Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 94

Fréttablaðið - 25.02.2012, Side 94
25. febrúar 2012 LAUGARDAGUR58 folk@frettabladid.is HEILSA Þunglyndislegar stöðuupp- færslur á samskiptasíðum eins og Twitter og Facebook geta verið ágæt- is vísbending um andlegt ástand ein- staklinganna sem þá skrifa. Höfundar uppfærslnanna líta stundum á þær sem eins konar leið til að deila vandamálum sínum með heiminum og oft og tíðum liggur ekkert meira á bak við þær en pirr- ingur eða leiði á þeim tímapunkti. Samkvæmt rannsókn sem fram- kvæmd var af Háskólanum í Wash- ington gefa þær þó oft vísbend- ingar um að ekki sé allt með felldu hjá viðkomandi og geta verið hróp á hjálp. Stöðuupp- færslur vísa á þunglynda Gildir eingöngu þegar forráðamaður kaupir máltíð. 1 máltíð á barn af barnamatseðli. Gildir eingöngu í sal. HEILSA Nú hefur komið fram ný leið til að hylja skallabletti. Dr. Sanusi Umar er búinn að þróa leið til að taka hárígræðslur á næsta stig, og segir hann frá rannsóknum sínum í febrúar- tímariti blaðsins Archives of Der- matology. Yfirleitt er hár úr neðanverð- um hnakka notað í ígræðslur, en þar sem grófara er ofan á höfðinu er oft augljóst að um ígræðslu sé að ræða. Aðferðir Umars fela það í sér að tekið er hár af öðrum líkams- pörtum og því blandað saman við hár úr hnakka. Þannig notar hann fínustu hárin við hárlínuna til að ná sem eðlilegustu útliti. Bestu hárin til að nota segir Umar vera af fótleggjum einstak- lingsins. Fótleggjahár á höfuð NÝJUNG Í CHROME Google Chrome-vafrinn býður notendum nú þann möguleika að gera vefsíðum ókleift að afla upplýsinga um þá í þeim tilgangi að beina auglýsingum að þeim. Möguleikinn er einnig til staðar í Firefox og Safari. ÞUNGLYNDI Stöðuuppfærslur á Facebook gætu verið hróp á hjálp. lifsstill@frettabladid.is Vinsældir hárlits á borð við rauðan, bleikan og fjólubláan hafa aukist í vetur. Eva Sús- anna Victorsdóttir hefur verið með skærrautt hár í eitt ár núna og er harðákveðin í að hárið verður blátt með vorinu. TÍSKA „Það er bara svo gaman að breyta til og ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við háralitnum,“ segir Eva Súsanna Victorsdótt- ir, mannfræðinemi við Háskóla Íslands, sem hefur skartað skær- rauðu hári í um það bil ár. Fréttablaðið hafði samband við hárgreiðslustofur á höfuðborgar- svæðinu en þar voru menn sammála um að aukning hafi átt sér stað í eft- irspurn eftir skærum hárlit. Bleik- ur, rauður og fjólublár eru vinsæl- ustu litirnir um þessar mundir. Gegnum tíðina hefur Eva gert ýmsar tilraunir með hár sitt. Rétt áður en hún litaði hárið skærrautt, eða „kókakóla-rautt“ eins og hún kallar það, skartaði Eva dreddum í þrjú ár. „Mig hafði langað í rautt hár í langan tíma og lét slag standa þegar ég losaði mig við dreddana,“ segir Eva sem hefur myndað gott samband við hárgreiðslumann sinn, Grjóna á Rauðhettu og úlfinum, en skæri háraliturinn krefst mikils við- halds og þarf Eva því að fara í litun á fjögurra vikna fresti. Ástæðan fyrir tíðum breytingum Evu á hári sínu skrifar hún á nýj- ungagirni en einnig á utanaðkom- andi áhrif. „Ég segi kannski ekki að ég sé að fylgja einhverjum tísku- straumum en örugglega síast ein- hver áhrif frá Hollywood inn í und- irmeðvitundina.“ Eva verður vör við aukna athygli og vill meina að flestir séu hrifnir af hárinu. „Ég fæ mikla athygli og margir hafa hrós- að litnum. Það er annað en þegar ég var með dreddana því þá fékk ég misjöfn viðbrögð og fólk var ekki eins hrifið,“ segir Eva, sem er hvergi hætt tilraunum sínum með hárið. „Ég er allt í einu farin að sjá svo marga með rautt hár í Reykja- vík að ég er að spá í að skipta yfir í blátt næst.“ alfrun@frettabladid.is 58 „Ég held að þetta séu áhrif frá Hollywood og hugsan- lega tölvuleikja-menn- ingunni líka,“ segir Grjóni, hárgreiðslumaður og annar eigenda stofunnar Rauð- hetta og úlfurinn, en hann segist hafa orðið var við ákveðna aukningu í skærum háralitum í vetur. Að sögn Grjóna hafa litirnir bleikur, rauður og fjólublár verið vinsælastir í vetur. Kollegi hans, Raggi á hárgreiðslustofunni Circus Circus, tekur í sama streng. „Stelpur eru orðnar jákvæðari fyrir rauðum litum en einu sinni var það alveg bannað. Það getur samt ekki hver sem er borið skæran háralit og maður þarf að átta sig á því að það vekur athygli að vera með skærbleikt hár í Kringlunni til dæmis. Annars fagna ég fjölbreytileikanum og gaman að fólk þori að prufa eitthvað nýtt,“ segir Raggi og bætir við að æðið fyrir rauða litnum komi líklegast frá söngkonunni Rihönnu. Rihanna skartaði skær- rauðu hári á tímabili og stall- systur hennar í Hollywood hafa fylgt söngkonunni fast eftir. Nú síðast mátti sjá söngkonuna Katy Perry með blátt hár á fótbolta- leik og Lady Gaga hefur bæði verið með bleikt og blátt hár en hún er gjörn á að skipta ört um háralit. Bæði Grjóni og Raggi segjast geta litað hár öllum regnbogans litum fyrir þá sem þora. ÁHRIFIN KOMA FRÁ HOLLYWOOD Að spá í að skipta yfir í blátt næst FRÉTTABLAÐIÐ/ Eva Viktorsdóttir hefur skartað skærrauðu hári í eitt ár og er ákveðin í að skipta yfir í bláan lit næst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.