Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 78
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR42
Óskarsverðlaunin í tölum
Hin eftirsóttu og mikilsvirtu Óskarsverðlaun Bandarísku kvikmyndaakademíunnar verða veitt annað kvöld í Hollywood og
verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Kjartan Guðmundsson rýndi í tölurnar sem tengst hafa verðlaununum í gegnum tíðina.
Óskarsstytta er 34 sentimetrar að hæð
og 3,85 kíló að þyngd
Billy Crystal verður kynnir í ár í 9. sinn. Bob Hope
er sá eini sem hefur kynnt hátíðina oftar, 19 sinnum.
Meryl Streep er tilnefnd í 17. skipti í
ár fyrir leik (sem Margaret Thatcher
í myndinni The Iron Lady) og bætir
þar með sitt eigið met
John Single-
ton var til-
nefndur sem
besti leikstjór-
inn 24 ára,
yngstur slíkra
2 rapplög hafa fengið Óskar
fyrir besta lagið, Lose Yourself
með Eminem (2002) og It‘s
Hard Out Here for a Pimp með
Three 6 Mafia (2005)
2 Bandaríkjamenn eru tilnefndir
í flokknum besti leikari í aðalhlut-
verki í ár. Hinir eru Breti, Frakki og
Mexíkói
Óskarsverðlaunanefndin, sem kýs vinnings-
hafa, samanstendur af 5.783 meðlimum.
94% þeirra eru hvítir á hörund. 77%
meðlima eru karlar. Meðalaldur
nefndarmanna er 62 ár
Sænski leikarinn Max von Sydow, sem er tilnefndur í
flokknum besti leikari í aukahlutverki í ár fyrir myndina
Extremely Loud and Incredibly Close, er næstelsti leikar-
inn sem tilnefndur hefur verið í þessum flokki, 82 ára og
289 daga gamall. Sá elsti var Hal Holbrook, sem
var 82 ára og 339 daga þegar hann var tilnefndur
fyrir myndina Into the Wild árið 2007
Óskarsverðlaun-
in verða afhent í
84.
sinn á
sunnudagskvöld
2.809 Óskarsstyttur hafa verið afhentar frá 1929
Billy Crystal hefur
0 sinnum unnið til
Óskarsverðlauna
Ævintýramyndin Hugo eftir Martin Scorsese
er tilnefnd í flestum flokkum í ár, 11 talsins.
Franska myndin The Artist fylgir í kjölfarið með
10 tilnefningar
Jennifer Lopez hefur
aldrei verið tilnefnd
Gwyneth
Paltrow
hefur
1 sinni
verið
tilnefnd (og
vann)
Meryl Streep vann síðast
Óskar fyrir 29 árum, árið
1983, fyrir leik sinn í
Sophie‘s Choice. Síðan
þá hefur hún fengið
12 tilnefningar
Bob Hope
hlaut 5 heiðurs-
viðurkenningar
Akademíunnar
fyrir störf sín í
þágu kvikmynda
Skapari South Park-þáttanna,
Trey Parker, hefur 1 sinni verið
tilnefndur en félagi hans Matt
Stone 0 sinnum. Þeir mættu þó
báðir á Óskarsverðlaunahátíðina
árið 2000 – á sýru
Yngsti Óskarsverð-
launahafinn fyrir leik
er Tatum O‘Neal,
sem var 10 ára og 106
daga þegar hún fékk
styttuna fyrir hlutverk
sitt í Paper Moon árið
1973
Elsti Óskarsverðlauna-
hafinn fyrir leik er
Jessica Tandy sem var
80 ára og 252 daga
gömul þegar hún fékk
styttuna fyrir Driving
Miss Daisy árið 1989
Meðalaldur
þeirra sem til-
nefndir eru í
flokknum besti
leikari í aukahlut-
verki í ár er 62,6 ár
Hingað til hafa 62 leikar-
ar og leikkonur fengið
Óskar fyrir að leika fólk
sem er eða var til í raun-
veruleikanum
Ben-Hur (1959), Titanic
(1997) og The Lord of the
Rings: The Return of the
King hafa hlotið
flest Óskarsverð-
laun, eða 11 hver
Þýska leikkonan Luise Rainer er elsti Óskarsverðlaunahafinn sem er á lífi, 102 ára gömul.
The Turning Point
(1977) og The Color
Purple (1985) hlutu
flestar tilnefningar,
11 talsins, án þess að
vinna til verðlauna
Verðlaunahátíðin er
send út beint til yfir 100
landa
Gary Oldman er tilnefndur í fyrsta sinn í ár fyrir
leik sinn í myndinni Tinker Tailor Soldier Spy