Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.02.2012, Qupperneq 28
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR28 1991 Kvennalistinn 13.069 atkv. 8,3% 5 þingm. Þjóðarflokkurinn – Flokkur mannsins 2871 atkv. 1,8% 0 þingm. Frjálslyndir 927 atkv. 0,6% 0 þingm. Heimastjórnar- samtökin 975 atkv. 0,3% 0 þingm. 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 1953 Þjóðvarnarflokkurinn 4.667 atkv. 6,0% 2 þingm Lýðveldisflokkurinn 2531 atkv. 3,3% 0 þingm 1956 Þjóðvarnarflokkurinn 3706 atkv. 4,5% 0 þingm. 1959 (júní) Þjóðvarnarflokkurinn 2137 atkv. 2,5% 0 þingm. 1959 (okt) Þjóðvarnarflokkurinn 2883 atkv. 3,4% 0 þingm. 1967 Óháði lýðræðis- flokkurinn 1043 atkv. 1,1% 0 þingm. 1971 Samtök fjálsl. og vinstri manna 9.395 aktv. 8,9% 5 þingm. Framboðs- flokkurinn 2.110 aktv. 2,0% 0 þingm. 1974 SFV 5245 atkv. 4,6% 2 þingm. Fylkingin – baráttu- samt. sósíalista 201 atkv. 0,2% 0 þingm. Lýðræðis- flokkurinn 127 atkv. 0,1% 0 þingm. Kommunistafl. Ísl. (m-l) 121 atkv. 0,1% 0 þingm. 1978 SFV 4073 atkv. 3,3% 0 þingm. Stjórnmálaflokkurinn 486 atkv. 0,4% 0 þingm. Fylkingin – baráttusamt. sósílal. 184 atkv. 0,2% 0 þingm. Kommúnistafl. Ísl. (m-l) 128 atkv. 0,1% 0 þingm. 2009 Frjálslyndi flokkurinn 4148 atkv. 2,2% 0 þingm. Borgarahreyfingin 13.519 atkv. 7,2% 4 þingm. 2007 Frjálslyndi flokkurinn 13.233 atkv. 7,3% 4 þingm. Íslandshreyfingin 5.953 atkv. 4,2% 0 þingm. 2003 Frjálslyndi flokkurinn 13.523 atkv. 7,4% 4 þingm. Nýtt afl 1791 atkv. 1,0% 0 þingm. 1999 Frjálslyndi flokkurinn 6919 4,2% 2 þingm. Húmanistaflokk- urinn 742 0,4% 0 þingm. 1979 Eggert Haukdal 1.484 atkv. 1,2% 1 þingm. Fylkingin – baráttu- samt. sósíal. 480 atkv. 0,4% 0 þingm. Hinn flokkurinn 108 atkv. 0,2% 0 þingm. 1983 Kvennalistinn 7.125 atkv. 5,5% 3 þingm. Bandal. jafnaðarm. 9489 atkv. 7,3% 4 þingm. 1987 Borgaraflokkurinn 16.588 atkv. 0,9% 7 þingm. Kvennalistinn 15.470 atkv. 0,1% 6 þingm. Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1892 atkv. 1,3% 1 þingm. Flokkur mannsins 2231 atkv. 1,5% 0 þingm. Þjóðarflokkurinn 2047 atkv. 1,4% 0 þingm. Bandalag jafnaðarm. 246 atkv. 0,1% 0 þingm. 1995 Kvennalistinn 8.031 atkv. 4,9% 3 þingm. Þjóðvaki 11.806 7,2% 4 þingm. SÉRFRAMBOÐ Á ÍSLANDI E kki færri en fimm hreyfingar hafa kynnt fyrirhugað framboð til Alþingis í næstu kosn- ingum. Hvenær þær verða er ekki öruggt, en samkvæmt áætlun verða þær í maí 2013. Það veltur hins vegar á því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur haldi velli, en ljóst er að krafan um kosningar fyrr verður æ hávær- ari. Sérstaklega hjá stuðnings- mönnum ann- arra en stjórn- arflokkanna. Ný framboð eru ekki ný bóla í íslenskum stjórnmálum. Lýð- veldi var stofnað á Þingvöllum árið 1944 og þá sátu fjórir flokkar á Alþingi: Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur Íslands. Það liðu hins vegar ekki nema níu ár þar til fimmti flokkurinn bættist við þegar Þjóðvarnarflokkurinn náði inn á þing. Á lýðveldistímanum hefur 20 sinnum verið gengið til alþingis- kosninga og aðeins sex sinnum hefur fjórflokkurinn einn náð manni inn. Fimm flokka norm Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að sé rýnt í kosningaúr- slit komi í ljós að hinn frægi fjór- flokkur sé mýta. Vissulega séu sömu fjórir flokkarnir, eða arftak- ar þeirra, alltaf til staðar. Réttara sé þó að tala um flokkana fjóra og fimmta flokkinn. „Mönnum verður tíðrætt um fjórflokkinn en ansi drjúgan hluta af lýðveldistímanum sé nær að tala um fimmflokkinn. Það á sér- staklega við um síðustu áratugi. Fimmta framboðið hefur hins vegar verið fljótandi og sjaldnast mjög lífvænlegt. Það er hins vegar frekar normið síðustu áratugi að við séum með fimm flokka á þingi en fjóra.“ Stefán bendir á að síðan árið 1983 hafi alltaf verið fleiri en fjór- ir flokkar á þingi. Fimmti flokkur- inn hafi hins vegar yfirleitt gert út á fjórflokkshugmyndina. „Þá er ýtt undir þá hugmynd að um nýtt framboð sé að ræða sem sé öðruvísi en fjórflokkurinn. Sami rassinn sé undir öllum hinum og það er gert út á ákveðið nýjabrum.“ Uppbygging eða innkoma Þetta getur hins vegar skapað ákveðið vandamál að mati Stefáns. „Það kemur upp ákveðin „catch 22“ staða fyrir ný framboð. Besta leiðin til að detta inn á þing er að gera það með látum, að bjóða fram á síðustu stundu, rétt fyrir kosn- ingar. Besta dæmið um það er Borg- araflokkurinn, en þar var ákveð- ið að bjóða fram nokkrum dögum áður en framboðsfrestur rann út. Menn mönnuðu framboð á nokkr- um klukkutímum, sem er alveg galið. Frjálslyndi flokkurinn er annað dæmi um þetta og líka Íslandshreyfingin. Vandinn við þetta getur hins vegar verið sá að auknar líkur eru á að flokkar liðist í sundur eftir kosningar ef þú hristir eitthvað saman á síðustu stundu. Þá byrja erjurnar, sem aðrir flokkar ljúka fyrir kosningar, að kosningum loknum.“ Stefán segir mýmörg dæmi um þetta, svo sem Borgarahreyf- inguna, Borgaraflokkinn og Frjálslynda flokkinn. „Það getur því verið góð leið til að ná fylgi í kosningum að koma inn með látum, en það er ekki endilega heilladrjúgt til uppbyggingar.“ Kvennalistinn sé hins vegar dæmi um að tekist hafi að byggja upp flokk með góðum fyrirvara sem náði góðum árangri. Flokksvald minnkar Athyglisvert er að skoða þau fram- boð sem komið hafa fram til hlið- ar við fjórflokkana. Að Kvenna- listanum, Borgarahreyfingunni og Þjóðvarnarflokknum undan- skildum hafa þeir allir snúist um ákveðna persónu. Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna um Hannibal Valdimarsson, Banda- lag jafnaðarmanna um Vilmund Gylfason, Borgaraflokkurinn um Albert Guðmundsson, Þjóðvaki um Jóhönnu Sigurðardóttur og Frjálslyndi flokkurinn um Sverri Hermannsson. Að auki eru mörg dæmi um sérframboð. Segja má að ákveðin skil verði við kosningarnar 1983, en líkt og áður hefur komið fram hafa síðan þá ætíð verið fimm flokkar á þingi. Stefán segir að árin þar á undan hafi ekki verið góð fyrir stétt stjórnmálanna, tíðar kosningar og erfiðleikar við stjórnarmyndun. „Velta má því fyrir sér hvort það hafi einhver áhrif að þegar líður á 9. áratuginn fer að losna um stöðu flokksblaðanna og þau fara að veikjast og hverfa og við sjáum frjálsar útvarps- og sjón- varpsstöðvar. Möguleiki fjórflokksins á að halda utan um þjóðmálaumræðuna fer minnkandi. Það gerir fimmtu framboðunum auðveldara fyrir, það þarf ekki lengur að eiga eitt stykki dagblað og prentsmiðju.“ Fjórflokkurinn er bara mýta Fimm ný samtök hafa tilkynnt um framboð sitt til Alþingis í næstu kosningum. Það er svipað og í kosningunum 1987. Oft er talað um fjórflokkinn en síðan árið 1983 hafa fimm flokkar ætíð átt sæti á Alþingi. Kolbeinn Óttarsson Proppé kynnti sér nýju framboðin og gluggaði í söguna. Lífseigasta kenning íslenskrar stjórnmálasögu er kannski þrátt fyrir allt bara enn ein mýtan. KÁTT Á HJALLA Kvennalistinn er sigursælasta fimmta framboðið. Flokkurinn kom þremur þingkonum á Alþingi árið 1983, 6 árið 1987, 5 árið 1991 og 3 árið 1995. Hann rann síðan inn í Samfylkinguna. Kvennalistinn var mjög óhefðbundinn stjórnmálaflokkur og til að mynda ekki með formann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEFÁN PÁLSSON Björt framtíð er heitið á fram- boði Guðmundar Steingríms- sonar, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins og nú utan flokka, og Besta flokks- ins. Guðmundur er í fram- varðasveit hans ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur og fleirum. Flokkurinn á eftir að vinna málefnavinnu, en hefur tilkynnt að hún verði á grunni hugsjóna flokksins um græna, frjálslynda, alþjóðasinnaða, lýðræðis- lega framtíð. Flokkurinn vill að auðlindir skili þjóðinni sjálfbærum arði, lýðræði þurfi að vera virkt og fljótt og velferðarkerfið og mennta- kerfið hið besta. Flokkurinn hefur áhyggjur af því að ungt fólk flytji af landi brott þar sem það telji framtíðina ekki nógu bjarta hér. Þá vísar nafn samtakanna til viðfangsefna í umhverfismálum á heimsvísu sem kalla á afgerandi viðbrögð. Stuðla að bjartri framtíð Unnið er að stofnun nýs stjórnmálaafls sem hefur hlotið vinnuheitið Breiðfylking. Endanlegt nafn verður ákveðið á stofnfundi hreyfingarinnar. Friðrik Þór Guðmundsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, er einn þeirra sem að framboðinu standa, en auk einstaklinga úr þeim flokki stendur fólk úr Hreyfingunni, Frjálslynda flokknum, fullveldissinnar og fleiri að framboðinu. Breiðfylking fyrir stjórnarskrá, skjaldborg og siðvæðingu mun því bjóða fram í næstu kosningum. Meðal annarra mála sem Friðrik hefur sagt flokkinn leggja áherslu á er uppstokkun kvótakerfisins og siðvæðing stjórnsýslunnar og fjármálamarkaðarins. Þá sé gengið út frá því að samningaviðræðum við ESB ljúki og niður- staðan verði borin undir þjóðina. Ný stjórnarskrá og skjaldborgin Hægri grænir, flokkur fólksins, skilgreinir sig sem grænan borgaraflokk. Guð- mundur Franklín Jónsson hefur verið í forsvari fyrir flokkinn. Flokkurinn segir gamla íslenska fjórflokks- og embættismannakerfið vera úrelt sem hafi sýnt sig best í aðdraganda efnahagshrunsins. Flokkurinn vill opið þjóðfélag og beint lýðræði. Hægri grænir vilja byggja upp grænt hagkerfi á Íslandi og telja að frjáls samkeppni efli heilbrigða samkeppni. Þá segir að einstaklings- frelsi sé lykillinn að gæfu þjóðarinnar, ásamt lágum sköttum, friðsömum og haftalausum milliríkjaviðskiptum, traustum gjaldmiðli, frjálsri samkeppni og sem minnstum ríkisafskiptum. Flokkurinn ætlar að beita sér sérstaklega í mál- efnum kvenna, fjölskyldunnar og heimilanna og telur að sinna þurfi námsmönnum, öryrkjum og eldri borgurum betur. Grænn borgaraflokkur Guðbjörn Guðbjörnsson er forsvarsmaður Lýð- frelsisflokksins. Flokkurinn vonast eftir svo hagstæðum samningum við Evrópusam- bandið að þjóðin samþykki þá og gangi í sambandið. Við það leysist vandamál sem lúta að peninga- málum, svo sem óðaverðbólga, óstöðug- leiki gengis og hátt vaxtastig. Flokkurinn vill stórauka útflutning og lækka skatta til að auka einkaneysluna. Hann vill sýna gífurlegt aðhald í ríkisrekstri og halda viðskiptajöfnuði hag- stæðum. Flokkurinn telur að sterkt samfélag og velferðarkerfi byggi aðeins á sterku atvinnu- lífi og því þurfi að efla það. Lýðfrelsisflokkurinn segist bjóða upp á heiðarlega hægri stefnu sem byggi á trú á blandað markaðshagkerfi. Meginreglan eigi að vera sú að ríkið standi ekki undir atvinnurekstri, en ekki megi þó hafna honum kerfisbundið. Lækka skatta og auka einkaneyslu Lilja Mósesdóttir, fyrrum þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og nú utan flokka, hefur tilkynnt um framboð flokksins Samstöðu. Hún er í forystusveit hans ásamt Sigurði Þ. Ragnarssyni og fleirum. Þegar flokkurinn var kynntur lögðu þau áherslu á að hefðbundnar skilgreiningar stjórnmálanna næðu ekki utan um þau. Flokkurinn væri hvorki til hægri né vinstri. Lilja hefur fordæmt aðra stjórnmálaflokka og sett þá alla undir einn hatt markaðs- hyggju. Þá leggur flokkurinn mikla áherslu á að skuldastaða heimilanna verði leiðrétt. Lilja hefur í þeim efnum talað fyrir svokallaðri peningaprentunarleið. Hvorki hægri né vinstri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.