Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 92

Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 92
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR56 E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 1 Hagsýnir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr. 4,5 l 456.840 kr. 9,4 l - = 24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - = 2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.480 kg 224 g/km - = Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km. Undanfarnar tvær vikur hafa þriðja árs nemar í myndlist við LHÍ dvalið í vinnubúðum á Seyðisfirði. Sýning þeirra opnar í dag í Skaftfelli – miðstöð mynd- listar á Austurlandi. „Við vorum bara að enda við að hreinsa út úr rýminu og erum að setja upp sýninguna núna,“ sagði Dóra Hrund Gísladótt- ir, myndlistarnemi við Listahá- skóla Íslands, þegar blaðamaður sló á þráðinn til henn- ar seinni partinn í gær. Hún er ein af fjórtán þriðja árs myndlistar- nemum sem hafa und- anfarnar tvær vikur dvalið í vinnubúðum á Seyðisfirði. Í dag klukk- an 16 opna nemendurn- ir dyrnar að Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi og leyfa gestum og gangandi að sjá afrakstur vinnu þeirra þessara tveggja vikna. Þetta er í tólfta sinn sem námskeiðið fer fram á Seyðisfirði, en það er haldið árlega fyrir þriðja árs nema í myndlist við LHÍ. Námskeiðið er samstarf skólans, Skaftfells, Dieter Roth Akademí- unnar og Tækniminjasafns Aust- urlands. Dóra segir nemendurna himin- lifandi með dvölina fyrir austan. „Þegar við komum hingað vorum við strax kynnt fyrir þeim stöð- um sem okkur stóð til boða að nota. Það er Stálsmiðjan, tré- verkstæði, Tækniminjasafnið með alls konar búnað, og margt fleira. Svo máttum við bara hefj- ast handa við að vinna. Það er algjör lúxus að vinna hérna. Við erum meira að segja með aðstoð- armenn,“ segir Dóra og á þar við þá Kristján Steingrím Jónsson, myndlistarmann og deildarfor- seta myndlistardeildar LHÍ, og sýningarstjórann Björn Roth. Dóra segir bæjarbúa hafa verið boðna og búna að aðstoða hóp- inn. Myndlistarmennirnir fjór- tán dreifðust á þrjú hús í bænum og hafa þegið margvísleg boð meðan á dvölinni hefur staðið. Ófá matarboð hafa verið hald- in og þeim var meira að segja boðið á sjó- stangveiðar. „Það var ótrúlega gaman. Við veiddum heilan hell- ing og höfum verið að elda fiskinn sjálf.“ Á sýningunni í Skaftfelli gefur að líta fjölbreytt myndlist- arverk, allt frá teikn- ingum og málverk- um, til heils báts úr áli. Þá verður nokk- uð um gjörninga, þar sem einn nemendanna mun meðal annars ætla að hjóla út í sjó. „Þetta verður stórhá- tíð,“ segir Dóra, sem sjálf er með verk sem hún vonast til þess að bæjarbúar muni taka til sín, í bókstaflegri merkingu. Þegar sýningunni lýkur í maí vonast hún til þess að verkið verði full- komnað með því að vera með öllu horfið. „Ég notaði ljósmyndir sem Dieter og Björn Roth tóku af hús- unum á Seyðisfirði og er búin að prenta þær á litla kubba. Þannig að fólk getur komið og sótt sitt hús á sýninguna. Hugmyndin á bak við þetta var að gera eitthvað fyrir bæjarbúa, í þakklætisskyni, því við höfum fengið svo ótrúlega mikið frá þeim.“ Þeir listnemar sem taka þátt eru: Ásgrímur Þórhallsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Dóra Hrund Gísladóttir, Erik Hirt, Gintare Maciulskyté, Gunnar Jónsson, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Katla Stefánsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, Sig- mann Þórðarson, Sigurður Þórir Ámundason, Steinunn Lilja Emils- dóttir og Viktor Pétur Hannesson. Hópnum líður vel á Seyðisfirði að sögn Dóru. „Þetta er bara búið að vera dásamlegt. Okkur líður öllum vel hérna umkringd fjöll- unum.“ holmfridur@frettabladid.is VONAST TIL AÐ LISTAVERKIÐ HVERFI BÁTUR ÚR ÁLI Meðal þeirra verka sem myndlistarnemar við LHÍ hafa unnið í vinnubúðunum á Seyðisfirði er þessi fíni álbátur. MYND/ÚR EINKASAFNI Hugmyndin á bak við þetta var að gera eitthvað fyrir bæjarbúa, í þakklætisskyni, því við höfum fengið svo mikið frá þeim. DÓRA HRUND GÍSLADÓTTIR MYNDLISTARNEMI VEITT Í SOÐIÐ Myndlistar- nemarnir hafa gert fleira en að vinna fyrir austan, svo sem að læra að veiða á sjóstöng. Hér sýnir Viktor Pétur Hannesson meistaratakta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.