Fréttablaðið - 25.02.2012, Page 41
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir25. FEBRÚAR 2012 LAUGARDAGUR 3
Gengið milli byggðarlaga
Sigrún Valbergsdóttir er öllum hnútum kunn-
ug í Færeyjum en þar leiðir hún göngugarpa milli
byggðarlaga. Þá er Sigrún einnig fararstjóri í göngu-
ferðum um Keisarafjöllin í Austurríki.
„Þetta eru hvort tveggja vikuferðir og gengið alla
dagana. Í Færeyjum gistum við á þremur mismun-
andi stöðum og göngum milli byggða, gamlar leið-
ir sem gengnar voru áður en vegasamband komst á.
Þetta eru óbyggðagöngur, stundum troðningar eða
varðaðar leiðir en ekki alltaf,“ útskýrir Sigrún og segir fólk þurfa að vera
í sæmilegu formi til að ráða við gönguleiðirnar.
„Þetta er ekkert klifur né yfir jökulár að fara en við leggjum að baki
nokkur hundruð hæðarmetra á hverjum degi. Hver dagleið er 10-15 kíló-
metrar og við komum við á sex af átján eyjum Færeyja. Einn daginn sigl-
um við frá Vogum og yfir í Mykines sem er vestasta eyjan, undurfögur
klettaey með gamalli byggð og eins og að detta inn í nítjándu öldina að
ganga þar um. Á göngunni er fræðst um fólk og sögu og náttúru eyjanna
og farið á menningarstaði eins og Kirkjubæ á Straumey.“
Í gönguferðinni um Keisarafjöllin er gist á fjögurra stjörnu hóteli í
bænum Walchsee við samnefnt vatn. Þar er gist allan tímann og dag-
lega farið í ferðir út frá hótelinu. „Þarna eru allt í kring fjöll og fjalla-
hryggir og aldrei gengin sama leiðin tvo daga í röð. Þetta er óendanlega
fallegt svæði,“ segir Sigrún. „Við miðum við að vera á hæsta hrygg um
hádegisbil og þar eru bændur með veitingastað þar sem hægt er að fá
sér hressingu. Ekkert þarf að bera með sér á göngunni, nema kannski
auka peysu eða regnstakk. En annars er að sjálfsögðu alltaf sól í svona
ferðum.“
Hjólið frábær ferðamáti
Rúnar Helgason er fararstjóri tveggja sjö
daga hjólaferða um Þýskaland: Við rætur
Alpanna og Garmisch
Partenkirchen – Bad Tölz.
Í báðum ferðum er hjólað
eftir vinsælustu hjólaleið-
um Þýskalands.
„Þessar hjólaferðir eru
fyrir alla sem hreyfa sig
eitthvað og þátttakend-
ur hafa verið á aldrinum
12 til 74 ára. Í flestum tilfellum leigjum við
reiðhjólin á staðnum og fólk pakkar létt fyrir
ferðina en við hjólum með farangurinn á
bögglaberanum,“ segir Rúnar en búið er að
skipleggja dagleiðirnar fyrirfram. Hópur-
inn hjólar á milli hótela þar sem gist er eina
nótt, en einu sinni í hvorri ferð gistir hópur-
inn í tvær nætur og er þá hægt að taka hvíld.
„Við erum ekkert að f lýta okkur. Við
stoppum á veitingastöðum á leiðinni, fáum
okkur hressingu og skoðum okkur um. Það
er engin keppni í gangi og markmiðið að
allir fái á tilfinninguna að þeir séu í fríi,“
segir Rúnar. „Hjólið er frábær ferðamáti til
að upplifa umhverfið, lyktina, ferska loft-
ið og hljóðin, en í báðum ferðum er hjól-
að um stórbrotið landslag. Við reynum að
velja leiðir þar sem eru ekki miklar brekk-
ur en auðvitað er alltaf eitthvað um þær.
Við hjólum frá München og inn í Alpana.
Ég fer yfirleitt á undan hópnum og konan
mín, Þuríður Árnadóttir, er aftast og pass-
ar að enginn dragist aftur úr. Við segj-
um bara eins og skáldið, ekkert bratt, bara
mismunandi flatt,“ segir Rúnar.
Útivist með Bændaferðum
Bændaferðir hafa boðið upp á svokallaðar hreyfiferðir um margra ára skeið þar sem náttúrunnar er notið með útivist og hreyfingu. Rúnar Helgason
og Sigrún Valbergsdóttir eru fararstjórar í spennandi hjóla- og gönguferðum meðal annars í Færeyjum, Austurríki og Þýskalandi.
Mikil náttúrufegurð einkennir svæðið við rætur Keisarafjallanna. Sigrún Vilbergs-
dóttir leiðir ferðalanga um svæðið. MYND/BÆNDAFERÐIR
Hjólað er um eina fallegustu hjólaleið Þýskalands við rætur Alpanna sem gjarnan
er kölluð „Panorama-hjólaleiðin” eða útsýnisleiðin. MYND/BÆNDAFERÐIR
ÞAÐ SEM FER Í TAUGARNAR Á FREYJUNUM
Ferðasíðan Frommers tók saman fjögur atriði sem fara mest í taug-
arnar á flugfreyjum og -þjónum.
1. Að veita kynningu á öryggisatriðum ekki athygli. Farþegar eiga til að
lesa bók eða spjalla saman meðan á kynningunni stendur. Þetta þykir
mörgum flugfreyjum dónalegt og bera vott um virðingarleysi.
2. Þegar fólk tekur ekki af sér heyrnartólin rétt á meðan því er þjónað.
3. Fólk sem hagar sér ruddalega og segir til dæmis ekki takk þegar því
er réttur koddi eða drykkur fer í taugarnar á áhafnarmeðlimum. Það
þykir heldur ekki fínt að sitja og klippa á sér neglurnar eða vera með
skóna upp í sætinu. Þeir sem standa langdvölum í ganginum og eru
þannig fyrir flugfreyjunum og vögnunum þeirra vekja sjaldnast lukku.
4. Þeir sem hlusta ekki á leiðbeiningar. Meðan á flugferðinni stendur
þarf áhöfnin stundum að koma skilaboðum til farþeganna. Oft virðast
þessar ábendingar fara inn um annað eyrað og út um hitt. Því spyr
fólk reglulega um atriði sem búið er að útskýra í hátalarakerfinu,
flugfreyjunum til mikillar armæðu.
heimild: turisti.is
Flugþjónar og -freyjur þola ekki þegar fólk hunsar kynningar á öryggisatriðum.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
ga
á
s
lík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
.
Bratislava – Budapest
27. apríl - 1. maí
Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir
Vínarborg og Györ
Beint flug
Skemmtileg 5 daga sérferð til Vínarborgar í Austurríki og Györ í Ungverjalandi.
Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á góðum 3*/ 3*+ hótelum í 4 nætur með morgun-
verðarhlaðborði. 4 kvöldverðir. Kynnisferðir um: Vínarborg, Bratislava, Györ og Budapest. Akstur til og frá
flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.
Netverð: 145.900 kr. á mann í tvíbýli