinna
bug á refsileysi og kröftug yfirlýs-
ing þess efnis að þeir sem láti kyn-
ferðislegt ofbeldi líðast brjóti með
því alþjóðalög.
Drengjum nauðgað í fangelsum
Sum einstök dæmi, sem nefnd eru
í skýrslunni, eru átakanleg. Frá-
sagnir hafa borist frá Sýrlandi
frá körlum sem segjast hafa verið
misnotaðir kynferðislega og orðið
sjálfir vitni að því að unglingspilt-
um hafi verið nauðgað. Og í Líbíu
var konum rænt á heimilum sínum,
í bifreiðum eða á götum úti og þær
fluttar á ókunna staði þar sem þeim
var nauðgað. Körlum var nauðgað í
endaþarm í fangelsum í því skyni að
knýja þá til sagna.
Það er í senn jákvætt og hvetj-
andi að Öryggisáðið láti, hér eftir
sem hingað til, kynferðislegt
ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu
að síður hef ég enn sem fyrr þung-
ar áhyggjur af látlausum mann-
réttindabrotum um allan heim, þar
á meðal tíðni nauðgana í tengslum
við átök. Sérstaklega er áhyggju-
efni að í mörgum tilfellum eru það
öryggissveitir ríkja sem gera sig
sekar um kynferðislegt ofbeldi, og
höggva þar þeir sem síst skyldi, því
hlutverk þeirra er að vernda borg-
arana. Einkennisbúningurinn á að
vera tákn öryggis, aga og almanna-
þjónustu en er á allt of mörgum
stöðum táknmynd nauðgana, rána
og gripdeilda; ógnar og skelfingar.
Annað dæmi er beiting kynferðis-
legs ofbeldis eða hótana um slíkt,
sem kúgunartækis í kosningabar-
áttu eða til að brjóta borgaralegt
andóf á bak aftur. Við þekkjum
einnig dæmi þess að kynferðislegu
ofbeldi sé beitt í fangelsum og á
landamærum þar sem átök geisa.
Stjórnmála- og herforingjar á
átakasvæðum nota kynferðisglæpi
til að ná fram pólitískum, hernað-
arlegum og efnahagslegum mark-
miðum með því að rekja upp þann
vef sem hnýtir samfélagið saman í
eina heild.
Beiting þessa þögla, ódýra og
áhrifaríka vopns hefur í för með sér
alvarlegar og langvarandi afleið-
ingar fyrir þolandann og dregur úr
von um að hægt sé að koma á varan-
legum friði. Það er lífseig þjóðsaga
að nauðganir séu óumflýjanlegar
á stríðstímum. En ef hægt er að
skipuleggja kynferðislegt ofbeldi,
þá er einnig hægt að refsa gerend-
um; ef hægt er að fyrirskipa það, þá
er hægt að fordæma það.
Barátta við refsileysi skilar árangri
Refsileysi er þýðingarmikið mál
í mörgum ríkjum. Þess vegna hef
ég skorið upp herör gegn refsi-
leysi við kynferðislegum glæp-
um. Við sjáum þess nú merki að
þetta er farið að skila árangri,
til dæmis í Lýðveldinu Kongó
(DRC): Á innan við ári hafa með
fulltingi Sameinuðu þjóðanna
verið haldin 250 réttarhöld yfir
liðsmönnum öryggissveita ríkis-
ins. Í kjölfarið hafa meira en 150
einstaklingar verið dæmdir fyrir
nauðgun og annars konar kyn-
ferðislega glæpi.
Enn er margt ógert í barátt-
unni við nauðganir sem vopn í
hernaði. Ég mun halda áfram
með aðstoð Öryggisráðsins að
berjast fyrir því að refsileysi
heyri sögunni til og tryggja að
gerendur verði dregnir fyrir
dóm. Í þessari baráttu treysti ég
á vilja Öryggisráðsins til að grípa
til allra tiltækra ráða.
Baráttan við refsileysi skilar árangri
Umræðan um skuldir heimil-anna, vexti og verðtrygg-
ingu virðist sífellt geta orðið
undarlegri. Hún byggir að uppi-
stöðu til á mjög sérstakri blöndu
af misskilningi, áróðri og ósk-
hyggju. Það er því ekki að undra
að erfitt sé að ná áttum, hvað þá
sáttum í þessu viðkvæma máli.
Staðreyndirnar eru samt tiltölu-
lega einfaldar og það eru kost-
irnir í stöðunni líka.
Fyrst er rétt að benda á það,
sem oftast gleymist, að verð-
trygging breytir engu um raun-
virði skulda. Lánveitendur
högnuðust því ekkert á verð-
bólguskotinu, sem varð í kjölfar
hruns krónunnar 2008. Af sömu
ástæðu töpuðu þeir, sem voru
með verðtryggð lán, engu vegna
verðbótanna. Þeirra skuldir
stóðu í stað að raunvirði. Á móti
hverri krónu, sem bættist við
vegna verðbóta, rýrnuðu krón-
urnar, sem fyrir voru. Verð-
tryggð lán stökkbreyttust því
ekki, sama hve oft er klifað á því
í fjölmiðlum.
Það er því engin þörf fyrir
leiðréttingu lána vegna verð-
bólguskotsins eins. Það var
raunar hvorki sérstaklega mikið
né óvenjulegt á íslenskan mæli-
kvarða. Það er heldur engin
ástæða til leiðréttingar lána
vegna þess að vísitalan sé rangt
reiknuð. Hún er það ekki og
mælir eins vel og hægt er með
góðu móti hina sorglegu rýrnun
kaupmáttar krónunnar ár frá
ári, áratugum saman.
Þar með er þó auðvitað ekki öll
sagan sögð. Skuldavandi heimil-
anna er mjög raunverulegur og
þungbær. Hann kemur fyrst og
fremst til af þrennu. Í fyrsta lagi
gríðarlegri skuldasöfnun heim-
ilanna fyrir hrun. Þær skuldir
eru ein af orsökum hrunsins,
ekki afleiðing þess, þótt skuld-
ir fyrirtækja skipti þar reynd-
ar mun meira máli. Í öðru lagi
mjög snarpri lækkun raunlauna,
eftir öra hækkun árin á undan,
og, í þriðja lagi, snarpri lækkun
húsnæðisverðs, einnig eftir öra
hækkun árin á undan, sérstak-
lega á suð-vesturhorni landsins.
Aðalvandinn, fyrir utan
skuldasöfnun fyrri ára, er mikil
og hröð lækkun raunlauna, þ.e.
kaupmáttar launa, þótt hún hafi
þegar gengið að hluta til baka.
Slík lækkun, sem á níunda ára-
tugnum var kölluð misgengi
lána og launa, veldur mestu um
skuldavandann. Slíkt misgengi
varð reyndar enn meira nú en á
níunda áratugnum.
Lækkun raunlauna á sér
aftur tvær skýringar, annars
vegar samdrátt efnahagslífs-
ins og hins vegar hrun krón-
unnar. Hrun krónunnar olli því
að lækkun raunlauna varð mun
meiri en sem nam samdrætti
efnahagslífisins. Það er skugga-
hliðin á hinum margrómaða
sveigjanleika gjaldmiðilsins.
Sem betur fer eru öll teikn á
lofti um að þetta misgengi lána
og launa gangi til baka með tíð
og tíma. Laun hækka alla jafna
hraðar en verðlag þegar til
lengdar lætur. Ekki er útlit fyrir
annað nú. Fyrir vikið kallar
þetta misgengi ekki á niður-
færslu eða leiðréttingu lána.
Hins vegar er greiðslujöfnun
skynsamlegt úrræði við þess-
ar aðstæður, þ.e. tímabundin
lækkun afborgana uns raunlaun
hækka að nýju.
Sá hópur, sem varð illa fyrir
barðinu á verðþróun húsnæðis,
fær það hins vegar ekki sjálf-
krafa bætt með tíð og tíma. Þeir,
sem keyptu sitt fyrsta húsnæði
á árunum 2004 til 2008, þegar
verð var í hæstu hæðum, hafa
óneitanlega orðið illa úti. Færa
má sterk sanngirnisrök fyrir
því að dreifa byrðum þessa hóps
með jafnari hætti.
Hér duga hins vegar engar
töfralausnir, þótt af þeim sé
nægt framboð. Það er einfald-
lega ekki hægt að færa byrðar
af einum þjóðfélagshópi án þess
að kostnaðurinn komi einhvers
staðar niður.
Frumlegasta töfralausnin,
sem stungið hefur verið upp á,
byggir á því að búa til peninga
í Seðlabankanum, senda þá í
hringferð um hagkerfið þar
sem þeir hrifsa til sín skuldir
almennings áður en þeir lenda
aftur í Seðlabankanum. Þetta
er ekki hægt án þess að einhver
borgi. Væri það hægt lægi beint
við að leysa allan skuldavanda
í heiminum með slíkri leikfimi.
Höfundar tillögunnar fá þó prik
fyrir hugmyndaauðgina, sem
jafnast á við það besta í útrásar-
hagkerfinu.
Hversdagslegri töfralausn er
að hræra í verðtryggingunni,
breyta vísitölum afturvirkt eða
gera verðbætur upptækar. Það
er hvorki sanngjörn né eðlileg
leið og þess utan sem betur fer
ófær vegna eignarréttarverndar
stjórnarskrár. Af sömu ástæðu
er ekki hægt að gera eignir
núverandi og tilvonandi lífeyris-
þega upptækar. Jafnvel þótt það
væri hægt ætti varla nokkrum
heilvita manni að detta í hug að
þar sé að finna þau breiðu bök,
sem rétt sé að velta byrðunum á.
Fleiri töfralausnir hafa verið
nefndar, m.a. ýmsar útfærslur
af því að ræna vonda útlendinga,
sem ekki verða raktar hér. Þær
eru engu skárri eða raunhæfari
en fyrrgreindar lausnir.
Það, sem hins vegar er gerlegt,
er að færa byrðar á milli þjóð-
félagsþegna í gegnum skatta- og
bótakerfið. Til þess þarf ekkert
nema pólitískan vilja. Það hefur
að nokkru marki þegar verið
gert, með mikilli hækkun vaxta-
bóta, en, sem fyrr segir, má færa
sterk sanngirnisrök fyrir því að
ganga lengra.
Sérstaklega hlýtur að vera
athugandi að afla fjár, með skatt-
heimtu og/eða niðurskurði til að
greiða sérstakar bætur til þeirra,
sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á
fjögurra ára tímabili, frá hausti
2004 til haustsins 2008. Bæturnar
gætu annað hvort verið greiddar
út, eins og vaxtabætur nú, eða
gengið beint til lækkunar höfuð-
stóls lána. Slíkar bætur gætu
tekið mið af eignum og tekjum,
líkt og vaxtabætur, verið með
þaki, sem endurspeglaði hóflega
stærð húsnæðis, og tekið tillit
til þess hvort viðkomandi hafi
fengið lækkun skulda af öðrum
ástæðum. Á nokkrum árum væri
hægt að bæta hag þessa hóps
umtalsvert án þess að kostnaður-
inn yrði óviðráðanlegur.
Útfærslan gæti verið með
ýmsum hætti en þyrfti auðvitað
að standast eðlileg viðmið um það
hvernig skattbyrði er skipt og
bótum úthlutað af hinu opinbera
á Íslandi. Um það má takast á
hinum pólitíska vettvangi. Niður-
staðan gæti orðið bæði raunhæf
og eðlileg leið til að taka á vanda
þjóðfélagshóps, sem hefur orðið
illa úti í sviptingum undanfar-
inna ára.
Vaxtaverkir
Kynferðislegt
ofbeldi
Margot
Wallström
sérstakur erindreki
Sameinuðu þjóðanna
á sviði kynferðislegs
ofbeldis í hernaði Refsileysi er þýð-
ingarmikið mál
í mörgum ríkjum. Þess
vegna hef ég skorið upp
herör gegn refsileysi við
kynferðislegum glæpum.
Fjármál
Gylfi
Magnússon
dósent í
viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands
Aðalvandinn, fyrir utan skuldasöfnun
fyrri ára, er mikil og hröð lækkun raun-
launa, þ.e. kaupmáttar launa, þótt hún
hafi þegar gengið að hluta til baka. Slík lækkun, sem
á níunda áratugnum var kölluð misgengi lána og
launa, veldur mestu um skuldavandann. Slíkt mis-
gengi varð reyndar enn meira nú en á níunda ára-
tugnum.
Börn og umhverfi
Barnaöryggisnámskeið Rauða krossins
SKRÁNING
ER HAFIN!
Námskeiðin Börn og umhverfi 2012 verða haldin frá byrjun mars til loka maí
hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Námskeiðin eru ætluð ungmennum fædd
árið 2000 eða fyrr. Hvert námskeið er 16 kennslustundir og skiptist á 4 kvöld.
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn.
Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og
leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysabætur
í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur
innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar.
Verð námskeiðs kr. 8.500,-
Innifalið: Námsgögn, og hressing. Staðfestingarskírteini að nám-
skeiði loknu. Nánari upplýsingar í síma 545 0406.
Skráning á heimasíðu Rauða krossins í Reykjavík:
www.redcross.is/reykjavik/
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
. Alicante
*Flugsæti aðra leið með sköttum.
Netverð á mann.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Skráðu þig í netklúbb Heimsferða og fáðu öll tilboð send
29.900 kr.*flug fr
á
Fyrstu sætin
á þessu frábæra verði
Bókaðu strax
á www.heimsferdir.is
Þökkum frábærar viðtökur!
Höfum bætt við páskaferð
28. mars - 10. apríl