Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 34
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR34
SÖNGKONAN „Ég áttaði mig á að það er allt hægt, maður þarf ekki að standa fremst á sviðinu með báðar hendur útréttar.,“ segir Herdís Anna er hún rifjar upp hvernig hún
byrjaði að smitast af óperuforminu þegar hún horfði á vídeó af Önnu Netrepko og Rolando Villazón í La Traviata kvöldið áður en hún hélt til Austurríkis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Salzburg hjá Mörthu Sharp, sem
hefur kennt mörgum Íslending-
um. Þar var ég í eina önn og þá fór
ég loks að taka námið af alvöru.
Kvöldið áður en ég fór til Salz-
burgar sýndi móðursystir mín mér
vídeó með La Traviata. Þetta var í
fyrsta skipti sem ég sá óperu sem
ég heillaðist gjörsamlega af. Ég var
að klára að pakka en gat ekki slitið
mig frá þessu. Anna Netrepko og
Rolando Villazón slógu algerlega í
gegn í þessari uppfærslu. Þau voru
svo full af lífi og ástríðu og ég átt-
aði mig á að það er allt hægt, maður
þarf ekki að standa fremst á sviðinu
með báðar hendur útréttar. Þarna
byrjaði ég að smitast af óperunni,
sem er auðvitað hin fullkomna
lausn því hún sameinar sönginn og
leikhúsið.“
Æfði hláturköst og öskur
Hvernig finnst henni svo að vera
komin í Íslensku óperuna? „Alger
draumur. Mitt fyrsta stóra hlut-
verk í stóru húsi og með hljómsveit.
Alvöru pakki. Músetta er líka full-
komið hlutverk fyrir mig að byrja
á. Hún er skemmtileg, svolítil
drama pía en hjartagóð og hefur
svo margar hliðar sem gaman er að
túlka. Ég hef oft sungið aðalaríuna,
held að flestar sópr-
ansöngkonur kunni
hana. Ég skrapp út
til Berlínar um dag-
inn að hitta kennar-
ann minn sem vann
heilmikið með mér
enda hefur hún sung-
ið hlutverkið marg-
oft, meðal annars á
Metropolitan. Við
æfðum hlátursköstin
og öskrin og allt það
líka. Músetta er svo
opin, frjáls og kyn-
þokkafull, ég þarf því
aðeins að koma út úr
sjálfri mér og hætta
að vera þessi feimna
mús. Kannski var það
það sem heillaði mig
við leikhúsið að fá
að stíga inn í ákveð-
ið hlutverk og skapa eitthvað um
leið.“
Herdís Anna á bráðum sex ár
að baki við Hanns Eisler-tónlist-
arháskólann í Berlín. Hún hefur
sungið í barnasýningum í tveimur
af þremur stærstu óperuhúsunum
Berlínar, Komische
og Staatsoper Unter
den Linden, aðal-
hlutverk í því síðar-
nefnda. Einnig hefur
hún margoft sung-
ið við Neuköllner
Oper og Konzert-
haus í Berlín. Loka-
tónleikar hennar við
skólann verða í maí í
vor, með hljómsveit.
„Ég er að reyna að
starta söngferlin-
um,“ segir hún bros-
andi og opinberar
drauminn um að
geta valið um verk-
efni. „Maður er allt-
af að bíða eftir að
verða uppgötvaður
en þetta gerist ekki
þannig. Þetta er bara
vinna og söngheimurinn er harður.
Mín reynsla er samt sú að „þegar
einar dyr lokast þá opnast alltaf
gluggi annars staðar“ eins og segir
í Söngvaseið! Ég fór til dæmis í
prufu í haust fyrir verkefni í Lond-
on sem ég fékk ekki, sem betur fer,
því þá hefði ég ekki getað verið hér
að taka þátt í La Bohème. Og það
er hollt og gott fyrir sálartetrið að
koma heim, tala íslensku og losna
við þá tilfinningu að vera í keppni
um að koma mér áfram.“
Það er fleira en óperan sem
dregur Herdísi Önnu til Íslands.
Hún á kærasta í Reykjavík, Hösk-
uld Sæmundsson, leikara og hag-
fræðinema sem starfar í Hinu
húsinu. „Nú getum við Höskuldur
verið á sama stað í nokkrar vikur
og ekki bara annað að vinna og hitt
í heimsókn eins og reyndin hefur
verið síðustu tvö árin,“ segir hún
hlæjandi. Ekki er hægt að sleppa
henni nema minnast á vestfirsk-
una sem hún hefur greinilega hald-
ið við. „Við systkinin tölum svona
öll. Ég vissi samt ekki að ég talaði
vestfirsku fyrr en ég flutti suður.
Ég var í Listaháskólanum og allt
í einu fór einhver að hlæja þegar
ég sagði langur með a-hljóði. Fyrir
mér á þetta að vera svona og ég er
byrjuð að smita kærastann.“
Maður verður
duglegri ef mik-
ið er að gera og
núna er ég alveg
ómöguleg ef ég
er verkefnalaus.
Herdís Anna Jónasdóttir
sópransöngkona
Faðir
Jónas Tómasson,
tónskáld
Afabróðir
Ingvar Jónasson, víóluleikari
og hljómsveitarstjóri
Afi
Ragnar H. Ragnar, stjórnandi Tón-
listarskóla Ísafjarðar frá 1948-1984
og kennari þar til dánardags 1987.
Amma
Sigriður Jónsdóttir, kennari
við Tónlistarskóla Ísafjarðar
og meðstjórnandi
Langafi
Jónas Tómasson, tónskáld,
organisti og bóksali
TÓNLISTIN Í ÆTTINNI
Föðursystir
Guðrún Anna Tómasdóttir,
píanóleikari
Föðurbróðir
Haukur Tómasson,
tónskáld
Móðir
Sigríður Ragnarsdóttir,
skólastjóri Tónlistarskóla
Ísafjarðar
Móðursystir
Anna Áslaug Ragnarsdóttir,
píanóleikari
Móðurbróðir
Hjálmar H. Ragnarsson,
tónskáld og rektor
Listaháskóla Íslands
S
ópransöngkonan Her-
dís Anna Jónasdóttir er
komin heim frá Berlín
til að fara með hlutverk
Músettu í óperunni La
Bohème sem frum-
sýnd verður 16. mars. Hún notar
æfingahlé bæði í þetta spjall og að
næra sig á fiskbollum með aspas
í mötuneyti Hörpunnar, sem hún
hrósar í hástert. Ekki spillir held-
ur útsýnið yfir Esjuna og Sundin.
„Fólk hefur það ofsalega gott hér
á Íslandi að búa svona í miðri nátt-
úrunni,“ segir hún hrifin. „Það eru
lífsgæði sem maður áttar sig ekki
á ekki fyrr en maður fer í burtu.“
Ætlaði að verða leikkona
Herdís Anna er 28 ára, dóttir Sig-
ríðar Ragnarsdóttur, skólastjóra
Tónlistarskóla Ísafjarðar og Jón-
asar Tómassonar tónskálds og
auk genanna ber hún svipmót
síns fólks. Spurð hvort það hafi
verið til bóta eða baga fyrir hana
að vera af þekktu tónlistarfólki
svarar hún: „Ég veit það ekki.
Það þekkjast svo sem allir í tón-
listarbransanum hér á Íslandi en
það var plús fyrir mig að alast
upp í þessu umhverfi. Það komu
svo margir vestur á Ísafjörð í
sambandi við tónleikahald og þá
voru alltaf veislur heima. Yfirleitt
komu listamennirnir í mat fyrir
tónleika og svo í partí á eftir. Mér
sem krakka fannst þetta bæði
spennandi og skemmtilegt fólk.“
Herdís Anna kveðst hafa átt
erfitt með að velja milli píanós og
fiðlu og lærði því á hvort tveggja
til 6. og 7. stigs. Einnig lauk hún
6. stigi í söng hjá Ingunni Ósk
Sturludóttur og Guðrúnu Jóns-
dóttur. „Ég ætlaði samt alltaf að
verða leikkona. Ég og vinkon-
ur mínar vorum með lítinn leik-
klúbb og héldum sumarhátíðir og
vetrarhátíðir með leikritum sem
við skrifuðum sjálfar. Svo sett-
um við upp Skilaboðaskjóðuna
eftir mikinn innblástur frá Þjóð-
leikhúsinu! Við stofnuðum líka
atvinnuleikhús ungs fólks þegar
ég var í gaggó og það lifir enn í
dag. Svo var ég alltaf að syngja,
með Þórunni Örnu, bestu vinkonu
minni. Við vorum óaðskiljanlegar
og sungum dúó um allar trissur,
meira að segja fyrir Danadrottn-
ingu. Mamma spilaði undir á
píanó en pabbi samdi handa okkur
lög. Við tókum saman þátt í Söng-
keppni framhaldsskólanna, sung-
um Hvíta máfa – og það er gott
skemmtiatriði enn í dag!“
Á menntaskólaárunum kveðst
Herdís Anna hafa tekið þátt í
öllum leiksýningum, meðal ann-
ars Söngvaseið sem Litli leik-
klúbburinn og Tónlistarskóli Ísa-
fjarðar settu upp árið 2003 undir
leikstjórn Þórhildar Þorleifsdótt-
ur. „Okkur var boðið með Söngva-
seið í Þjóðleikhúsið sem bestu
áhugamannaleiksýningu ársins
og vorum með þrjár sýningar þar.
Það var mikið ævintýri.“
La Traviata kveikti ljósið
Á netinu kemur fram að Herdís
Anna hafi dúxað á stúdentsprófi.
„Já, ég tók þátt í mörgu og vand-
ist á að nýta tímann. Ég var í kór,
hljómsveit, fiðlutímum, píanótím-
um, söngtímum og leiklistinni,
svo notaði ég pásurnar til að læra
undir próf. Maður verður duglegri
ef mikið er að gera og núna er ég
alveg ómöguleg ef ég er verkefna-
laus.“
Eftir inntökupróf bæði í leiklist-
ardeild og söngdeild Listaháskólans
komst Herdís Anna inn í söngdeild-
ina. „Það var samt ekki ætlunin að
verða óperusöngkona,“ tekur hún
fram. „Mér hafði aldrei þótt óperan
spennandi. Sá fyrir mér stórt fólk
að hlunkast á sviði og fannst það
óraunverulegt og ekkert sérlega
heillandi. Aðalkennarinn minn var
Elísabet Erlingsdóttir og það var
æðislega gaman í skólanum. Ég fór í
skiptinám til að víkka aðeins heims-
sýnina og komst að í Mozarteum í
Alltaf opnast einhver gluggi
Herdís Anna Jónasdóttir söngkona byrjaði ung að læra á píanó og fiðlu og bætti söng við. Hún var í hljómsveit, kór og leiklist
og las skólabækurnar í frístundum. Nú æfir hún í Íslensku óperunni en gaf sér þó tóm til að spjalla við Gunnþóru Gunnarsdóttur.