Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 65
Kynning - auglýsing
Það jafnast ekkert á við ull þegar stunda á útivist í ís-lenskri veðráttu. Ull hent-
ar ferðalögum jafnt sumar, vetur,
vor og haust, því hún er hlý og
einangrandi í kulda- og vætutíð,
en svalandi og með fullkomna
útöndun þegar hlýnar og sumr-
ar,“ segir Andri Rafn Sveinsson,
sölumaður í Ellingsen, þar sem
finna má norska ullarfatnaðinn
frá Devold í úrvali.
„Devold hefur hitt íslenskt
útivistarfólk í hjartastað, enda
finnur það einstakar ullarf lík-
ur við allra hæfi,“ upplýsir Andri
Rafn um Devold-ullarfatnaðinn
sem kemur í fjórum þykktum
fyrir fullorðna, ásamt sérstakri
æfingalínu fyrir dömur.
„Ullarflíkur barna eru í milli-
þykkt sem nefnist „Active“. Helsti
eiginleiki hennar er innra byrði
sem Devold kallar „Thermacool“.
Það temprar hitaútskilnað, dreg-
ur til sín svita og skilar áfram
út í ull á ytra byrði þar sem
rakinn gufar upp. Þá kemur
„Thermacool“ í veg fyrir kláða
og hentar einkar vel einstakling-
um sem eru viðkvæmir fyrir ull,
en þó skal nefna að Merino-ull-
in frá Devold er ávallt mýkri en sú
sem við eigum að venjast með þá
íslensku.“
Gönguskór fyrir sanna víkinga
Andri Rafn er sölumaður á réttum
stað í Ellingsen því hann er mikill
áhugamaður um útivist og hefur
starfað í björgunarsveit frá árinu
2005.
Hann segir vinsælustu göngu-
skóna úr skóhillum Ellingsen
koma frá Noregi, rétt eins og
ullin frá Devold.
„Hvort sem leitin stendur
að nettum götuskóm, léttum
gönguskóm eða stefnan er sett á
Hvannadalshnúk í vor hefur Vik-
ing svarið í úrvali afbragðs göngu-
skóa. Þeir henta hvaða aðstæðum
sem er og fást á breiðu verðsv-
iði,“ útskýrir Andri Rafn og tekur
Viking Tyin gönguskó sem dæmi.
„Viking Tyin eru „fullvaxnir“
leðurskór með Gore-Tex-filmu
og gúmmívörn fremst á skónum
til varnar sliti á leðri í grófum að-
stæðum. Skósólinn er millistífur
með UGC Mountain-áferð, sem er
sérhönnun Viking og hentar við
fjölbreyttar aðstæður án þess að
komi niður á gripi. Skórnir veita
góðan stuðning við ökkla og eru
hannaðir með jafnt stöðugleika
og sveigjanleika í huga, hvort sem
menn ferðast létt eða með mikla
þyngd á bakinu,“ segir Andri
Rafn, sem einnig var að taka í hús
utanvegarhlaupaskó frá Montra-
il, sem standa mjög framarlega á
sínu sviði.
„Þeir skór eru hannaðir með
hraða yfirferð í grófu undirlendi
að leiðarljósi. Sólinn er sérhann-
aður til að henta síbreytileg-
um aðstæðum, hvort sem það er
í blautu eða þurru landslagi. Á
milli ysta og miðlags í sólanum
er sérstök varnarplata til varnar
óþægindum, eins og oddhvössu
grjóti eða hverju því sem getur
stungist upp í ilina.“
Til móts
við landið í
réttum skrúða
Í verslun Ellingsen við Fiskislóð fæst allt til útivistar,
hvort sem útivistarmaðurinn er ungur eða gamall,
þaulreyndur eða að stíga sín fyrstu skref í ægifagurri en
á stundum óblíðri náttúru Íslands. Við allar aðstæður
gildir hið sama: að vera vel búinn yst sem innst til
styttri eða lengri ferðalaga.
Hér má sjá Andra Rafn Sveinsson hárrétt klæddan til gönguferða, í traustum gönguskóm, með góða göngustafi og í hlýjum
útivistarfatnaði frá toppi til táar. MYND/STEFÁN
ÓMISSANDI FERÐAFÉLAGAR
Ellingsen er ævintýraland fyrir útivistarfólk. Þar má finna úrval útivistar-
fatnaðar, hvort sem hann er hugsaður fyrir léttar göngur í nágrenni
Reykjavíkur eða á hæstu tinda landsins.
Rándýri, ódýri útivistarfatnaðurinn frá Didriksons hefur margsannað sig í
íslenskri veðráttu, en þar fara saman gæði, verð og mikil breidd í tveggja
og þriggja laga buxum og jökkum.
Toppmerkið í fataskáp útivistarfólks frá Ellingsen er Mountain Hardwear;
hágæða fatnaður sem mætir þeim allra kröfuhörðustu um mikil gæði og
endingu. Mountain Hardwear hefur meðal annars þróað filmuna DryQ
sem er ný tækni í útivistarfatnaði og sameinar vatnsheldni og stöðuga
öndun, jafnvel þótt ekki sé svitnað í flíkunum.
LÉTTIR OG
TRAUSTIR Í
90 ÁR
Í Ellingsen fást fyrsta
flokks göngustafir frá
bandaríska útivistar-
fyrirtækinu Easton
Mountain Products
sem hefur verið
í fremstu röð frá
stofnun þess 1922.
Ellingsen býður
fjóra mismunandi
göngustafi frá
Easton Mountain
Products, sem ýmist
eru tví- eða þrískiptir,
pakkast vel og taka
lítið pláss þegar þeir
eru ekki í notkun.
Göngustafirnir eiga
sameiginlegt að vera
léttir og meðfærileg-
ir, enda framleiddir
út léttmálms-
blöndu, áli eða
koltrefjum.