Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 65

Fréttablaðið - 25.02.2012, Síða 65
Kynning - auglýsing Það jafnast ekkert á við ull þegar stunda á útivist í ís-lenskri veðráttu. Ull hent- ar ferðalögum jafnt sumar, vetur, vor og haust, því hún er hlý og einangrandi í kulda- og vætutíð, en svalandi og með fullkomna útöndun þegar hlýnar og sumr- ar,“ segir Andri Rafn Sveinsson, sölumaður í Ellingsen, þar sem finna má norska ullarfatnaðinn frá Devold í úrvali. „Devold hefur hitt íslenskt útivistarfólk í hjartastað, enda finnur það einstakar ullarf lík- ur við allra hæfi,“ upplýsir Andri Rafn um Devold-ullarfatnaðinn sem kemur í fjórum þykktum fyrir fullorðna, ásamt sérstakri æfingalínu fyrir dömur. „Ullarflíkur barna eru í milli- þykkt sem nefnist „Active“. Helsti eiginleiki hennar er innra byrði sem Devold kallar „Thermacool“. Það temprar hitaútskilnað, dreg- ur til sín svita og skilar áfram út í ull á ytra byrði þar sem rakinn gufar upp. Þá kemur „Thermacool“ í veg fyrir kláða og hentar einkar vel einstakling- um sem eru viðkvæmir fyrir ull, en þó skal nefna að Merino-ull- in frá Devold er ávallt mýkri en sú sem við eigum að venjast með þá íslensku.“ Gönguskór fyrir sanna víkinga Andri Rafn er sölumaður á réttum stað í Ellingsen því hann er mikill áhugamaður um útivist og hefur starfað í björgunarsveit frá árinu 2005. Hann segir vinsælustu göngu- skóna úr skóhillum Ellingsen koma frá Noregi, rétt eins og ullin frá Devold. „Hvort sem leitin stendur að nettum götuskóm, léttum gönguskóm eða stefnan er sett á Hvannadalshnúk í vor hefur Vik- ing svarið í úrvali afbragðs göngu- skóa. Þeir henta hvaða aðstæðum sem er og fást á breiðu verðsv- iði,“ útskýrir Andri Rafn og tekur Viking Tyin gönguskó sem dæmi. „Viking Tyin eru „fullvaxnir“ leðurskór með Gore-Tex-filmu og gúmmívörn fremst á skónum til varnar sliti á leðri í grófum að- stæðum. Skósólinn er millistífur með UGC Mountain-áferð, sem er sérhönnun Viking og hentar við fjölbreyttar aðstæður án þess að komi niður á gripi. Skórnir veita góðan stuðning við ökkla og eru hannaðir með jafnt stöðugleika og sveigjanleika í huga, hvort sem menn ferðast létt eða með mikla þyngd á bakinu,“ segir Andri Rafn, sem einnig var að taka í hús utanvegarhlaupaskó frá Montra- il, sem standa mjög framarlega á sínu sviði. „Þeir skór eru hannaðir með hraða yfirferð í grófu undirlendi að leiðarljósi. Sólinn er sérhann- aður til að henta síbreytileg- um aðstæðum, hvort sem það er í blautu eða þurru landslagi. Á milli ysta og miðlags í sólanum er sérstök varnarplata til varnar óþægindum, eins og oddhvössu grjóti eða hverju því sem getur stungist upp í ilina.“ Til móts við landið í réttum skrúða Í verslun Ellingsen við Fiskislóð fæst allt til útivistar, hvort sem útivistarmaðurinn er ungur eða gamall, þaulreyndur eða að stíga sín fyrstu skref í ægifagurri en á stundum óblíðri náttúru Íslands. Við allar aðstæður gildir hið sama: að vera vel búinn yst sem innst til styttri eða lengri ferðalaga. Hér má sjá Andra Rafn Sveinsson hárrétt klæddan til gönguferða, í traustum gönguskóm, með góða göngustafi og í hlýjum útivistarfatnaði frá toppi til táar. MYND/STEFÁN ÓMISSANDI FERÐAFÉLAGAR Ellingsen er ævintýraland fyrir útivistarfólk. Þar má finna úrval útivistar- fatnaðar, hvort sem hann er hugsaður fyrir léttar göngur í nágrenni Reykjavíkur eða á hæstu tinda landsins. Rándýri, ódýri útivistarfatnaðurinn frá Didriksons hefur margsannað sig í íslenskri veðráttu, en þar fara saman gæði, verð og mikil breidd í tveggja og þriggja laga buxum og jökkum. Toppmerkið í fataskáp útivistarfólks frá Ellingsen er Mountain Hardwear; hágæða fatnaður sem mætir þeim allra kröfuhörðustu um mikil gæði og endingu. Mountain Hardwear hefur meðal annars þróað filmuna DryQ sem er ný tækni í útivistarfatnaði og sameinar vatnsheldni og stöðuga öndun, jafnvel þótt ekki sé svitnað í flíkunum. LÉTTIR OG TRAUSTIR Í 90 ÁR Í Ellingsen fást fyrsta flokks göngustafir frá bandaríska útivistar- fyrirtækinu Easton Mountain Products sem hefur verið í fremstu röð frá stofnun þess 1922. Ellingsen býður fjóra mismunandi göngustafi frá Easton Mountain Products, sem ýmist eru tví- eða þrískiptir, pakkast vel og taka lítið pláss þegar þeir eru ekki í notkun. Göngustafirnir eiga sameiginlegt að vera léttir og meðfærileg- ir, enda framleiddir út léttmálms- blöndu, áli eða koltrefjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.